Samdóma álit sjálfsskipaðra spekúlanta (hvaða spekúlantar eru ekki sjálfsskipaðir?) er að 2012 hafi verið dúndur ár í íslenskri músík. Þetta er rétt og lítið mál að rúlla upp 30 platna lista af úrvals efni. Hér er minn:
ÍSLENSKT TOPP 5
1. Retro Stefson – Retro Stefson – gólandi glæsilegt poppstykki þar sem fitulaus kjötflykki lafa við hvert bein
2 Moses Hightower – Önnur Mósebók – Textabrot ársins: „Eins og næturvaktin í Nóatúni“
3 Ghostigital – Division of Culture and Tourism – Vélmennadiskó fyrir örvhenta
4 Ojba Rasta – Ojba Rasta – Gaman er að keyra hægt með „Í ljósaskiptunum“ í vangefnum botni. Að keyra hægt með íslenskt döbbpopp er vanmetið.
5 Legend – Fearless – Þunglynt og ögrandi, góður eiginleiki á kósí öld.
Aðrar fínar 25 í stafrófsröð: Ásgeir Trausti – Dýrð í dauðaþögn / Biggi Hilmars – All we can be / Borko – Born to be free / Dream Central Station – Dream Central Station / Elíza Newman – Heimþrá / Gálan – Gálan / Gímaldin & Eva Hauksdóttir – Evulög / Hjaltalín – Enter 4 / Innvortis – Reykjavík er ömurleg / Jónas Sig – Þar sem himinn ber við haf / Kiriyama Family – Kiriyama Family / Lára Rúnars – Moment / M-Band – EP / Monterey – Time passing time / Nóra – Himinbrim / Pascal Pinon – Twosomenes / Pétur Ben – God’s Lonely Man / Ómar Guðjónsson – Út í geim / Skálmöld – Börn Loka / The Heavy Experience – Slowscope / Tilbury – Exorcise / Valdimar – Um stund / Ylfa Mist – Ylfa Mist / Þórir Georg – I will die and you will die and it will be alright / Þórunn Antonía – Star Crossed
Þetta var líka ágætis ár í útlöndum:
ERLENT TOPP 5
1 Dirty Projectors – Swing lo Magellan
2 Woods – Bend Beyond
3 Ariel Pink’s Haunted Graffiti – Mature Themes
4 Jack White – Blunderbuss
5 beak – beak 2