Sarpur | júlí, 2016

Snorri Helgason með neglu

2 Júl

Snorri Helgason hefur ekki setið með lappirnar í heitum potti síðan Sprengjuhöllin liðaðist í sundur og sendir nú á næstu dögum út fjórðu sólóplötuna sína, Vittu til. Þetta er fyrsta platan hans á íslensku og heldur betur negla. Tíu frábær lög þar á meðal eitt sem heitir „SH Draumur“. Plötuumslagið minnir á fyrstu Spilverksplötuna, en auk Spilverksáhrifa má heyra Beach Boys, Big Star og fleiri gæða skýrskotanir í lögunum. Angurvært og stríðara, nett grúf og flott lög. Ein af plötum ársins for sjör. Titillagið er næsta lag í spilun: