Abbababb! textar & píanókennsla

24 Sep

Abbababb! kvikmyndin gerir það gott í bíó þessa dagana. Eðlilega. Frábær mynd hjá Nönnu Kristínu. Nokkuð er verið að hafa samband við mig til að biðja um texta og hvernig á að spila lögin. Ef við byrjum á titillaginu, þá gerði ég smá sýnikennsluvideó. Þess má geta að lagið gekk upphaflega undir nafninu Sundhetta Maós því mér fannst það svo kínverskt eitthvað.

Hér koma svo textarnir eins og þeir voru á geisladisknum 1997 – bara samt lögin sem eru í myndinni – og svo í restina tveir textar úr leikhús-útgáfunni, sem eru í myndinni. Textarnir eru allir eftir mig og lögin líka, nema Ó kisa mín, sem er eftir Heiðu. Ég nenni ekki að skrifa hljómana við lögin, þetta er allt voða einfalt og auðvelt að pikka þetta upp ef fólk kann smá.


Systa sjóræningi
Ú-hú!
Systa sjóræningi, sigli um á skipi
með gullhring í nefi, hún er sko hugrökk.

Systa sjóræningi
lenti í fárvirði
rétt slapp á gúmmíbáti því skipið það sökk.

Systu rak á galdraeyju
eins gott að Systa átti teygju-
byssu og var hörkutól
því á eynni heyrðust gasaleg gól.

Ú Ú – la la la la la la…

Þarna var gleraugnaslanga
með sprunginn botnlanga
fjólublár fíll á hól
og áll í bleikum kjól
risastór smákrakki
sat þarna í hásæti
með rosalega bleiu
og spilaði á munnhörpu.

Hvað ert þú að vilja hingað?
spurði smákrakkinn.
Skipið mitt sökk nú bara,
svaraði Systa.
Ja, nú bar vel í veiði,
sagði smákrakkinn.
Því ég var að enda við að gera á mig
og nú verður þú að skipta á mér.
Ég held nú síður!

Systa sjóræningi
hljóp í burtu á harðaspretti
Stakk sér og burtu syndi – hafið á enda.

Systa sjóræningi
siglir nú á öðru skipi
í nýju ævintýri – mun bráðum lenda.

Systa lenti á galdraeyju
og vildi ekki skipta um bleiu
Nei, nei, nei, nei, nei
blei, blei, blei, blei, blei.

Ú Ú – la la la la la la…


Hr. Rokk og fýlustrákurinn
Hr. Rokk hitti fýlustrákinn í strætóskýli um daginn. Hr. Rokk er alltaf í góðu stuði en Fýlustrákurinn ber sko nafn með rentu og er alltaf í fýlu. Þegar Fýlustrákurinn sá hvað Hr. Rokk var í góðu stuði fór hann strax að kvarta og kveina.

Ég vildi að ég væri sköllóttur
Þá gæti ég notað hárkollur
Og þyrfti aldrei að klippa mig
Og ekki að þvo mér um hárið.

Þetta leist nú Hr. Rokk ekkert á þetta og hann söng:

Heyrðu góði minn
mikið bullar þú í dag
má ekki bjóða þér upp á ís?
Eða viltu kannski éta það sem úti frýs?
Hér er kominn góður gestur
Já hann er hérna hjá mér sestur
og nú ætlar hann að taka gítarsóló… Úhú!

En Fýlustrákurinn fór aftur að kvarta og kveina:

Ég vildi að ég hefði engar tennur
Þá fengi ég gervitennur
Og þyrfti aldrei að tannbursta mig
Og fengi heldur ekki tannpínu.

Nei heyrðu væni minn
mikið ertu erfiður
má ekki bjóða þér bitafisk?
Eða viltu kannski frekar hafa tóman disk?
Hér er kominn annar gestur
Og þessi er sko langbestur
og nú ætlar hann að taka smá trommusóló… Úhú!

Jæja, hvað segirðu þá?
Mér finnst þetta alveg hundleiðinlegt!
Jæja, þú um það. Ég verð þá bara áfram í stuði
en þú áfram í fýlu.
Og vertu svo sæll og blessaður.


Rauða hauskúpan

Við erum nokkrir strákar í leynifélagi
við hittumst oft í viku í kofaræksni
leggjum á ráðin, spáum spilin í
þefum uppi glæpi, tökum okkur aldrei frí.

Hauskúpuhringana setjum putta á
þegar kallið kemur förum við á stjá
hírumst bakvið grindverk, njósnum bófa um
ef verða þeir okkar varir, til fótanna við tökum.

Rauða hauskúpan
er okkar leynifélag
mottó okkar er:
Einn fyrir alla!
Allir fyrir einn!
Hin rauða hauskúpa
mun glæpi uppræta!

Hu! Ha! Hu! Ha ha ha ha ha!

Við skríðum inn í garða og guðum glugga á
hjá nágrönnum sem eru dólgslegir að sjá
við njósnum um þá liggja á ljótum dívönum
Glápa á sjónvarpið og klóra sér í rassinum.

Við vonum að þeir fari að fremja stórglæpi
Að brugga bjór og landa, og önnur misferli
En það gerist frekar fátt, okkur finnst það algjört frat
Svo við læðumst að hurðinni og gerum dyrabjölluat.

Rauða hauskúpan
er okkar leynifélag
mottó okkar er:
Einn fyrir alla!
Allir fyrir einn!
Hin rauða hauskúpa
mun glæpi uppræta!

Hu! Ha! Hu! Ha ha ha ha ha!

Rauða hauskúpan
er okkar leynifélag
mottó okkar er:
Einn fyrir alla!
Allir fyrir einn!
Hin rauða hauskúpa
mun glæpi uppræta!

Hu! Ha! Hu! Ha ha ha ha ha!

Við skríðum inn í garða og guðum glugga á
hjá nágrönnum sem eru dólgslegir að sjá
við njósnum um þá liggja á ljótum dívönum
Glápa á sjónvarpið og klóra sér í rassinum.

Við vonum að þeir fari að fremja stórglæpi
Að brugga bjór og landa, og önnur misferli
En það gerist frekar fátt, okkur finnst það algjört frat
Svo við læðumst að hurðinni og gerum dyrabjölluat.

Rauða hauskúpan
er okkar leynifélag
mottó okkar er:
Einn fyrir alla!
Allir fyrir einn!
Hin rauða hauskúpa
mun glæpi uppræta!

Hu! Ha! Hu! Ha ha ha ha ha!

Ó kisa mín

Ó kisa mín
Ég man er ég fann þig
Þú varst köld og skjálfandi
Ó kisa mín
Ó kisa mín
Þú drakkst mjólkina alla
Svo lékum við saman tvær
Ó kisa mín

En mamma og pabbi
Þau vilja ekki hafa þig
Segja að hárin þín
óhreinki húsgögnin
Svo nú er ég hér
Alein í bíl við spítala
pabbi fór með þig
sagði að þú værir bara að fara að sofa

Ó kisa mín
lítil og doppótt
þú sleiktir á mér nefið
Ó kisa mín

Ó kisa mín
malar undir sæng
við kúrðum saman tvær
Ó kisa mín

Mamma og pabbi
vilja ekki sjá þig
segja að hárin þín
óhreinki húsgögnin
svo nú er ég hér
alein í bíl við spítala
pabbi hélt á þér inn
en nú kemur hann aftur
og hann heldur á þér, elsku kisa
og hann segir: Skítt með húsgögnin

Ó kisa mín
nú ertu hjá mér
við verðum alltaf saman
ó kisa mín.


Komdu út að leika

Mamma hans Halla
Kemur til dyra
Má hann Halli koma út?
Hann er að borða
Segir hún mamma hans
Hann er að borða ristað brauð
En viltu ekki koma inn og fá þér líka?

(Viðlag)

Við gleypum brauðið
Svolgrum kakómjólk
Stígvélin setjum lappirnar á
Niðri í fjöru
Er alltaf gaman
Við finnum dósir og skrítnar blöðrur
Og einu sinni fundum við heila rakettu.

Út á hauga
Förum við stundum
Tímum saman grömsum við tveir
Við finnum blöð og handónýt útvörp
Glerhart nammi og götótta skó
En einu sinni fundum við ryðgaðan hníf.

Komdu út að leika
Látum hugann reika
Teljum stjörnurnar og pælum í því
Hver stjórnar heiminum?
En von á geimverum?
Hvar endar himingeimurinn?
Æi, við vitum ekki neitt
Nema að Sirrý er sætust!

Liggjum lúnir
Á blautu grasi
Skýin hlussast himninum á
Étum hundasúrusamlokur
Reykjum njóla og hjört’okkar slá
Það er langbest að vera lítill, ligga ligga lá!


Meira diskó

Við viljum
meira diskó
meira diskó
ú hú hú hú.
Meira diskó…!

Allt er leiðinlegt og fúlt
við höngum tveir við skúlapúlt
og alla daga út og inn
hann malar þarna kennarinn.
Landafræði og danska
bla bla bla og algebra
skólinn hann er hvílík kvöl
en við eigum engra kosta völ.

Við viljum
meira diskó
meira diskó
ú hú hú hú.
Meira diskó…!

(Komdu með og vertu sætur,
hreyfðu þína fráu fætur.)

Allt er ömurlega skítt
aldrei gerist nokkuð nýtt
við slæpumst kókið þambandi
rosalega ógnandi.
Pínum ketti, krakka felum
hrekkjum, stríðum og stelum
við erum stóru strákarnir
já nú skaltu bara passa þig!

við viljum
meira diskó
meira diskó
ú hú hú hú.
Meira diskó…!


Ástin er rokk og ról

Stundum virðist allt komið klessu í
og margir gera sér rellu út af því
þeir ættu nú bara að fara í frí
eða í partí.

Fúlmenni og fantar voru komnir á kreik
og allt virtist komið í algjöra steik
en þá var Rauða hauskúpan ekkert smeyk
og stóð sko keik.

Ástin er rokk og ról
hún er okkar skjól
hún er okkar besti kostur.
Ástin er rokk og ról
við þörfnumst hennar alla daga í myrkri jafnt sem sól.

Þegar þú horfir á mig verð ég alelda
Sammála, augun þín eru olía
Nú er allt æðislegt, gjörsamlega
meira að segja algebra.

Ég var bjáni að sóa mínum tíma
í að slæpast og hanga og hrekkja og stríða
ég hef líka fundið ástina.
Ástin mín er að græða peninga – ha ha ha!

Ástin er rokk og ról
hún er okkar skjól
hún er okkar besti kostur.
Ástin er rokk og ról
við þörfnumst hennar alla daga í myrkri jafnt sem sól.

Og einu sinni enn!

Ástin er rokk og ról
hún er okkar skjól
hún er okkar besti kostur.
Ástin er rokk og ról
við þörfnumst hennar alla daga í myrkri jafnt sem sól.

Hljómsveitin tvítug

5 Júl

Í dag eru tuttugu ár síðan hljómsveitin Dr. Gunni kom fyrst fram opinberlega. Það var í Viðey 5. júlí 2002, en þar héldu krakkarnir í Rúnk tónleika og fengu okkur með. Þá höfðum við Grímur, Gummi og Kristján Freyr æft um nokkra hríð í kjallara undir bílskúr í Hlíðunum, en þar voru strákarnir í Maus með lyklavöldin. Hér er mynd af okkur að gægjast upp úr þessum kjallara.

Eftir Viðey vorum við komnir á flug og ákváðum að halda innihátíð um Verslunarmannahelgina, Innipúkann (Kristján Freyr á nafnið), og fengum auðvitað krakkana í Rúnk með og fleira fólk. Innipúkinn hefur held ég verið haldinn árlega síðan. Grímur var með þetta í nokkur skipti í Nasa með allskyns útlendu fíniríi en síðustu árin hafa allt aðrir aðilar haldið Innipúkann og okkur er alveg sama. 

Frumsamið efni varð til í hrönnum og Stóri hvellur var tekinn upp og gefinn út 2003. Curver sá um upptökur og ku þetta mikið meistaraverk. Seldist þó auðvitað bara í 200 eintökum eða svo, enda kom geisladiskurinn út á Þorláksmessu. 

Við vorum á fyrstu Aldrei fór ég suður um páskana 2004. Spiluðum skömmu síðar með Violent Femmes á Broadway. Þeir talast ekki við Gordon Gano söngvari og bassaleikarinn Brian Ritchie, en harka þetta af sér fyrir peninginn. Vorum með The Fall sem Grímur flutti inn af miklu harðfylgi í nóvember 2004. Tveir tónleikar, í Austurbæ og á Grand rokk. Eftirminnileg sjón að sjá vertinn á Grand leiða góðglaðan Mark E Smith upp á svið. Magnað að spila með The Fall í Austurbæ(jarbíói), en þar sá ég bandið öllu ferskara (eða Mark E Smith öllu heldur, eina manninn sem var líka þá), 1981 og 1983. 

Svo flosnaði smá upp úr þessu. Ég gerði plötuna Inniheldur án bandsins 2009 og barnaplötuna Alheiminn, en við vorum sameinaðir á ný 2015 á Í sjoppu sem kom út þegar ég varð fimmtugur 2015. Svo lá þetta aftur í láginni um hríð þangað í ársbyrjun 2021 þegar við ákváðum að taka þetta alvarlega, fórum að æfa vikulega í Helli TÞM með það að markmiði að gera 12-laga plötu á árinu. Nú nú, Nei, ókei kom svo út eins og til var sáð og hér erum við enn, nýbúnir að setja fram hinn snotrasta ópus, Faðir Abraham. Þetta hlýtur að enda með nýrri LP plötu á næsta ári.

Tuttugu ár, sem er samt eins og í gær. Þar á undan var ég búinn að spila í rúmlega tuttugu önnur ár, sem er samt eins og hrein eilíf miðað við þessi síðustu tuttugu. Ætli tíminn virki ekki svona. Lengi að líða fyrst og svo þýtur hann áfram og ég verð áttræður á morgun.

Í garðinum bakvið 12 tóna á föstudaginn. Það var geggjað stuð. Mynd: Davíð Ólafsson.

New York í 16. skipti

27 Apr

Það var þó aldrei að maður færi ekki að blogga aftur. Ég var duglegur. Frá 11.03.2001 á gamla blogginu og svo hér frá 2011. Svo elti maður hjörðina á Facebook og þaðan aðeins á Twitter og Instagram. Nú er ég orðinn þreyttur á þessum samskiptamiðlum. Ekki nóg með að þeir eru í eigu einhverja forríkra lúsablesa, þetta er líka bara orðið svo þreytt dæmi og fyrirsjáanlegt. Og endalausar auglýsingar og áreiti. Gefur manni ekkert, tekur bara frá manni tíma. Sjáum til hvað ég endist í þessu einskinsmannslandi, blogginu. Eigandi WordPress er einhver Matt Mullenweg, sem er örugglega fátæklingur samanborið við Zuckerberg og Musk. Svo lærði hann á saxófón og hefur aldrei yfirgefið gufuhvolfið, svo ég viti.

En jæja. Nú ætla ég að blogga um nýyfirstaðna ferð mína til New York borgar. Fór fyrst 1988 og þetta ku vera í 16. skipti sem ég kem þarna og í það fyrsta síðan 2017. Fyrst var ég í viku með familíunni. Við gerðum allskonar túristalegt enda krakkarnir að koma þarna í fyrsta skipti. Þegar þau fóru heim var ég einn í tæpa viku, enda átti ég miða á John Waters og hafði átt síðan 2020 (en þá kom Covid). John Waters er frábær kall og hefur fyrir sið að halda upp á afmælið sitt með uppistandi/fyrirlestri í New York. Hann er þekktastur sem leikstjóri Pink Flamingo, Hairspray, Serial Mom o.s.frv., en hefur líka skrifað slatta af skemmitlegum bókum. Það var bannað að taka myndir svo ég tók bara eina:

Er skemmt frá því að segja að gamli maðurinn (76) var stórskemmtilegur, var með klámkjaft og röflaði um allt milli himins og jarðar auk þess að taka misgáfulegar spurningar frá gestum. Ég þorði náttúrlega ekki að rétta upp hönd, en ef ég hefði þorað hefði ég spurt hann hvort hann myndi eftir því þegar Hrafn Gunnlaugsson neyddi oní hann sviðaaugu þegar hann var gestur á kvikmyndahátíð 1984. Væntanleg er fyrsta skáldsaga Waters, Liar Mouth, og jafnvel ný mynd. Hann varð þó laumulegur og vildi engu svara um það. Fram kom að uppáhaldsmynd hans er Salo eftir Pasolini og hann hefur engar áhyggjur af því að vera slaufað. Það er ekki hægt að cansella mig, vildi hann meina. því þegar hann er að segja eitthvað ó-pc-að um eitthvað, er það sagt af væntumþykju. I just don’t like the self righteousness…

Stór hluti fór svo í að tékka á plötubúðunum. Nýtilkominn áhugi minn á eðaldjassi þýddi að ég keypti bara djass. Helst eldri útgáfur (það má alveg vera snark). Mér leiðast þessar fokdýru endurútgáfur. Meðal þess helsta eru plöturnar Contrasts og Unity með Larry Young, The Sidewinder með Lee Morgan, Sketches of Spain með Miles Davis, og Poppin’ með Hank Mobley. Djassflóin beit mig síðasta sumar þegar mér bauðst að kaupa dánarbú af vinnufélaga, 800 plötur takk fyrir, mest djass. Eftir grysjun í Sorpu og Discogs og Facebook-sölur, sat ég eftir með sirka 80 eðalmola eins og frumútgáfur af A Love Supreme með John Coltrane, Brilliant! með The Diamond Five, og Summer Dawn með Sahib Shihab. Ég veit ekki alveg hvað ég fíla við djassinn, kannski bara að ég skil hann ekki alveg og líka ákveðin þreyta með allt hitt sem ég hef grautað í í 45 ár.

Alveg það sama með tónlistina á 78 snúninga plötunum, sem er með stöffi frá 1900-1958 sirka. Svo auk þess að fletta í djassrekkunum reyndi ég að kíkja á rykug gólfin í búðunum ef ske kynni að einhvers staðar lægju afskiptalausar lakkplötur í trosnuðum pappakassa. Nokkuð hafði ég upp úr krafsinu, 28 plötur, sérstaklega eftir að ein búðarlokan aumkaði sig yfir mig og fór í kjallarann. Meðal þess girnilegasta er fyrsta platan sem var tekin upp í stúdíói á Jamaika og gefin út af fyrsta merkinu þar, Motta’s Recording Studios; Blue Suede Shoes með Carl Perkins á Sun Records, Tutti-Frutti með Little Richard, og See See Rider með „Pigmeat“ Alamo Markham á Blue Note. Nánar í næsta þætti af Lögum gamla fólksins.

Lög gamla fólksins #6

20 Jún

Nýr þáttur af Lögum gamla fólksins (#6) kominn í loftið. Brakandi ferskt eldgamalt efni. Þessum spurningum verður svarað: Hvar reyndi að skjóta Gary Glitter 1968? Hvaða framúrstefnupoppari samdi titllagið á íslensku metsöluplötu Bjarkar? Hver seldi fisk og smokka áður en hann varð stórstjarna?
Gene Vincent & His Blue Caps – Be-Bop-A-Lula (Capitol 1956)
LaVern Baker & The Gliders – Bop-Ting-a-Ling (Atlantic 1955)
Amos Milburn & His Aladdin Chickenshackers – That was your Last Mistake – Goodbye (Aladdin 1951)
Floyd Dixon & his Band – Ooh-eee! Ooh-eee! (Speciality 1954)
Gösta “Snoddas” Nordgren – Samoa (Cupol 1952)
Alfreð Clausen – Gling Gló (Íslenzkir tónar 1952)
Alfreð Clausen – Sesam Sesam, opnast þú (Íslenzkir tónar 1952)
Jack Carroll With Joe Leahy Orch. And Chorus – The Story of James Dean (Unique 1955)
Shep Fields & His Rippling Rhythms – It’s All Over Town (Bluebird 1939)
Yukl’s Wabash Five – Two Quart Blues (Jump 1945)
Lucille Hegamin & Her Blue Flame Syncopators – Beale St. Mama (Why Don’t You Come Back Home) (Muse 1922)
Vera Lynn – I Don’t Want To Set The World On Fire (Decca 1943)

Lög gamla fólksins #5

7 Jún

Hana nú! Kominn nýr þáttur af Lögum gamla fólksins. Sérlega gaman að spila tvö lög með Hauki Morthens sem fáir hafa heyrt, enda hafa þau aldrei verið endurútgefin síðan platan kom út 1957.

Lögin eru:
Louis Jordan and his Tympany Five – That chick’s too young to fry (Decca 1946)
Arthur “Big Boy” Cradup – Rock me Mamma (RCA Victor 1944)
Elvis Presley – My baby left me (RCA 1956)
Harry Belafonte – Mama looka boo boo (HMV 1957)
Haukur Morthens & Orion kvintettinn – Halló – Skifti (Fálkinn 1957)
Haukur Morthens & Orion kvintettinn – Lagið hans Guðjóns (Fálkinn 1957)
Camille Howard – Song of India Boogie (Speciality 1952)
The Hoosier Hot Shots – She Broke my Heart in Three Places (Brunswick 1944)
Spike Jones & His City Slickers – My Old Flame (HMV 1947)
Ida Cox & Her All-Star Orchestra – I Can’t Quit That Man (Parlophone 1941)
Roberta Dudley & Ory’s Sunshine Orchestra – Krooked Blues (Tempo 1949)
Quintette of the Hot Club of Paris – Nuages (Decca 1946)

Hér koma myndir:
Ljordan
Louis Jordan og fimmta eiginkona hans, Martha Jordan, frjálsleg í útilegu.
arthur cradup
„Stóri strákur“ Arthur Cradup – Elvis átti honum allt að þakka.
Elvis
Presley í flippinu.
harry bel
Goðumlíkur kalypsó-kóngur, Harry Belafonte.
haukur-morthens-1
Sjarmörinn sjálfur, Haukur Morthens.
camille howard
Camille Howard boogie woogie píanósnillingur.
hoosier
The Hoosier Hot Shots. Grín og glens var þeirra fag.
spike
Spike Jones!
ida
Ókrýnd drottning blússins, Ida Cox.
roberta
Engin mynd fannst af Robertu Dudley en hér er upprunalega platan.
Quintette of the Hot Club of Paris
Django Reinhardt og félagar í Quintette of the Hot Club of Paris.

Lög gamla fólksins #4

21 Maí

Haldiði ekki bara að það sé kominn nýr þáttur af Lögum gamla fólksins.

Persónur og leikendur:
jerry-lee-lewis-186005
Jerry Lee Lewis – Great Balls of Fire (Sun 1956)

Bo Diddley 2
Bo Diddley – I’m A Man (Checkers 1955)

Jimmy liggins
Jimmy Liggins & his 3-D Music – Drunk (Speciality 1953)

Joe_Liggins
Joe Liggins & his Honeydrippers – I’ve Got the Right to Cry (Parlophone 1948)

harlem
Harlem Hamfats – Oh! Red (Decca 1936)

joe_and_charlie
Harlem Hamfats – Tempo de Bucket (Decca 1937)

0211-Hallbjörg syngur
Hallbjörg Bjarnadóttir & Hljómsveit Ole Höjer – Vorvísa (Fálkinn 1955)

Lecuona Cuban Boys
Lecuona Cuban Boys – Quim-Bam-Ba (Columbia 1936)

petula
Petula Clark – Baby Lover (Pye Nixa 1958)

A-723719-1345404681-1654.jpeg
Tony Crombie & His Rockers – We’re Gonna Rock Tonight (Columbia 1957)  

lonnie2
Lonnie Donegan & His Skiffle Group – Rock Island Line (Decca 1956)

Will Terry – Oh for a Night in the West (Columbia 1907)

Lög gamla fólksins #3

10 Maí

Hæ, hvernig hefurðu það? Hér er þriðji þátturinn af Lögum gamla fólksins.

Brak og brestir frá grárri forneskju. Lögin sem leikin eru:
Little Richard – The girl can’t help it (Speciality 1956)
Chuck Berry – School day (Ring! Ring! goes the bell) (Columbia 1957)
Johnny Temple – Big leg woman (Decca 1938)
Willie Mae “Big Mama” Thornton – Mischievous boogie (Peacock 1952)
Peppermint Harris – Raining in my heart (Sittin in with 1950)
Guðmundur Jónsson – Bikarinn (HSH 1945)
Eartha Kitt – Uska dara – Oh! Those Turks (HMV 1953)
Bebe Daniels – Johnny Peddler (I got) (Decca 1941)
Sister Rosetta Tharpe – There’s something within me (Decca 1941)
John K. Almeida & his Hawaiians – Holoholo Kaa (49th State 1948)
Jelly Roll Morton’s Red Hot Peppers – That’ll never do (HMV 1930)
Bunny Berigan & His Orchestra – Jelly-Roll Blues (RCA 1938)

Og hér eru myndir af flytjendunum:
Little-Richard-e1589035100575
Litli Richard!
maxresdefault
Chuck Berry!
johnny temple
Johnny Temple!
06212017_big_mama_thornton3-1
Stóra mamma Thornton!
peppermint-harris-60780d22-b4b8-4fa5-8cd7-b02249bea34-resize-750
Piparmintu Harris!
gudmundur
Guðmundur Jónsson!
May 1959 --- Portrait of Eartha Kitt --- Image by © Bettmann/CORBIS
Eartha Kitt!
bebe
Bebe Daniels!
Sister Rosetta Tharpe
Systir Rosetta Tharpe!
220px-John_Kameaaloha_Almeida
John K. Almeida!
Jelly Roll Morton’s Red Hot Peppers
Jelly Roll Morton’s Red Hot Peppers!
Bunnyberigan_vintagemusic.es_
Bunny Berigan!

 

Lög gamla fólksins 2

27 Apr

Hey! Hér er kominn nýr þáttur af Lögum gamla fólksins. Farið er víða og það er meira að segja sérstakur ráðgjafi: Kristinn Jón Guðmundsson eys af viskubrunni sínum um Bing Crosby.

https://soundcloud.com/gunnar-larus-hjalmarsson/log-gamla-folksins-2

Lögin eru:
Edith Piaf – La vie en rose (Columbia 1950)
Muddy Waters – Trouble no more (Chess 1955)
The Charmer – Back to back, Belly to belly (Monogram 1953)
Rusty Draper – Seventeen (Mercury 1955)
The Boswell sisters – Alexander’s ragtime band (Parlophone 1935)
Bing Crosby – Blue Hawaii (Brunswick 1937)
Pale K. Lua & David Kaili – My hula love (Victor 1915)
El Marios & Isauré – Babalú (Cupol 1949)
Rússneski þjóðarkórinn frá Voronezh undir stjórn K.Í. Massalitov. Einsöngvarar M. Mordasov & N. Kudnesov – Gamanvísur (USSR 1950)
Charles Mingus quintet & Jackie Paris – Portrait (Debut 1952)
Bea Booze – See see rider blues (Decca 1942)
Gerry Mulligan quartet – My funny valentine (Fantasy 1952)

piaf
Edith Piaf!

muddy
Muddy Waters!

charmer
The Charmer!

rusty
Rusty Draper!

Portrait of the Boswell Sisters in a vertical row [a]

Boswell systur!

bing
Bingurinn með eyjastúlkum við tökur á Waikiki wedding!

pale
Eyjaskeggjarnir fornu!

El Marios & Isauré
Latneskt-amerískt kvennarúmba með viðkomu í Svíþjóð!

foto1030001
Sovéskt stuð frá Voronezh!

jackieparis
Jackie Paris – besti söngvarinn sem þú hefur aldrei heyrt í!

beabooze
Bea Booze!

gerry mulligan
Kvartett Gerry Mulligans!

Lög gamla fólksins 1

19 Apr

Hæ. Hér er „útvarpsþáttur“ með lögum af 78 snúninga plötunum mínum. Rispur og röff sánd, ekkert dolby rugl.

Lögin:
Doris Day – Whatever will be will be (Philips 1956)
Willie Mabon and his combo – I don’t know (Chess 1952)
Larry Williams – Slow down (Speciality 1958)
Hank Williams with his drifting cowboys – Howlin’ at the moon (MGM 1951)
Nora Brockstedt & Mon Keys – Æskunnar ómar (Íslenskir tónar 1955)
The Andrews Sisters – The Jumpin’ jive (Jim, Jam, Jump) (Brunswick 1939)
“Baby Boy” Warren – Nervy woman blues (Staff 1950)
Billy Murray – Alcoholic blues (Victor 1919)
Master’s Hawaiians – Stormy Hawaiian weather (Bluebird 1933)
Kay Armen and The Ray Charles singers – Just in case (Federal 1951)
Ethel Waters – I want me sweet daddy now (Columbia 1927)
Vera Lynn with Arthur Young on the Novachord – We’ll meet again (Decca 1939)

Myndir af flytjendum:
dorisday
Doris Day!

williemabon
Willie Mabon!

larrywilliams
Larry Williams!

hankwilliams
Hank Williams!

norabrockstedt
Nora Brockstedt!

andrewssisters
The Andrews Sisters!

babyboywarren
„Baby Boy“ Warren!

billymurray
Billy Murray!

mastershawaiians
Master’s Hawaiians!

kayarmen
Kay Armen!

ethekwaters
Ethel Waters!

vera lynn
Vera Lynn!

10 x Airwaves

30 Okt

Þá er bara eftir að mynda ríkisstjórn. Sama hvernig fer verður helmingur landsmanna hundóánægður og ósáttur við þá ríkisstjórn. En nú er kominn tími til að einhenda sér í eitthvað hressara, eins og til dæmis Airwaves hátíðina sem leggur alla þessa viku undir sig. Ég hef rýnt dáldið í hið mikla framboð og fæ ekki betur séð en þetta séu atriðin sem ég ætla ekki að missa af. Tíu bestu erlendu atriðin á Airwaves. Þar til annað kemur í ljós, auðvitað. Ég get ekki sagt að ég viti mikið um þessi bönd, svo það er bara að vaða í þetta, algjörlega blint og vona það besta. Svo er náttúrlega hellingur af íslensku stöffi svo enginn ætti að fara ósáttur heim. Dagskrá og offvenue-dagskrá.

ГШ/Glintshake – Snyrtilegt nýbylgjurokk frá Moskvu. Gæti þess vegna verið hljómsveit frá 1980. Hafa verið til í 5 ár og eru að gefa út þriðju plötuna sína um þessar mundir.

Songhoy Blues – Afríkufönk frá Malí á uppleið með tvær plötur í farteskinu. Sú seinni, Résistance, kom út á þessu ári og erlend poppblöð halda vart vatni. Pottþétt stuð. 

Jo Goes Hunting – Trommandi söngvari, hollenskt nýbylgjupopp, glænýtt band. Fyrsta lag í spilun lofar góðu.

Pale Honey – Sænskar konur með tvær plötur. Heflað gítarpopp indie.

Hey Elbow – Meira sænskt, tríó frá Malmö. Þetta lag er gott.

Fai Baba – Gítarindie frá Sviss. 

Fazerdaze – Gítarindie frá Nýja Sjálandi – í beinu framhaldi af nýsjálensku indiegítarrokki eins og The Clean og The Bats.

Aldous Harding – Meira nýsjálenskt, listakonan Aldous sem er á díl hjá 4AD. 

Xylouris White – Lúturokk frá Grikkjanum George Xylouris og ástralska trommaranum Jim White, sem hefur spilað með Dirty Three.

Michael Kiwanuka er breskur og sólaður á því í gamlar ættir. Hefur gefið út tvær plötur.