Sarpur | september, 2013

Hjaltalín spilar undir mynd

30 Sep

Bandaríski leikstjórinn Ani Simon-Kennedy frumsýnir mynd sína, Days of Gray, á RIFF núna á föstudaginn 4. okt. Myndin var tekin upp á Íslandi og er þögul. Henni er lýst svona:

Days of Gray er tímalaus uppvaxtarsaga ungs drengs. Hetjan okkar hittir stelpu með skringilega stökkbreytingu í andlitinu sem lifir í einangrun. Er þau yfirvinna ótta sinn gagnvart hvoru öðru myndast óvenjuleg vinátta á milli þeirra.

Öll tónlistin í myndinni er frumsamin af Högna og félögum í hljómsveitinni Hjaltalín, að sögn sem virðingarvottur við tíma þöglu myndanna. Hjaltalín ætlar einmitt að spila undir myndinni læf núna á föstudaginn og verður það í fyrsta og líklega eina skiptið sem það verður gert. Sýningin/giggið verður í Gamla bíó þar sem þessi háttur var einmitt hafður á fyrir tíma talmyndanna. Þá voru tveir hljóðfæraleikarar eða svo í gryfjunni og notuðu spegil til að sjá hvað var að gerast á tjaldinu.

Hér má kaupa miða á þetta einstaka gigg (2900 kr / 2400 kr fyrir passahafa) og hér er komið lag frá Hjaltalín úr þessu verkefni, At the Amalfi

Eftir giggið verður RIFF-fögnuður á Borginni þar sem meðlimir Hjaltalín sjá um skífuþeytingar. Days of Gray verður svo sýnd einu sinni enn, í Háskólabíói á laugardaginn kl. 16 þar sem leikstjórinn svarar spurningum úr sal eftir sýninguna.

Eðalbíó: Róbert Douglas snýr aftur

26 Sep


Já góðan daginn! Þá er það stóri dagurinn, RIFF byrjar í dag. Stútfull dagskrá af eðalræmum og um að gera fyrir allt hugsandi fólk að kynna sér úrvalið á riff.is eða með því að næla sér í bækling (liggur út um allan bæ). Nú eða koma í upplýsingamiðstöðina í Tjarnarbíói.

Opnunarmyndin er This is Sanlitun, nýjasta mynd Róberts Douglas. Hann gerði eina albestu mynd lýðveldisins árið 2000, hina stórfenglegu Íslenski Draumurinn þar sem „Tóti“ fór á kostum sem hinn sanníslenski lukkuriddaralúser. Þessi týpa gengur nú aftur í Kína (landi tækifæranna í dag) í myndinni This is Sanlitun (Sanlitun er hverfi í Peking). Þetta er fyrsta mynd Róberts á ensku og var frumsýnd á TIFF (Toronto) fyrir nokkrum vikum. En sem sé frumsýning á Íslandi í kvöld. Einhvers staðar sá ég skrifað um myndina að hún væri útkoman úr því ef meðlimir Spinal Tap hefðu ákveðið að fara út í viðskipti frekar en þungarokk á tímum fyrstu Woody Allen myndanna… Það er alveg ásættanleg lýsing til að kveikja á áhuga-hreyflunum manns. 

Eðalbíó: pönkfrumkvöðull og hommaklám

24 Sep

Ein myndin á RIFF heitir Gerontophilia, eða Gamlingjagirnd á íslensku. Hún fjallar um ungan mann sem hrífst af gömlum körlum. Myndinni hefur verið líst sem „gay-útgáfunni af Harold & Maude“.

Leikstjórinn Bruce LaBruce er mikið legend í bæði homma- og pönkheimum, því hann mun ásamt vini sínum hafa skapað hið svokallaða Queercore: þar sem pönk og „öðruvísi lífsstíll“ rann saman á 9. áratugnum.

Bruce fór svo út í kvikmyndagerð og hefur verið að gera tvær útgáfur af myndum sínum: Eina listræna, aðra hardkor hommaklám. Þetta er frekar extrím stöff eins og kemur í ljós ef þú prófar að mynda-gúggla nafn leikstjórans. Ekki kenna mér um það samt ef þú verður fyrir áfalli af því að sjá allar þessar standpínur. Beindu frekar máli þínu til leikstjórans því hann kemur og verður með Q&A á eftir sýningu Gamlingjagirndar í Háskólabíói 30. sept kl. 21:30.

Gamlingjagirndin er annars sauðmeinlaus og engin hardkor útgáfa til, það best ég veit. Hér er smá sýnishorn:

Eðalbíó: Danskt suddakynlíf

24 Sep


Kynlíf, eiturlyf og skattar – eða Spies & Glistrup eins og Danir kalla hana – er söguleg mynd um tvo alræmda Dani, stjórnmálamanninn Glistrup og ferðaskrifstofukónginn Spies, og vináttu þeirra. Þetta er períódumynd frá suddalegri períódu sixtís og seventís, allt vaðandi í kynlífi og eiturlyfjum, tja, eins og nafnið bendir til. Eins og skeggvöxtur Spies segir til um var hann með Howard Hughes geðveikis tendensa og því má segja að myndin sé eins og  danskt sambland af Aviator og Boogie Nights.  Myndin er sýnd á RIFF eins og haugur af öðrum eðal. Veislan hefst á fimmtudaginn…

Eðalbíó: Sænskar stelpur spila pönk 1982

23 Sep


Lukas Moodysson er algjör snillingur eins og Fucking Amal, Til sammans og Lilya 4-ever eru til vitnis um. Nú er hann að koma á RIFF með glænýja mynd, Við erum bestar! sem fjallar um pönkstelpur í Svíþjóð 1982. Af treiler að dæma er þetta algjör fíl-gúddari og möst sí. Lukas er einn af heiðursgestum RIFF í ár (þetta veit ég af því ég er að vinna hjá RIFF í plögginu) og fær sérstök heiðursverðlaun (Verðlaun fyrir framúrskarandi listfengi) frá Hr. Borgarstjóra á föstudaginn.

Svíin góði situr svo fyrir svörum á eftir Við erum bestar! sem hefst kl. 18:15 á laugardaginn og verður með svokallaðan Masterklassa í Tjarnarbíói kl. 12 í hádeginu núna á föstudaginn. Það er ókeypis inn á masterklassan og um að gera að mæta og heyra hvað meistarinn hefur að segja. Miðað við viðtölin sem birst hafa við hann upp á síðkastið er þetta gríðarlega hress náungi.

Allt sem þú vilt vita um RIFF er svo á riff.is og í upplýsingamiðstöðinni í Tjarnarbíói.

Eðalbíó: Tónlistarmyndirnar á RIFF

19 Sep

Í dag er vika í RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík.  Á þessari tíu ára afmælishátíð er boðið upp á hvílíkt veisluborð að manni entist varla árið til að sjá þetta allt. En maður hefur 10 daga! Það því um að gera að byrja að undirbúa sig og hvaða staður er betri til þess en netið og dagskrá hátíðarinnar.

Músíkheimildarmyndir hafa oft verið áberandi á RIFF og í ár eru þrjár myndir sem falla í þennan flokk:


MISTAKEN FOR STRANGERS
Bróðir söngvarans í The National er þungarokkari og ekki alveg að ná bandi bróður síns. Hann er líka kvikmyndagerðarmaður og fær að fara með The National á túr.  “The funniest, most meta music movie since Spinal Tap,” segir Pitchfork!


Enzo Avitabile, Music Life 
Þetta er nýjasta mynd Jonathans Demme, sem gerði náttúrlega Talking Heads myndina Stop Making Sense (og Silence of the Lambs)! Þessi mynd fjallar um ítalska saxófónleikarann Enzo Avitabile og borgina Napólí.

http://vimeo.com/39627245
SOUNDBREAKER
fjallar um Kimmo Pohjonen, finnskan harmóníkusnilling og útúrflippaðan tilraunamann.

Sigur Rós í stórframkvæmdum í SA-Asíu

18 Sep

employee
Sigur Rósar aðdáendur í Malasíu eru hressir. Þar er stöndugt fyrirtæki sem heitir Sigur Ros. Ætli strákarnir viti af þessu?

Since 2001 Sigur Ros has been providing construction and support services including pipeline and structure installation, pipeline pre-commissioning and decommissioning services and leak testing services to the oil and gas industry in South-East Asia and East Africa.

Sigur Ros is the owner and operator of pipelay barge Arwana Satu. Arwana Satu is Malaysian Flagged and is based at Port Kelang, Malaysia. From our base in Port Kelang, Sigur Ros can provide the construction and support services to the region.

Hlustaðu á Emilíönu

8 Sep

emiliana-torrini-tookah
Á morgun kemur út platan Tookah með Emilíönu Torrini. Hana má nú streyma hér. Hér kemur fréttatilkynning á ensku:

‘Tookah’ will be Emiliana’s fourth album and follows 2008’s fantastically recieved ‘Me And Armini’. It sees Emiliana back in the studio with her long term producer / collaborator Dan Carey. This pedigree pairing of Emiliana’s songwriting and Carey’s sonic alchemy has already combined to world beating effect when they co-wrote/produced Kylie Mynogue’s hit ‘Slow’. 
‘Tookah’ is a hugely ambitious pop record -exemplified not least by first single ‘Speed of Dark’. 
It was conceived and written over the course of a 4 year period and was in part informed by Emiliana having become a mother for the first time. Emiliana felt a real freedom and the inspiration to make a aspirational synth pop album recorded with a new band, she even sought out a vintage 16 Voice Oberheim Synthesiser to be used on the recordings. Some additional writing contributions on the album came from band members Simon Bryt & Ian Kellett both of whom have played with Emliana throughout the years.
Title track ‘Tookah’ refers to a central notion of the album, ‘Tookah’ (a word of Emiliana’s own creation) is what she calls the only way to live in love, the essence of being that you are born with, the inner good and bad balanced, positive and negative, actuality, the union of self and a state of bliss. 
The track ‘Home’ was inspired by the other main theme involved on the record, that of the notion of returning home to Iceland, and was conceived as an ode to her son. It was borne out of a reoccurring vision Emiliana had during the run up to the album’s recording where she would repeatedly find herself standing by a massive frozen lake looking at a forest which she walked towards with a sense of trying to get home. But once in the forest she would feel lost, feeling acutely the sounds of the forest as peaceful, like a quiet room, beautiful, but then fireworks would start in the sky which turned into deep sea creatures, like neon jellyfish, swimming across the sky, she would then follow these with the sense that they were guiding her home. It was this vision, a celebratory, blissful theme and feeling that Emiliana would try to return to and attempt to capture within most of the album’s tracks. 
Emiliana works visually with sound, whilst recording the album, the studio was filled with smoke machines and toy lasers to create this otherworldly environment and a means of escape from the everyday. 
The dancing sequence in the 1987 Wim Wenders film ‘Wings Of Desire’ was a big inspiration as were Eric Satie (his old piano works), a old programme which Emiliana remembers seeing in Iceland called ‘Danish Lessons’ plus rather unexpectantly, ‘Snowflakes Are Dancing’ by Tomita (1974) the electronic classical record of Debussy interpretations.

„Tookah is when you feel yourself, the one you can always turn to. It is kind of the inner god I guess you feel when you have a feeling of everything being possible, when you feel happy, thankful and when you live from love. I call it Tookah.“ Emiliana Torrini

Lagið í Hulla

6 Sep

bb7t
Ég var ekki alveg sannfærður um ágæti HULLA eftir fyrsta þáttinn, en eftir þátt númer tvö er ég alveg kokgleyptur fyrir snildinni. Tónlistin í þáttunum er ansi sniðug og vakti athygli mína. Þetta er eiginlega bara brot úr laginu Aldamótaljóð með Bjarna Björnssyni spilað aftur og aftur.

Strákarnir stíla lagið reyndar á pabba Ragga Bjarna í kreditlistanum („Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar“) sem er rugl. Ég hef bloggað um Bjarna Björnsson (sjá hér og hér) af því hann er algjörlega óþekktur nútímafólki. Hann fær líka gott speis í Stuði vors lands, enda einn fyrsti „poppari“ landsins. Gott að hann fái nú smá sýnileika í Hulla.

BJARNI BJÖRNSSON – ALDAMÓTALJÓÐ (Halldór Gunnlaugsson) – Upptaka Berlín 1931

UPPFÆRT: Eitthvað virðist þessi besserwissun í mér hafa verið illa ígrunduð því framleiðandi Hulla, Hr. Sigurjón Kjartansson hafði samband: Staðreyndin er að þessi tiltekna útgáfa sem spiluð er í Hullaþáttunum er sannarlega flutt af Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar og er a.m.k 15 árum yngri en upptakan sem doktorinn gróf upp, enda geta menn heyrt muninn á versjónunum bæði í tempói og öðru. Ég er ekki viss um hver syngur en það er ekki víst að það sé Bjarni Björnsson. En þetta er vissulega sama lagið, en sumsé cover versjón af original útgáfu Bjarna Björns. Þetta veit ég því ég framleiði þættina og hef farið í gegnum allt ferlið. Og hana nú!

Hér kemur því rétt Hulla-lag!

Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar, Baldur Hólmgeirsson syngur – Aldamótaljóð

Lagið er á disknum Útvarpsperlur með Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar, sem ég á hérna upp í hillu og hefði betur skoðað áður en ég fór að þenja mig!