Sarpur | janúar, 2014

Skemmtisaga af tollinum

31 Jan

12-130
Horrorgrein Helga Þorgils af viðskiptum sínum við DHL/Tollinn hefur verið gríðalega mikið lesin í dag og það eru margir sem hafa bráðskemmtilegar sorgarsögur að segja af Tollinum. Einu sinni voru tollverðirnir í brúnum sloppum (Stasi-legt) og svo þurfti maður að horfa á þá gramsa í pökkunum manns. Maður var kannski að skiptast á einhverjum pönk-kassettum við eitthvað lið í útlöndum og þurfti að standa í veseni og fjárútlátum út af þessu. Engin furða að niðurhal er vinsælt hér á landi hafta og geðveiki.

Einu sinni var ég að flækjast um netið og keypti nauðaómerkileg Elvis-gleraugu á Elvis.com. Hef eflaust talið mig lúkka jafn kúl og kóngurinn með svona gleraugu. Gleraugun kostuðu ekki nema 1000 kall. Leið nú og beið en loks kom bréf frá DHL. Hafði þá ekki helvítis pakkið á Elvis.com sent helvítis gleraugun í rándýrri DHL sendingu og svo voru gleraugun MEÐ sendingarkostnaði tolluð og vöskuð í bak og fyrir. Ég endaði með að borga 10.000 kall fyrir þessi ómerkileg plastsólgleraugu. 

Rothöggið var svo í Kolaportinu degi síðar þegar ég sá alveg eins gleraugu á 1000 kall!

Auglýsingar

Töff kaggi #10

31 Jan

Chevrolet Chevy Van 20 á Ægissíðunni. Megatöff svona kringlóttir gluggar.
2014-01-29 14.31.53
2014-01-29 14.32.08
2014-01-29 14.32.24

Helgi og tollsturlunin

31 Jan

Íslenskt tollalöggjöf er sturluð. Þar er leitast við að tolla og skattleggja hvaða snifsi sem eyjaskeggjum berst í pósti frá hinum vafasama og sóttargrasserandi umheimi. Það er stundum talað um að það eigi að liðka eitthvað til á þessum vettvangi en ég veit ekki hver staðan er. Myndlistamaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson fékk bók frá vini sínum og lenti í toll-stappi við DHL. Þetta er án efa það besta í blöðunum í dag og endurbirt hér því greinin birtist í Mogganum og það undergránd blað sér nánast enginn.
helgi-toll

Með móral yfir kjúklingi

30 Jan

718bfab59577c61317cbbc4aa9d8cd8c
Það er vandlifað í fyrsta heiminum og alltaf eitthvað nýtt til að hafa móral yfir. Fyrir hrun var ekki þverfótað fyrir kolefnisjöfnun. Það var nýja friðþægingar-lausnarorðið og tryggði góða samvisku í helvítis óhófinu. Svakalega var enginn að spá í kolefnisjöfnun þegar hrunið skall á.

Nýjasta nýtt (eða ekkert svo nýjasta nýtt, heldur bara mikið í umræðunni um þessar mundir) er aðbúnaður dýra, þá helst þeirra dýra sem fæðast og deyja í einskonar útrýmingabúðum svína og kjúklinga. Sá sem stígur þarna inn verður ekki samur, segir fólk, og allskonar viðurstyggileg videó sveima um veraldarvefinn. Ég er bara of mikil neyslugylta (Steini Sleggja fann þetta orð upp) til að pína mig til að horfa á svona horror. Vil ekki hafa þetta í hausnum þegar ég slafra í mig fitugum KFC kjúklingabita. Svona er ég mikill viðbjóður, hreinlega á pari við barnaníðinga, skv. Morrissey, en fáir ganga lengra en hann í fordæmingu á kjötætum.

Mér blöskraði þó þegar ég horfði á Gísla Martein og konurnar í settinu töluðu um alla vansköpuðu kjúklingana sem eru teknir frá og fara beint í hökkun og enda sem kjúklingabitar, nuggets. Ég er ekkert svo viss um að ég sé að fara að graðka í mig nuggets á næstunni.

Þær töluðu líka um að einu kjúklingarnir  á landinu, sem ekki hafa gengið í gegnum helvíti á jörð, komi frá Danmörku og fáist í Fjarðarkaupum. Ég hringdi og þar sögðu þeir mér að einn svona halelúja-kjúklingur, 1.2 kg. kosti 2.898 kr. Það hlýtur að fylgja með nafn á hænunni (Mia) og mynd af henni að vappa frjáls og glöð um danskar grundir. Tja, ég er ekkert svo viss um að ég sé að fara að flengjast í Hafnarfjörð (frábær bær samt og alltaf gaman að koma þangað) fyrir þennan díl. Ætli ég lifi ekki bara í myrkrinu áfram, óforskammaður viðbjóður.

Helvítis hænur eru hvort sem er algjör fífl. En helvíti góðar á bragðið (rétt kryddaðar). 

Bylting í rakblöðum og skeinipappír?

28 Jan

Einokun er ríkjandi á rakvélamarkaðinum. Í nánast öllum verslunum landsins er eingöngu boðið upp á Gillette sköfur og blöð. Þetta er munaðarvara. Yfir fáu var meira kvartað á Okursíðunni en verðinu á þessu og jafnvel komu menn með sparnaðarráð, eins og að nudda rakblöðum við gallabuxur til að lengja líftíma þeirra. Blöðin eru höfð við kassana því það var svo mikið stolið af þessari munaðarvöru. Eini valkosturinn við Gillette eru hugsanlega Wilkinsons vörur sem fást einhvers staðar og svo var rakarastofan Herramenn í Kópavogi með einhver önnur blöð (samt ekki viss).

Sambland af hipsterisma og neytendavitund á sér nú stað í þessum geira las ég hér. Á Austurströnd Bandaríkjanna er fyrirtækið Harry’s með ódýrari græjur en Gillette veldið og á Vesturströndinni er Dollar Shave Club. Því miður sýnist mér að maður þurfi að búa í Bandaríkjunum til að geta keypt þessar vörur, en Dollar Shave Club sendir heim að dyrum innanlands. Auglýsingin þeirra er fyndin:

Dollar Shave Club láta sér ekki nægja að reyna byltingu í rakstri, þeir ætla líka að bylta því hvernig við skeinum okkur og selja hinar karlmannlegu blautþurrkur One Wipe Charlies – „buttwipes for men“. Það vita náttúrlega flestir karlar með loðin rassgöt að eina vitið við skeiningar er að nota blautþurrkur á „erfiðu blettina“. Ég mæli með Euroshopper, ódýrt, lyktarlaust og gerir sitt gagn. Hér er rassaþurrkuauglýsingin:

Charlies í lögsókn?

26 Jan


Lítið hefur heyrst frá Nælon-flokknum nýlega – eða The Charlies eins og þær kalla sig náttúrlega í dag – síðan Hello Luv kom út. Ábyggilega er þetta samt allt að koma hjá þeim. Næst á dagskrá verður kannski lögsókn því í Melbourne, Ástralíu, er önnur hljómsveit sem heitir The Charlies. Sú spilar frumsamda fönktónlist.

Nema náttúrlega að finnska hippahljómsveitin Charlies fari í mál við hinar tvær fyrst?

Og fyrst ég er að þessu rugli og Eurovision er að byrja, því ekki að kynnast aðeins Fredi & The Friends með Pump-Pump, framlagi Finna frá 1976.

Súrrealískt félagsstarf eldri borgara

24 Jan

Mogginn á bestu raðauglýsingu dagsins:
medusaelli
Er nú Medúsu-hópurinn kominn á elliheimili?