Sarpur | júní, 2016

Popppunktur aftur á RÚV

30 Jún

Popppunktur snýr aftur í sjónvarpið annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Boðið verður upp á sjö þætti þar sem sem átta hljómsveitir keppa til sigurs. Spurningarnar eru allar um íslenska popp- og rokksögu og óbeint í tengslum við þættina Popp- og rokksaga Íslands. Hljómsveitirnar sem keppa eru allar í yngri kantinum. Mikið stuð, mikið gaman, mikil spenna.

Í fyrsta þættinum (annað kvöld) mætast Reykjavíkurdætur og Grísalappalísa.2016-05-23 15.27.492016-05-23 15.27.57Svo er komið að Móses Hightower og  Retro Stefson.
2016-05-24 13.09.042016-05-24 13.09.24Svo eru það FM Belfast og Boogie Trouble.
2016-05-24 15.27.24
2016-05-24 15.28.04
Og svo Agent Fresco og Amabadama.
2016-05-25 12.58.07
2016-05-25 12.59.59
Eftir þessa fjóra leiki tekur við grimmileg útsláttarkeppni þar sem eitt lið stendur upp sem sigurvegari. Það held ég nú!