Sarpur | desember, 2015

Kosningu lokið: Meistarar unnu

31 Des

Hér hefur staðið yfir kosning á plötu ársins síðan fyrir jól. 962 atkvæði bárust og þetta eru niðurstöðurnar:
kosning2015
Til hamingju Meistarar dauðans með plötu ársins, skv. þessari könnun!

Árið 2015 var geggjað þegar kemur að útgáfu og samkvæmt nýjustu tölum komu 355 titlar út á árinu með nýju efni. Hver var að segja að tónlistarútgáfa ætti undir högg að sækja?

Þrír látnir rokkarar

30 Des

Maðurinn með ljáinn tók æðiskast síðustu dagana og slökkti á þremur ágætum rokkurum. Frægastur er Lemmy (70 ára), sú mikla goðsögn með Rickenbackerinn og vörtuna, sem lést úr krabbameini tveimur dögum eftir að hann vissi að hann væri með krabbamein. Motörhead var eitt af þessum böndum sem var alltaf að og átti sterkan aðdáandahóp.

Þann 27. des lést Ástralinn Stevie Wright (68 ára), en hann var söngvari The Easybeats, sem frægastir eru fyrir hið frábæra lag „Friday on my Mind“, sem var það lag Bítlatímans sem skildi að amatöra og lengra komna í hljóðfæraleik. Eftir Easybeats fór Stevie sóló og er frægastur fyrir lagið „Evie parts 1, 2 & 3“, sem er frábært lag og fyrsta ellefu mínútna lagið sem náði efsta sætinu á ástralska vinsældarlistanum.

Þann 28. des lést svo John Bradbury (62 ára), trommari The Specials, skabandsins geðveika frá Coventry. 

Skulum vona að maðurinn með ljáinn sé orðinn saddur í bili af nafntoguðu tónlistarfólki.

Japanskur Almar x100

28 Des

download (15)
Almar í kassanum á sér japanska hliðstæðu. Tomoaki Hamatsu heitir hann, en var aldrei kallaður annað en Nasubi (Eggaldin) vegna þess að hann þótti minna á eggaldin í framan. Hann varð stærsta sjónvarpsstjarna Japans í kringum 2000. Ég heyrði af honum í hinum frábæra þætti This American Life (#568).

Í stuttu máli var þetta svona: Nasubi var valinn úr stórum hópi upprennandi grínista sem vildu athygli. Hann var settur í herbergi, látinn afklæðast öllu og sagt að það væri bara verið að taka hann upp fyrir hugsanlegan þátt í framtíðinni. Í herberginu var enginn matur eða vatn, bara fullt af tímaritum. Þátturinn gekk út á að Nasubi átti að senda eftir vinningum sem auglýstir voru í blöðunum (sweepstakes) og þegar hann næði að safna sér 1.000.000 Yenum hefði hann unnið. 

Hann fékk ekkert að éta í tvær vikur nema brauðmola og vatn svo hann sylti ekki í hel. Eftir tvær vikur kom loksins kíló af hrísgrjónum og svo duttu allskonar vinningar inn, m.a. dót sem hann hafði ekkert að gera við, reiðhjól og föt sem hann passaði ekki í. Hann fékk aldrei nein föt sem hann gat notað svo hann var allsber allan tímann. Það sem Nasubi vissi ekki var að fljótlega var farið að senda út læf frá herberginu og svo „best of“ safnað í þætti. Teiknimynda-eggaldin var sett yfir slátrið á honum og allskonar boing boing hljóðum bætt við sjóið til að gera eymd og einsemd hans sem spaugilegasta (Japanar eru klikk!)

Hann varð fljótlega megahitt með metáhorf. Dagbækur hans komu út og fengu metsölu. Nasubi viss ekki neitt.

Eftir 335 daga slapp Nasubi loksins. Hafði þá safnað andvirði milljón Jena. Honum var flogið til S-Kóreu, fékk einn dag í ferðamennsku en var svo tekinn aftur í nákvæmlega eins herbergi og sagt að nú ætti hann að halda áfram og safna sér fyrir farinu heim.

Þess má geta að herbergin voru alltaf ólæst, en Nasubi vildi standa sig og halda loforðið og fór því hvergi. Eftir fjóra mánuði var hann búinn að safna fyrir farinu til baka til Japans. Enn á ný var hann tekinn í enn eitt herbergið, alveg eins og hin. 

Nasubi andvarpaði bara og fór úr öllu. Þá hrundu veggirnir og Nasubi fattaði að hann var í miðju stúdíói með mörg hundruð áhorfendum allt í kring. Grínið var búið.

Nasubi átti erfitt með að halda uppi samræðum og klæðast fötum næstu mánuðina en virðist að öðru leiti hafa sloppið þokkalega heill út úr þessu rugli. Þátturinn heitir Susunu! Denpa Shōnen og þar hafa keppendur lent í allskonar öðrum mannraunum, engum þó eins frægum  og Nasubi.

Hér er „best of“ Nasubi:

Völvuspá 2016

28 Des

1a70d0af0ae64a6d22eb5886786a9abc

Sonar, Secret Solstice, ATP og Iceland Airwaves verða á sínum stað í prógramminu. Nokkur rosanöfn koma til landsins önnur en Justin Bieber (það verða engir aukatónleikar með honum). Meðal stórstjarna verður söngkona sem átti vinsælt lag um regnhlífar og gömul ensk hljómsveit sem sló í gegn með lagi sem þeir þola ekki lengur, enda engin kríp.

Yrsa og Arnaldur eru þegar byrjuð að hugsa um næstu bók sem kemur svo út fyrir jólin með tilheyrandi uppslætti. Báðar verða metsölubækur.

Ríkisstjórnin verður með allskonar rugl og Vigdís Hauksdóttir gerir ýmsar gloríur. Fylgi Pírata helst stöðugt í skoðanakönnunum.

Það verður bæði lækað og rítvíddað á samfélagsmiðlum. Sífellt fleiri nenna þó ekki lengur þeirri tímaeyðslu sem fylgir þessum fyrirbærum.

Bubbi Morthens verður sextugur 060616. Búast má við öðrum stórtónleikum í Laugardalshöll. Ragga Gísla verður sextug 071016. Stórtónleikar í Hörpu, vonandi.

Fimmtugir verða: Kiddi Kanína, Þorvaldur Bjarni, Stefán Hilmarsson, Skúli Sverrisson og Alda Björk (Real Good Time). Búast má við tónleikum og öðrum hátíðarhöldum.

ÓRG bíður sig fram og verður forseti í 4 ár enn.

Ný hljómsveit, Eyjaskeggjar, slær í gegn á elliheimilum.

Það verður bæði gott veður og vont veður.

Hvað gerist eftir dauðann?

27 Des

Lífið og raunveruleikinn er allt hið undarlegasta mál. Allt byrjaði þetta á því að eitthvað fólk sem þú kallar foreldra þína hafði samfarir og þú komst sirka 9 mánuðum síðar. Síðan hefur lífið og raunveruleikinn verið það sem skynfæri þín skynja. Ef þetta fólk hefði ekki haft samfarir værir þú ekki til og þar að leiðandi ekkert líf eða raunveruleiki. 

Svo kemur að dauðanum. Ég hallast að því að þá verði allt eins og áður en fólkið sem bjó þig til bjó þig til, ekkert. Finnst það eðlilegasta tilgátan, en hún er auðvitað frekar leiðinleg. Maður vill ekkert fara úr partíinu. Bjartsýnt fólk hefur í gegnum aldirnar sett fram ýmsar tilgátur, mis gáfulegar. Á netinu er einhver gaur sem birtir topp 5 youtube myndbönd um allskonar hefí málefni. Hér er myndbandið hans 5 After life theories:

Ekki frekar en silfurskotta í baðkeri þekkir tölvu – eða ég skil hvernig farsíminn minn virkar – þekkjum við eða skiljum heiminn. Fólk er þó alltaf að færa út þekkingu sína. Topp 5 gaurinn tekur þetta ágætlega saman hér í innslagi um furðufyrirbæri í geimnum:

Ef þetta er alveg að sprengja á þér hausinn skaltu „koma niður“ og tékka á smá Houdini:

Eða þessa heimildarmynd frá BBC C4 um leikkonuna Louise Brooks:

Að lokum koma skilaboð frá David Lynch:

Allar plötur ársins og nokkrar sem sluppu

25 Des

Hrikalegt magn af plötum kom út á Íslandi 2015, eins og síðustu ár. Það er í raun fúltæmdjobb að fylgjast með þessu og þar kemur Bryndís Vilbergsdóttir sterk inn, því hún sér um Tón og myndsafn Landsbókarsafnsins. Allir sem gefa út plötur á Íslandi eiga að setja sig í samband við hana og koma efni sínu í safnið. Eftir 50 ár eða 500 geta framtíðar grúskarar fundið gott eldgamalt stöff á safninu.

Nokkrar fínar plötur sluppu í gegnum möskvann þegar maður var að setja sig í stellingar og velja bestu plötur ársins. Hér koma nokkrar sem eru allrar athygli verðar:

Hljómsveitin Skerðing frá Akranesi átti geðveikt lag, 30 krónur, á Snarl 4. Strákarnir syngja um nærumhverfi sitt og spila poppað pönk og rokk. Þeir gerðu plötu í fyrra sem heitir Gunnar. Subbulegt stuð hér á ferð og lög eins og „Hálfviti á sportbíl“ og „Akranes City Motherfuckers“ veita gleði og yl.

Strákur rétti mér heimalagan disk í myrkrinu á Eistnaflugi sem ég spilaði á vegum úti og gleymdi í hanskahólfinu. Þetta er sólópródjektið Seint og diskurinn heitir Saman, kraftmikil rafmúsík með svölu lofti. 

Tusk er spunagrúppa skipuð Pálma Gunnarssyni, Birgi Baldurssyni, Kjartani Valdemarssyni og Eðvarð Lárussyni. Þeir gerðu spunadiskinn Impro Fanatics sem huggar og sefar.

Vettlingatök er ný plata með Ælu, pönkgrúppunni skemmtilegu. Purrks aðdáendur ættu að sperra upp eyrun og velta sér upp úr þessu ilmandi taði.

Meira pönk og nú með Tuði, pönkgrúppu frá Rvk. Þegiðu! heitir platan, full af reiðu pönki og textum eins og „LÍN allt mitt líf“ og „Lífið er óhentugt“.

Léttúðugt popppönk og indí frá Sumum stelpum má finna á plötunni þeirra Summer Girls. Ba ba ra ra ra.

Ógeðs-ambient eru ær og kýr Barmaslapps frá Vogum, sem syngur um Gyllinæð, vítissóta og Sáðlát í bleyju á plötunni Getuleysi. Nálgist með varkárni eða fáið blóðnasir.

Raftónar útgáfan gaf út nokkra titla, þ.á.m. samnefnda plötu með Muted World með Muted. Flæðandi grúf og fegurð. 

Arnljótur í Ojba Rasta gerði tvær plötur á árinu, Úð og Til einskis. Ekkert döbb bara hugvíkkandi flæði.

Kuldasveitin Antimony setti fjögur lög á fóninn og kallaði OVA. Þar að auki kom lagið Purity Control. Allir í gothbátana!

Rennisléttur var Gunnar Jónsson Collider á plötunni Apeshedder. Plata sem rennur hjá eins og ferskvatnslækur að vori.

Double Slit Album með Japanese Super Shift (Stefnir Gunnarsson) er best varðveitta leyndarmálið. Poppað raf með opnum endi.

Hér að neðan er listi yfir útgefnar plötur ársins, en það vantar ábyggilega helling svo það má láta mig vita. Nú stendur útgáfan í 355 titilum.

A & E Sounds – LP

A & E sounds – a & e sounds – live at reykjavík art museum
A & E sounds – Parametric audio (ep)
A & E sounds — Russian.girls (ep)
Abominor – Opus: Decay
Agent Fresco – Destrier
Air of Apocalypse – Love is Rising
Alda Dís – Heim
All Day, Everyday – In a Galaxy, Far Far Away…
Andartak – Mindscapes
Andrés Þór, Jón Rafnsson og Karl Olgeirsson – Hátíðarnótt
Andsetinn – Void
Anna María – Hver stund með þér
Angelika Niescier + Hilmar Jensson + Scott McLemore – Broken Cycle
Anna Þorvalds – In the Light of Air
Annes – Annes
Antimony – OVA EP
Arnljótur – Til einskis
Arnljótur – Úð
Asdfhg – Steingervingur
Aska – Grátónar
Auxboys – Bleached goat
Axel Flóvent – Forest Fires EP
Ágústa Sigrún Ágústsdóttir – Stjörnubjart
Árnason & co. – Rispur
Árstíðir – Hvel
Árstíðir lífsins – Aldaföðr ok munka dróttinn
Áslaug Sigurgestsdóttir og Charles Ross – Þræðir – lindur sem kliða
Ásgeir Ásgeirsson – Tríó
Baggabandið – Landið mitt
Baggalútur – Jólaland
Bang Gang – The Wolves Are Whispering
Barmaslappur – Getuleysi 1
Bára Gísladóttir – Different Rooftops
Belleville – Le Dernier Baiser

Beatmachinearon – La Luna
Benoní Ægisson – Óður
Berglind Ágústsdóttir and friends – just dance / party angel
Biggi Hilmars – IMPACT (original soundtrack)
Biggi Nielsen – Svartur2
Bigital – 10 short stories
Billy Snowman – REVOLUTION
Bistro Boy – Lovin’ Life EP

Bistro Boy & Nobuto Suda – Rivers and Poems
Björgvin Gíslason – Slettur
Björk – Vulnicura
Björk – Vulnicura String Album
Björk – Vulnicura Live
Black Arc – Fate Made Me
Black Arc – Diamonds EP
Black Arc – Solitary Mortal
Black Arc – Abyss
Black Arc – Horse
Black Arc – Grieve
Black Valentine – Suburbian Jungle Woogie
Bobbi & Gvari – DANK SMOKE IT
Bootlegs – Ekki fyrir viðkvæma
Bootlegs – Live
Brilliantinus – That New Feeling
Börn – s/t EP
Bubbi & Dimma – Bubbi & Dimma
Bubbi & Spaðadrottningarnar – 18 konur
Buspin Jieber – We Came As We Left
Casio Fatso – Controlling the world from my bed
Caterpillarman – Draugatónlist
Caterpillarman – Deig
Caterpillarman – smjör
Caterpillarman – Mótel Ep
Caterpillarman – Hótel
Churchhouse Creepers – From Party to Apocalypse
Cybörg – Fretless
Dalí – Dalí
Daveeth – Mono Lisa
Daveeth – Acid Eclipse EP
Davíd Þór Jónsson – Improvised Piano Works II
Diddú – 60 ára
Dikta – Easy Street
Dimma – Guði gleymdir
Dísa – Sculpture
DJ Flugvél og Geimskip – Nótt á Hafsbotni
Dölli (Sölvi Jónsson) – Viltu vera memm?
Dr Gunni – Dr Gunni í sjoppu
Dulvitund – Lífsins þungu spor
Dynfari – Vegferð tímans
Dætur Satans – Dætur Satans IV
Early Late Twenties – Early Late Twenties EP
Einar Bjartur – Heimkoma
Einar Scheving – Intervals
Einar Jóhannesson o.fl.: Music for clarinet (tónlist eftir Áskel Másson)

Eldberg – Þar er heimur hugans
Elektrobear – Squaredsetzer
Ensími – Herðubreið
Erla Gígja – Nafnið þitt
Faces of the Walls – Faces of the Walls
Far9 – Nowhere
Finnbogi Pétursson – Tesla Tune
Fjallabræður – Hosiló
Fjólur – Hafþór Ólafsson syngur lög Guðmundar Guðmundssonar
Fonetik Simbol – Með vínyl að vopni
Foreign Land – Voice of a Woman
Fortíð – 9
Friðrik Ómar – Heima um jólin
Fræbbblarnir – Í hnotskurn
Frida Fridriks – Lend Me Your Shoulder
Fufanu – Adjust to the light EP
Fufanu – Few more days to go
Full Space – The Voyage
Geir Ólafsson – Just a Simple Man
Geirmundur Valtýsson – Skagfirðingar syngja
Gervisykur – SÆBORG
Gísli Pálmi – Gísli Pálmi
Gímaldin – Jól án landamæra 2015

Gjöll – The Background Static of Perpetual Discontent
Góli – Sporin í sálinni
Good Moon Deer – Dot
Grafir – Úr ofboði óværunnar
Grétar Örvarsson – Ellefu dægurlög

Grísalappalísa – Sumar á Gríslandi
Grísalappalísa – Syngur Stuðmenn
Gunman & The Holy Ghost – The Story of Radiate & Novocaine
Gunnar Jónsson Collider – Apeshedder
Guðmundur Pétursson – Sensus
Hafdis Bjarnadottir – Sounds of Iceland
Hafdis Huld – Barnavisur
Half-ovenfaced – Freezepoints
Halleluwah – Halleluwah
Halldóra Ósk Helgadóttir og Baldvin Snær Hlynsson – Á Vatnsenda
Háskólakórinn – Kvöldlokka

He Is She – He Is She ‘The Mind Has Mountains
Helgi Björnsson – Veröldin er ný
Helgi Valur – Notes from the Underground
Hera Björk – Ilmur af jólum
Herra Hnetusmjör – Flottur strákur
Hide your kids – Lovestories EP
Hildur Petra og Vigdís – Dragspilsdraumar

Hilmar Jensson – Broken cycle
Himbrimi – Himbrimi
Hindurvættir – Ómælistóm
Hjalti Jón – Eins og hindin þráir vatnslindir
HNRK – mjúkur EP
Hot Eskimos – We Ride Polar Bears
Hugi Jónsson – Heilög jól
Hugi Jónsson – Kvöldbæn

Hvanndalsbræður – Klappa ketti
Ibbagoggur – Kvartett/Onívatni/Orgel
Ingibjörg Azima – Vorljóð á ýli

Ingunn Huld – Fjúk
Íris Lind – Aðeins Þú
Japanese Super Shift – Double Slit Album
Jóel Pálsson – Innri

Jóhann Gunnarsson – Genematrix Perimeterstroke
Jóhann Jóhannsson – Sicario
Jóhann Jóhannsson with Hildur Guðnadóttir – End of Summer
Jón Hallur Stefánsson – Ex Libris

Jón Ólafsson & Futuregrapher – Eitt
Jónsson & More – No Way Out
Júníus Meyvant – EP
K. Fenrir – JGS
K. Fenrir – Longing for the deep
K. Fenrir – They have voices too
K. Fenrir – Desolate Eternity
K. Fenrir / The Dreaming Corpse (split)
K-tríó – Vindstig
Kalli Tomm – Örlagagaldur
Kammerkór Mosfellsbæjar – Mitt er þitt
Karl Hallgrímsson – Draumur um koss
Kef Lavík – Kuldinn er fínn

Kiasmos – Looped EP
Kiasmos – Swept EP
Kontinuum – Kyrr
Kórar Stóra-Núps- og Ólafsvallakirkna – Ó, syng þínum drottni : Sálmar séra Valdimars Briem

Krisson80 – Succession EP
Kristín Anna Valtýsdóttir – Howl
Kvöl – EPII
Kælan Mikla – Demos
Lára Sóley Jóhannsdóttir – Draumahöll
Lára Rúnarsdóttir – Þel
Leifur Gunnarsson – Húsið sefur / The House Sleeps
Leikfélag Akureyrar – Lísa í Undralandi
Leikhópurinn Lotta – Litla gula hænan
Leiksvið fáránleikans – Spilliefni
Lily of the Valley – Ghosts
Ljótu hálfvitarnir – Hrísey
Lockerbie – Kafari
Logn – Í sporum annarra
Loji – Bullandi í bílnum
Lord Pusswhip – Lord Pusswhip is Wack
Low Roar – Live at Gamla Bíó
Low Roar – Remix EP
Mafama – Dog
Mammút – River’s End EP
Máni Orrason – Repeating Patterns
María Ólafsdóttir – Unbroken (ep)
Maríanna Másdóttir – Aldrei ein

Markús & the Diversion Sessions – The Truth, The Love The Life
Meistarar dauðans – Meistarar dauðans
Memfismafían og Bragi Valdimar – Karnivalía
Michael Jón Clarke – Passíusálmar
Milkhouse – Paradís
Mikael Lind – Unsettled Beings
Minua – In Passing
Misþyrming – Söngvar elds og óreiðu
Mixophrygian – Mixophrygian
Momentum – The Freak Is Alive
Mosi Music – I am You Are Me
Mógil – Korriró
Mr Signout – I Got A Feeling
Mr. Signout – Planet Sherman
Mr Silla – Mr Silla
Muck – Your Joyous Future
múkk – vesimaailmankaikkeus
múkk – Andvari Næturinnar
Munstur – EP
MurMur – MurMur (Demo) Live JEA Iceland
Muted – Muted World
My Brother is Pale – Battery Low
Myrra Rós – One amongst others
Niðafjöll – Endir
Nína (Jónína Björg Magnúsdóttir) – Sungið fyrir svefninn : með mínu nefi

Nobuto Suda and Bistro Boy – Rivers and Poems
Nolem – Sögur frá Kosmata
Nonsubject – Silent Hill EP
Nonsubject – Disturbed Disorder EP
Nonsubject – Burden EP
Nonsubject – Xt EP
Nonsubject – Object EP
Nonsubject – Oxyhydrogen EP
Nonsubject – Eternity EP
Nonsubject – Locker EP
Nordic Affect – Clockworking
Norn – BÖRN: Vltima Permonvm Conea
Nornahetta – Entheogenic Effigy
Not a Crook – Not a Crook
Nýdönsk – Diskó Berlin Remix
Of Monsters And Men – Beneath the skin
Ólafur Arnalds & Nils Frahm – Live story love and glory
Ólafur Arnalds & Nils Frahm – Loon
Ólafur Arnalds & Alice Sara Ott – Chopin project
Ómar Guðjónsson og Tómas R. Einarsson – Bræðralag
Onsen – Kanaya Base
Ottoman – Heretic
Ozy – Dist¬ant Present
PeaceWorld – EP
Petur Ben – METALHEAD
Pink Street Boys – Hits #1
Placebo camera – Timancered suns
Poltercat – Phantomania
Posh Sunshine – Heliosheath
PoweredUp – ./../…/….
PoweredUp – Blasted
PoweredUp – Complex Dimensional Pattern
Pranke – Pranke EP
President Bongo – Serengeti
Ragnar Kjartansson / The National – A Lot of Sorrow
Rambelta – Event Matrix
Red Barnett – Shine
Reptilicus – Music for Tectonics
Ring Of Gyges – Ramblings Of Madmen
Roð – Draghreðjandi
Rúna (Kristrún Árný Sigurðardóttir) – Nú syng ég minn söng

Rúnar Þórisson – Ólundardýr
Rythmatic – Epilepsy
S S S O O O SOS – Untitled EP
Samaris – Silkidrangar Sessions
Secret Swing Society – Keeping the Secret
Seint – Saman
Shades of Reykjavik – SOR
Show Me Wolves – Between Man, God And False Idols
Sigga Beinteins – Á hátíðlegum nótum: í Eldborg 6. desember 2014
Sigrún Eðvaldsdóttir ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands – Fiðlukonsertar

Sigtryggur Berg Sigmarsson – So Long
Sigtryggur Berg Sigmarsson & BJ Nilsen – Avantgardegasse
Sigur Rós, Hilmar Örn Hilmarsson and Kjartan Holm – Circle
Sigurgeir Sigmundsson – Sigurgeir Sigmundsson
Sigurður Flosason – Daybreak
Sigurður Flosason – Lady Day
Sigurður Flosason og Hans Olding – Projeto Brasil!
Sinfóníuhljómsveit Íslands – Jólalög

Singapore Sling – Psych Fuck
Skarkali Trio – Skarkali
Skerðing – Gunnar
Skurken – Nónfjall
Skúli mennski – Tíu ný lög sem gætu breytt lífi þínu í engri sérstakri röð
Smári Tarfur Jósepsson – Son of the Wind
Sniglabandið – Íslenskar sálarrannsóknir
Snorri Jónsson – Nornanótt
Solar – Solar EP
Sonord – The Moon Was Arriving
Sóley – Ask the deep
Sóley – Don’t Ever Listen EP
Stafrænn Hákon – Eternal Horse
Stein Thor – Skuggaskil
Steve Sampling – Malarkey
Stórsveit Reykjavíkur / Jóel Pálsson – Innri
Sturla Atlas – Love hurts
Sturla Atlas – These days
Subminimal – Sinian
Sumar stelpur – Summer Girls
Sunna Gunnlaugs – Cielito Lindo
Supsy – Worldspread Before
Svavar Knútur – Brot
Svavar Knútur – Songs of Weltschmerz, Waldeinsamkeit and Wanderlust EP
The Cocksuckerband – It’s the cocksuckerband
The Goldilox Gangbang Conspiracy – Straight Outta Suburban Middle Class America
The Pollock Brothers – Here Ya Go!
Thor – Consequences
Toska – Toska
Tófa – Fleetwood Max
Tommi – Trouble
Tonik Ensemble – Snapshots
Tranquil – 20 Years Too Late

Trúboðarnir – Óskalög sjúklinga
Tss – Meaningless Songs
Tusk – Impro Fanatics
Tuð – Þegiðu
Two Toucans – Shame EP
Ultraorthodox – Vital Organs
Unnur Sara – Unnur Sara
Untitled2Music – Untitled2Music ‘Red’ [RFRT014]
Urðun – Horror & Gore (demo)
Úlfur Úlfur – Tvær plánetur
Úrhrak – Kvikindi
Vald – Vald
Vagina Boys – Icelandick
VAX – It’s all been done
Vestanáttin – Vestanáttin
Vintage Caravan – Arrival
Vök – Circles
Waves Consuming Sea – Pure Manifest Wisdom
World Narcosis – World Coda
Yolo Swaggins and the Fellatio of the Bling – D&D er sexy
YWXN – HIRA extract
Ýmsir – Ég þarfnast þín
Ýmsir – Helga Vol. 5

Ýmsir – Höfnin hljómar
Ýmsir – Iceland Whatever Vol. 1
Ýmsir – Lady Boy Records 009
Ýmsir – Lögin hans pabba: uppáhalds sjómannalög Páls H. Pálssonar
Ýmsir – Myrkramakt
Ýmsir – NonYoBiz
Ýmsir – Sól í heiði

Ýmsir – Söngvakeppnin 2015
Ýmsir – Úlfur, úlfur (söngleikur eftir Einar Viðarsson)

Ýmsir – Vánagandr
Ýmsir – Vestar #1: music from the west
Ýmsir – Vísnagull: vísur og þulur fyrir börn í fangi
Ýmsir – Without Chemicals, He Speaks… A Tribute to Twin Peaks
ZAKAZ – Myrkur og Dauði
Þ Kollektiv – Þ3 Netlabel Day 2015
Þoka – Þoka
Þorkell Söebeck Olgeirsson – Grace of a Mediocre Gesture
Þorsteinn H. Árbjörnsson – Draumalandið no1
Þorsteinn Magnússon – Leit
Þór Breiðfjörð – Jól í stofunni
Þórir Georg – I am the champions
Þrír – Allt er þegar þrír er
Æla – Vettlingatök

Gleðileg jól!

24 Des

jol2015
Kæru vinir til sjávar og sveita: GLEÐILEG JÓL! Megi 2016 verða jafn æðislega frábær og öll hin árin.

2014
jol14
2013
jolin2013
2012
jola2012
2011
jolin2011
2010
jola2010
2009
jolin09
2008
jola08adf
2007
jola07
2006
jol06
2005
jol2005
2004
jol2004
2003
jola03

Hver er besta platan 2015?

23 Des

Hver finnst þér vera besta íslenska plata ársins? Kjóstu. Þetta eru reyndar bara 15 plötur og ég bið forláts ef ég hef gleymt einhverju merkilegu.
KOSNINGU LOKIÐ

Jólapopppunktur á annan í jólum

23 Des

Á annan í jólum, á milli klukkan 14 og 16, sláum við Felix upp sérstökum Jóla-Popppunkti á RÁS 2. Spurt verður út í jólatónlist. Fjögur lið keppa. Fyrst koma tveir stuttir leikir og svo einn lengri úrslitaleikur í lokin. Hver verður Popppunkts-meistari Jólanna 2015? Fylgist spennt með. Liðin fjögur eru þessi:

2015-12-16 13.25.52
Friðrik Ómar og Hera Björk keppa við KK og Ellen í fyrsta leik.
2015-12-16 13.26.40

2015-12-16 14.09.12
Gummi og Kalli Baggalútar keppa við Bó og Stefaníu Svavarsdóttur í öðrum leik.
2015-12-16 14.12.23

??? keppir við ??? í úrslitaleik og ??? sigrar. Kemur í ljós á annan í jólum!

Tíu atburðir 2015

23 Des

bubbiorm
Bubbi borðar orm og reynir svo að kúka honum aftur út.

AR-151139899
Almar kúkar í kassanum.

848148
Björk með grímu og lífleg til augnanna.

pinkgeuser
Sílemaður strokkaði Strokk með bleikum lit. Það hlýtur að vera í lagi með Strokk því ekki hafa margir hneykslast yfir þessu síðan þennan hálftíma sem hatrið gekk yfir þennan gullfallega gjörning.

thefallrektor
Aðdáandi The Fall verður háskólarektor. Enn er von!

ap282435178697 (1)
Jói Daisy stendur sig.

Justin-Bieber-Ill-Show-You2
Justin Bieber veltir sér upp úr alíslenskum mosa. Mikil hætta er talin á víðtækum mosaskemmdum næsta sumar þegar tugþúsundir Bieber-aðdáenda flykkast á mosabreiður landsins til að leika eftir mosaleikinn.

hinsch-jonvalur
Útlendingur – ÚTLENDINGUR!!! – les veðurfréttirnar með hreim – HREIM!!! Mikil fjölgun í skipsströndum í kjölfarið.

frettatiminn-disa
Hver er Eva Magnúsdóttir? Hverjum er ekki sama?

V2-150809708
Kleinuhringir slá í gegn. Frekar ógeðslegt stöff samt.