Sarpur | nóvember, 2012

Stuðið í stuði

30 Nóv

Stuð vors lands er í góðu stuði, þakka þér fyrir. Svona líka glimrandi góður dómur í Mogganum (besta blaðið!) í dag:
stud-mbl-domur
(Smella til að stækka)
Og svona líka helvíti gott tilboð á hlussunni um helgina í Nettó:
stud-netto
Eru ekki allir í stuði?

Út um gluggann á lest

28 Nóv

Það er hægt að flækjast um öll Bandaríkin í lestum á vegum Amtrak. Ég flúði íslenska naflakuskið (sem maður verður að gera einu sinni á ári til að drepast ekki úr leiðindum) og fór í nafla alheimsins (NYC). Þar hafði ég ekki efni á öðru en kitru á YMCA á 63. stræti. Dvaldi í 3 nætur, hitti vin minn KJG, gekk eins og óður maður upp og niður Manhattan og át á tveimur matsölustöðum. Delta Grill, sem segist vera með svona Louisana mat (Gumbo, Jambalaya o.s.frv. sem ég hafði aldrei smakkað). Þetta reyndist allt vera sæmilegar kássur en fokdýrar. Át líka á aðalpleisinu í Harlem, Sylvia’s, sem býður upp á „Soulfood“. Þar var fínasta kjúklingastöff í gangi og myndir af Obama að borða þar upp á vegg. Á leiðinni sá ég hinn sögufræga stað Apollo.

Frá NYC með lest til Montreal (Adirondack leiðin). Þeir segja á heimasíðu Amtraki að þetta sé „One of the Top 10 Most Scenic Train Rides in the World“, en nú hafði Sandy skolað öllum haustlitum út á hafsauga og allt var dálítið grátt og guggið. Þetta var samt alveg stórfenglega skemmtilegt og hér koma myndir sem ég tók út um gluggann:


Fréttir úr Músíklandi

24 Nóv


Stuðranturinn STUÐ VORS LANDS hefur nú fengið hljóðrænan félaga hjá Tónlist.is. Þetta eru sjö lagalistar sem skráðir notendur geta svolgrað í sig á meðan þeir lesa rantinn. 201 lag á sjö lagalistum – beisik.


Fjallabræður halda tvenna tónleika í Háskólabíói í dag, eina kl 17:30 og aðra kl 21:30. Með þeim á sviði verður Lúðrasveit Vestmanneyja og að auki gamalkunnir vinir, Magnús Þór Sigmundsson og Sverrir Bergmann. Miðar fást hér.

Þegar þú hélst að það gætu ekki komið fleiri góðar plötur út í ár koma fleiri góðar plötur út:


Hjaltalín – Letter to (…)
Eins og skratti úr svakalegasta sauðalegg í heimi kemur nú ný plata með Hjaltalín, sem akkúrat enginn var að bíða eftir, en akkúrat allir taka fagnandi. Hún heitir Enter 4 og er svaka fín. Smá Gusgusuð á því (eða eitthvað) og lágstemmdari en það konfektkassapopp sem boðið var upp á síðast. Ef það var útskorið barrokkborð er þessi finnsk hönnun.


Ómar Guðjónsson – Bankað
Gítarleikarinn Ómar Guðjónsson, sem hingað til hefur aðallega fengist við „djass“, kemur nú geysilega á óvart með sunginni sólóplötu, Útí geim, þar sem innihaldið er „popp“. Hér er fyrsta lag plötunnar, skelegt innlegg í umræðuna um aðbúnað á vinnustöðum. Ef fólk vill fleira í sama „vosbúð ungmenna á vinnustöðum“-gír mæli ég með bók Ólafs Gunnarssonar, Ljóst0llur. Ómar flækist nú um landið og boðar fagnaðarerindið með Jónasi Sig. Ég fann hvergi yfirlit yfir tónleikaferðina en það hlýtur að vera þarna einhvers staðar.


Dýrðin – Ísbirnublús
Dýrðin er í geðveiku dúndurstuði á glænýrri ofurpoppplötu, Gull og vitleysa. Ramones og Blondie og allur pakkinn fær hressandi poppgust í fangið í lagkökulandi – bæði á íslensku og ensku. Sveitin lék á Ísafirði í gær, en spilar næst á laugardaginn 1. desember í Dillon á Laugavegi. Þar hita Fivebellies upp.


Svo er það pönksveitin Buxnaskjónar frá Akureyri. Hún var að gefa út plötuna Hin sviðna jörð, sem hægt er að innbyrða í heilu lagi á Gogoyoko.

Ásgeir Trausti og Erpur saman

19 Nóv


Blaz Roca / Ásgeir Trausti – Hvítir skór
Hljómskálinn hefst aftur á fimmtudaginn. Að vanda leiða ólíkustu menn saman „hesta“ sína. Í fyrsta þættinum eru það undrabarnið Ásgeir Trausti og Kópavogsskunkurinn Blaz Roca sem taka saman Hvíta skó. Megasmellur, ei? Hei hó!

Hitti meistara i Montreal

14 Nóv

Er i Montreal. Hvern heldurdu ad jeg hafi hitt ut a gotu annan en songvarann i Pertti Kurikan Nimipäivät, sjalfan Kari Aalto! Og thad sem meira er: bandid er ad fara ad spila hjerna rjett hja mer a eftir!!!!!!!!!!

Ps: Thetta er i fyrsta skipti i meira en 11 ara bloggsogu sem jeg blogga annars stadar fra en heima hja mjer. Enda tilefnid gott!

Ferðaminningar

10 Nóv

Hér eru ferðaminningar mínar á þeim fína vef Túristi.is.

2012: Glæsilegt ár í plötuútgáfu

9 Nóv

Ég held ég sé ekkert að röfla út um vitlaust gat segi ég að 2012 sé mjög fínt ár hvað varðar plötuútgáfu á Íslandi. Það svoleiðis grasserar hér allt í mjög góðum plötum. Ég man allavega ekki eftir öðru eins. Ég hef gert glænýtt mixteip á 8tracks sem heitir

Best new Icelandic music – second half of 2012

Fyrir var mixið

Best new Icelandic music – first half of 2012

Spilist hátt.

Útgáfuteitið á Youtube

9 Nóv

Þá er komin vika síðan útgáfuteitið fyrir Stuð vors lands fór fram í Bókabúð Máls og menningar. Þótt ég segi sjálfur frá tókst þetta rosalega vel, þökk sé hinum stórfenglegu leynigestum. Giggið er nú komið á Youtube (allt nema uppistand Ara Eldjárns). Gæddu þér á þessu.

Að gefnu tilefni að gefnu tilefni

7 Nóv


Þetta var í svipaðri fornöld og „Gas gas gas!“ Nýlega hafði einhver æpt „Þú ert enginn fokking borgarstjóri!“ í ráðhúsinu. Það átti að úthýsa stuðinu á Sirkus og popparar spiluðu til að mótmæla. Það virtist allt á suðupunkti, en það var auðvitað morgunleikfimin miðað við það hestastera boot camp sem átti eftir að ríða yfir.

Ég gerði mótmælaplötuna Að gefnu tilefni í flippi og djóki – en samt ekki. Ég eyddi þessu óvart út af tölvunni minni en fékk þetta sent áðan. Að gefnu tilefni birtist þetta hér aftur. Tilefnin eru nefnilega alltaf voða mikið gefin.

Ad gefnu tilefni (Zipp fæll. Hlaðið niður og spilað í botni!)

Hvítir karlpungar tapa

7 Nóv


Obama forseti í 4 ár enn. Það er nú mun skárra en ef trúaði ógeðslega ríki smjörkúkurinn hefði komist til valda.

Talað er um að kverkatak hvítra miðaldra karlpunga á heiminum sé að líða undir lok – eða a.m.k. aðeins að minnka. Mikið er það nú gott, því hverjum er núverandi ástand heimsins öðrum um að kenna en hvítum miðaldra karlpungum með bindi?  Engum. „Svokallað“ hrun á Íslandi skrifast t.d. alfarið á hvíta miðaldra karlpunga (sjá sýnishorn á mynd hér að ofan) og þeirra hallærislegu viðhorfa til lífsins – „Ég á’ða, ég má’ða“.

En hvítir miðaldra karlpungar geta svo auðvitað verið alveg fínir líka.