Hljómsveitin Blonde Redhead er á leiðinni til Íslands í 3ja eða 4ða sinn í næstu viku, spilar í Gamla bíói á miðvikudaginn 2. sept. Skúli Sverrisson bassagúrú hefur spilað með þeim í gegnum tíðina og spilar kannski með núna, eða allavega á undan þegar hann tekur lög af plötum sínum Sería 1 og Sería 2. Ljóshærði rauðhausinn gerði fína plötu í fyrra, Barragán, sem verður eflaust hryggjastykki tónleikana, en það er svo sem af nógu að taka á þessum bænum.
Úr fréttatilkynningu: Indie rokkarana í Blonde Redhead þarf vart að kynna. Hljómsveitin var stofnuð árið 1993 af söngkonunni og gítarleikaranum Kazu Makino, gítarleikaranum Amedeo Pace og trommaranum Simone Pace, en einstakur hljómur þeirra á enn erindi við samtímann nú 22 árum síðar sem ferðast um og spila á tónleikum og tónleikahátíðum víðs vegar um heiminn. Meðal nýlegra hátíða sem þau hafa tekið þátt í má nefna tónleika í Japan, Coachella í Indio, í Kaliforníu, Zanne Festival í Cataníu, á Ítalíu og Dour Festival í Dour, í Belgíu.
Blonde Redhead halda áfram að toppa sig með útgáfu níundu breiðskífu sinnar Barragán, sem hefur farið sigurför um heiminn og leitt af sér vinsæl lög eins og „Dripping“ og „Lady M.“ Í vetur frumflutti hljómsveitin stórkostlega endurblöndu af síðara laginu með Grizzly Bear Chris Bear, en það er fyrsta lagið af væntanlegri útgáfu með endurunnum klippum af nýju plötunni. Framundan hjá þessari hugmyndaríku hljómsveit eru tónlistarmyndbönd, ný tónleikaferðalög, sérstakir viðburðir og spennandi tísku samstarfsverkefni frá andliti hljómsveitarinnar, hinni stórkostlegu grafísku listakonu, Kazu Makino.
Miðaverð er 5.000 krónur – KAUPA HÉR!