Sarpur | mars, 2016

Geggjuð plata verður að koma út!

30 Mar

9766d91a072e421ac57fd2afe6adb94f
Páll Ivan frá Eiðum er frámunalega góður popplagasmiður og safnar nú fyrir útgáfu plötu sinnar á Karolina Fund. Það eru þrír dagar eftir af söfnuninni og það vantar bara herslumuninn upp á! Ég mæli ekki bara eindregið með þessu heldur a.m.k. þrídregið. Hér er söfnunin.   

Hér er svo eitt af snilldar-popplögum Páls, Tinder on the Toilet. Toppnæs og toppsæti innan tíðar!

Páska-Popppunktur á Rás 2

23 Mar

Um páskana verður sérstakur Páska-Popppunktur á Rás 2 á milli klukkan 14 og 16. Átta hljómsveitir keppa í popp- og rokkfræðum þar til ein stendur eftir sem sigurvegari. Á morgun, skírdag, eru 2 leikir.

2016-03-16 14.19.06
2016-03-16 14.19.171. leikur: Risaeðlan – Agent Fresco!

2016-03-16 15.05.58
2016-03-16 15.06.192. leikur: Amabadama – Sísí Ey

Á föstudaginn langa kom tveir leikir til:

2016-03-16 16.20.39
2016-03-16 16.21.56
3. leikur: Úlfur úlfur – Reykjavíkurdætur

2016-03-16 17.09.332016-03-16 17.09.40
4. leikur: Dikta – Stop Wait Go

Á páskadag eru tveir leikir – undanúrslit. En á annan í páskum er bara einn leikur: úrslitaleikurinn sjálfur!

Fylgist spennt með. Hver vinnur?

Í sjónvarpinu í kvöld

20 Mar

gr_20160317_000308
Í kvöld á RÚV: Áttundi þáttur Popp- og rokksögu Íslands.

Á sama tíma á Stöð 2: Næst síðasti þáttur ÍSLAND GOT TALENT.

 

 

Breyttir tímar

13 Mar

Áfram verður haldið að rekja popp og rokksöguna í kvöld á Rúv og nú erum við að sigla inn í 9. áratuginn. Önnur eins uppstokkun hefur varla orðið í íslenskri rokksögu og þegar Bubbi Morthens mætti á svæðið og öskraði sig í gegn. 

Á Stöð 2 verður svo haldið áfram að skera niður í Ísland Got Talent. Aðeins 2 af 7 keppendum kvöldsins komast í úrslitaþáttinn þar sem barist verður til sigurs og 10 grjótharðar millur.

 

Popp og rokksagan heldur áfram

4 Mar

Á sunnudagskvöldið byrjar Popp og rokksagan aftur á RÚV. Við erum stödd á árinu 1975. Hljóðriti opnar og nýtt blómatímabil hefst. Plötur hrynja inn á markaðinn og margar af helstu meistaraverkum íslenska poppsins líta dagsins ljós: Stuðmenn, Spilverkið, Megas…

Alls verða nú sýndir 7 þættir í beit og verðum við þá komin fram á okkar dag. Takið því sunnudagskvöldin frá ef þið viljið línulaga poppsögu – svo má náttúrlega alltaf nýta sér Sarp og Tímaflakk.

Fyrsti ÍSLAND GOT TALENT í beinni verður svo sama kvöld á Stöð 2. Þá fáum við sjö geggjuð atriði en munum því miður þurfa að skera 5 í burtu með hjálp áhorfenda og símanna þeirra.