Popppunktur snýr aftur í sjónvarpið annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Boðið verður upp á sjö þætti þar sem sem átta hljómsveitir keppa til sigurs. Spurningarnar eru allar um íslenska popp- og rokksögu og óbeint í tengslum við þættina Popp- og rokksaga Íslands. Hljómsveitirnar sem keppa eru allar í yngri kantinum. Mikið stuð, mikið gaman, mikil spenna.
Í fyrsta þættinum (annað kvöld) mætast Reykjavíkurdætur og Grísalappalísa.Svo er komið að Móses Hightower og Retro Stefson.
Svo eru það FM Belfast og Boogie Trouble.
Og svo Agent Fresco og Amabadama.
Eftir þessa fjóra leiki tekur við grimmileg útsláttarkeppni þar sem eitt lið stendur upp sem sigurvegari. Það held ég nú!