Páll Ivan frá Eiðum er frámunalega góður popplagasmiður og safnar nú fyrir útgáfu plötu sinnar á Karolina Fund. Það eru þrír dagar eftir af söfnuninni og það vantar bara herslumuninn upp á! Ég mæli ekki bara eindregið með þessu heldur a.m.k. þrídregið. Hér er söfnunin.
Hér er svo eitt af snilldar-popplögum Páls, Tinder on the Toilet. Toppnæs og toppsæti innan tíðar!