Sarpur | febrúar, 2016

Krakkamengi á morgun

20 Feb

Krakkafjör á morgun kl. 10.30 í Mengi, Óðinsgötu 2. Ég og hljómsveitin EVA verðum gestaleiðbeinendur. Ókeypis inn!

Tilraunanámskeið í tónlistarsköpun fyrir krakka 4-6 ára í Mengi, Óðinsgötu 2. Námskeiðið er opið öllum krökkum á þessum aldri og þeim fullorðnu sem fylgja þeim.

Fyrirkomulagið er þannig að börnin koma með foreldrum/forráðamönnum sínum í Mengi á sunnudagsmorgni klukkan 10.30 og vinna í vinnustofu í u.þ.b. klukkustund. Að því loknu fer fram flutningur á afrakstri vinnustofunnar.

Benedikt Hermann Hermannsson, tónlistarmaður og kennari, leiðir Krakkamengi en í hvert skipti koma 2 tónlistarmenn úr ólíkum tónlistargeirum og vinna með þátttakendum. Kynna tónlistarmennirnir hugmyndir sínar og vinnuaðferðir fyrir börnunum og í kjölfarið leiða þeir börnin í gegnum það ferli að búa eitthvað til og semja með þeim tónlist sem svo verður flutt.

Í fimmtu smiðjunni, sem fram fer þann 21. febrúar, munu þau Dr. Gunni og Hljómsveitin Eva, skipuð Völu Höskuldsdóttur og Sigríði Eir Zophaníasdóttur, verða í hlutverki gestaleiðbeinenda. Benni Hemm Hemm, sem og gestaleiðbeinendur hans, gefa vinnu sína og er aðgangur ókeypis og opinn öllum börnum á aldrinum 4 til 6 ára sem og foreldrum þeira á meðan húsrúm leyfir en gert er ráð fyrir fullri þátttöku foreldra í smiðjunni.