Í poppmúsík á Íslandi má eiginlega segja að konur séu „komnar lengra“ en karlar, enda Björk heimsfrægasti Íslendingur í heimi og jafn mikilvæg ferðamannaiðnaðinum og sauðkindin, Laxness og Surteyjargosið til samans. Og svo eru það náttúrlega allar hinar konurnar. Konur hafa „náð þessum árangri“ í poppinu án sérstakra ráðstafana. Það hefur þó löngum verið ansi tómlegt popplega séð í kvennadeildinni, eiginlega engin kona tók þátt í Bítlinu hér og örfáar konur voru með í stuðbylgjunni seventís. Í dag myndi ég hins vegar segja að það væri 100% jafnrétti í poppinu (eða meira), svo mikið jafnrétti reyndar að fólk er eiginlega hætt að spá í því hvort kona eða karl er að gera eitthvað – það skiptir bara máli að það sé gott og skemmtilegt.
8tracks er helvíti skemmtilegt dæmi á netinu þar sem vonnabí dagskrárgerðarmenn getur búið til mix. Ég gerði 20 laga mix sem ég kalla Songs written and sung by Icelandic women af því þetta er svo internatjónal. Flest þarna er beisik og þarfnast ekki útskýringar, en ég skrifa smá extra við það sem ég tel þurfi að skýra aðeins betur.
1. Á morgun – Ingibjörg Þorbergs og Alfreð Clausen
Fyrsta popplag eftir konu sem hún syngur sjálf inn á plötu (78 snúninga, 1953)
2. Move Aside In Your Spandex Bab – Donna Mess
Hvar er Donna Mess? Afhverju er hún ekki að gera músík!!!???
3. New York boy – Gloss
Heiðrún Anna að gera mjög góða hluti!
4. Hljóma þú – Samaris
5. Biðin – Dúkkulísur
6. Operation – Magga Stína
7. Böring – Q4U
8. Beri-Beri – Tappi Tíkarrass
9. Jedi Wannabe – Bellatrix
10. The Night – Song for Wendy
11. Pretty Face – Sóley
12. Tomoko – Hafdis Huld
13. Lullaby – Vicky
14. Brostinn Strengur – Lay Low
15. I Should be Cool – Hellvar
16. Betri er limur en limlestir – Grýlurnar
17. Lost – Sigrún Harðardóttir
Af plötunni Shadow Lady frá 1976, sem er mikilsmetin hjá 70s söfnurum og selst ansi dýrt komi hún á markaðinn.
18. Í nýju húsi – Ólöf Arnalds
19. Heard It All Before – Emiliana Torrini
20. Fráskilin að vestan – Anna Vilhjálms
Þessi magnaði stuðslagari Önnu frá 1991 er eftir Kolbrúnu Hjartardóttur og hálfsystur hennar, Lindu Björk Sigurvinsdóttur. Ég veit því miður ekki mikið meira um þær, eða hvort eftir þær liggja fleiri meistaraverk. Held samt ekki og held líka að þær séu báðar látnar. Anna Vilhjálms (sem er ekkert skyld Ellý og Villa Vill) er hinsvegar sprelllifandi og verður með 50 ára afmælistónleika í Austurbæ þann 8. mars. Þangað er að sjálfssögðu algjör skyldumæting. Miði er með miðana.