Sarpur | ágúst, 2016

Bestu pönk-plöturnar

29 Ágú

punk25
Pönk. Hvað er pönk? Attitjúd og hröð, kraftmikil, reið og ögrandi rokktónlist. Ég var aðeins seinn í pönkið. Þegar Vísir birti fyrst fréttir af fyrirbærinu sem þá var orðið fjölmiðlafóður í Englandi gekk öll umfjöllunin út á hvað þetta væru hræðilegir menn, með grænar tennur og hrækjandi og blótandi. Mömmubarnið ég var ekkert að kaupa þetta og ég sagði við einhvern félaga minn að Mezzoforte og Dire Straits væru miklu betri, enda kynnu menn þar að spila á hljóðfæri. Ég var sem sagt svona FÍH vonnabí á tímabili. En, eins og ég hef margoft sagt, frelsaðist ég til pönks í Kópavogsbíói 1979 þegar ég sá Fræbbblana og Snillingana taka sándtékk og svo spila (Fræbbblarnir í læknasloppum, Snillingarnir í lopapeysum). Ó elsku pönkið mitt!

Hér kemur aspergen-aður listi yfir 25 bestu pönkplötur sögunnar, eins og mér finnst í dag og er þá mælt út frá endingu og innihaldi – ekki stöðluðum listum og „almennum“ sannleika. Youtube-linkar fylgja.   

25 The Rezillos – Can’t Stand the Rezillos (1978)
24 The Stranglers – Rottus Norvegicus (1977)
23 Richard Hell & The Voidoids – Blank Generation (1977)
22 Stiff Little Fingers – Inflammable Material (1979)
21 Crass – The Feeding of the 5000 (1978)
20 Dead Boys – Young, Loud & Snotty (1977)

19 The Damned – Damned Damned Damned (1977)
18 X-Ray Spex – Germfree Adolescents (1978)
17 Naked Raygun – Throb Throb (1985)
16 The Ruts – The Crack (1979)
15 X – Los Angeles (1980)
14 XTC – White Music (1978)
13 Big Balls & The Great White Idiot – Big Balls (1977)
12 Dead Kennedys – Fresh Fruits for Fotten Vegatables (1980)
11 Buzzcocks – Another Music in a Different Kitchen (1978)
10 The Stranglers – No More Heroes (1977)

09 The Saints – Eternally Yours (1978)
08 The Clash – London’s Calling (1979)
07 Bikini – Hova Lett… (1983)
06 The Undertones – The Undertones (1979)
05 The Clash – The Clash (1977)
04 The Ramones – The Ramones (1976)
03 The Sex Pistols – Never Mind The Bollocks, Here’s… (1977)
02 The Stooges – Raw Power (1973)
01 Fræbbblarnir – Viltu nammi væna (1980)


Töff kaggi #13

29 Ágú

Fátt er eins töff og svartur, gamall og gljáandi líkbíll. Íslenska orðið er líka töff, lík-bíll, bíll til að keyra lík. Segir allt sem segja þarf og án filters. Ekki dauða-bíll eða kistu-bíll, heldur lík-bíll. Lík er látin manneskja og bíll er bíll. 

Rakst á einn út á Granda. Svartur Cadillac. Nenni ekki að gúggla árgerð. Kagginn myndar hugrenningatengsl við The Adams Family og Screaming Lord Sutch. Djöfull væri maður töff í svona á rúntinum. Fyrst þyrfti ég náttúrlega að leggja bláa útivistarjakkanum og koma mér upp Singapore Sling lúkki. Blasta Frankie Teardrop út um gluggann.

Kannski í næsta lífi, aumingi. 2016-08-28 13.23.45
2016-08-28 13.23.582016-08-28 13.24.07

 

Bestu póstpönk-plöturnar

28 Ágú

drgunnipostpunk
Eftir að hafa lapið upp Bítlana síðan 1976 eða eitthvað, datt ég inn í það sem var kallað pönk eða nýbylgja. Ég hef dáldið verið að hlusta á þetta dót aftur, það sem hæst bar sirka 1977-1981 og hefur verið kallað „post-punk“ í seinni tíð, þótt maður heyrði þetta orð aldrei í gamla daga. Þar sem ég er óður í lista eins og aðrir tónlistaráhugamenn með snert af Aspergen kemur hér topp 25 listi yfir bestu póstpönk-plöturnar með Youtube linkum á allt heila klabbið. 

25 Crass – Penis Envy (1981)
24 Joy Division – Unknown Pleasures (1979)
23 Siouxsie and The Banshees – Kaleidoscope (1980)
22 The Stranglers – Black and White (1978)
21 Þeyr – Iður til fóta 10″ EP (1981)
20 The B-52’s – The B-52’s (1979)
19 The Cure – Faith (1981)
18 The Birthday Party – Junkyard (1982)
17 The Feelies – Crazy Rhythms (1980)
16 The Cramps – Songs the Lord Taught us (1980)
15 Fan Houtens kókó – Musique Elementaire (1981)
14 Pere Ubu – The Modern Dance (1978)
13 Fræbbblarnir – Bjór 7″ EP (1981)
12 Young Marble Giants – Colossal Youth (1980)
11 The Fall – Slates 10″ EP (1981)
10 Gang of Four – Entertainment! (1979)
09 The Slits – Cut (1979)
08 Suicide – Suicide (1977)
07 XTC – Go 2 (1978)
06 Purrkur Pillnikk – Ekki enn (1981)
05 Devo – Q: Are We Not Men? A: We Are DEVO! (1978)
04 Wire – Pink Flag (1978)
03 XTC – Drums and Wires (1979)
02 The Birthday Party – Prayers on Fire (1981)
01 Wire – Chairs Missing (1978)

Þeyr á tónleikum 1982

24 Ágú

jaz
Þeyr er ein besta hljómsveit Íslandssögunnar eins og allir vita. Þann 12. apríl 1982 spilaði bandið í Félagsstofnun stúdenta með Vonbrigði. Ég var mættur með tveggja rása kassettutæki sem ég hafði fengið lánað hjá Trausta og tók giggið upp. Sándið er kannski ekki eins og best verður á kosið, en þetta er samt fín heimild um gott læf band. Mig minnir að Magnús söngvari hafi verið borinn inn í líkkistu þegar giggið hófst, en annað man ég ekki svo obboslega gjörla frá tónleikunum.

Þegar hér var komið við sögu var Rokk í Reykjavík ný frumsýnd í Tónabíói og búið að banna hana innan 14 ára því sniff og hass kom við sögu í viðtölum við Bjarna Móhíkana og Bubba Morthens. Jaz Coleman úr Killing Joke var mættur á klakann og hljómsveitin Iceland tók skömmu síðar upp nokkur lög. Þetta er því meðal síðustu tónleika Þeysara áður en bandið leystist upp.

The Walk
Positive Affirmations
Zen (In the art of snobbery)
Current
Killer Boogie
???
Public
Blood
Homo Gestalt
Rúdolf

Þrjú fjöll

22 Ágú

Í sumar höfum við félagarnir gengið á þrjú fjöll. Við byrjuðum alltof seint, en nú eigum við brodda, svo faktískt getum við gengið árið um hring. Ef maður heldur þessum dampi ætti það að ganga eftir.

skjaldSkjaldbreiður (1066 mys) er sögufrægt ferlíki í Kaldadal. Eins og tröllskessubrjóst á hvolfi sem einhver hjó af. Eða kannski bara skjöldur. Upp á topp og 2ja tíma hjakk á grófu undirlagi. Enginn gróður að marki, bara möl, grjót og snjór. Auðveldast að fara yfir snjóinn. Uppi er risastór gígur sem hægt er að ganga hring um og sjá stórkostlegt útsýni í allar áttir. (3/4)

seljaSeljafell (571 mys) á Snæfellsnesi er fáfarið. Við höfðum það út af fyrir okkur. Þrír tindar eru á því, magnaðastur er Geirhnúkur sem er eins og geirvarta í laginu, en illkleifur svo við gugnuðum á því. Af Smjörhnjúk, hæsta tindinum, er stórkostlegt útsýni yfir allt nesið og bæði til Breiðafjarðar og Faxaflóa. Uppgangan er upp grasivaxna hlíð og ekki mjög krefjandi. Þegar upp er komið er létt tölt á milli tinda. Ágætis dæmi (3/4).

Eftir gönguna áðum við í Stykkishólmi, fórum í sund og átum í tveimur matsöluvögnum sem eru við höfnina (takk túristar). Annar selur fish & chips, hinn ís og allskonar. F&C með brakandi ferskum karamellu-frappósjínó var geggjaður endir á góðri ferð.

3hyrnÞríhyrningur (675 mys) í Fljótshlíð er glæsilegt fjall sem blasir við á leiðinni austur undir Eyjafjöll. Þetta eru söguslóðir Njálu, en Biggi reyndi hvað hann gat að kveikja áhuga okkar á Íslendingasögunum. Aldrei að vita nema maður sökkvi sér í þær, ég byrja allavega á trílógíu Einar Kárasonar. Fjallið er ekki erfitt, en reyndar í brattari kantinum svo maður fékk væga strengi. Útsýnið er geggjað en þokuslæðingur fokkaði því aðeins upp – Eyjafjallajökull blasti við okkur og það sást glitta í Þórsmörk, fegursta stað á Íslandi. Í andagtugt las Trausti Gunnarshólma eftir Jónas Hallgrímsson á toppnum. Þverhnípt er niður og hlíðarnar grasivaxnar svo þetta er allt hið tilkomumesta á að líta. Engan hittum við á leiðinni svo við áttum Þríhyrning í gær. (4/4)

Fljóthlíðin er ferlega flott svæði, ég hafði aldrei komið þarna áður. Gluggafoss, Nínulundur, Hlíðarendi. Við rúntuðum um slétturnar miklu í Landeyjum, sem eru hillbillíaðar og minna á USA. Tékkuðum á Bergþórshvoli. Át svo fínan þorsk í Eldstó café á Hvolsvelli og eftirrétturinn í Huppuís á Selfossi („Draumurinn“ er glæsilegur bragðarefur) Ó sú drottins náð heppni að vera á lífi og eiga heima á Íslandi.

Helvítis túristar

19 Ágú

2016-08-18 16.18.15
Túrismi er síld samtímans. Einu sinni fylltist allt af síld og afhafnamenn komu upp síldarverksmiðjum um landið. Þá var hamagangur á síldarplönum og pöbullinn fékk djobb. Svaf jafnvel standandi í uppgripunum miklu. Nú hefur allt fyllst af túristum og athafnamenn koma upp hótelum um allt land og borg. Nú eru uppgrip og pöbullinn fær djobb í lobbíum og við herbergjaþrif. Lobbíin eru síldarplön samtímans.

Síldin hvarf og verksmiðjurnar hafa grotnað niður síðan. Í Ingólfsfirði, Djúpuvík og Hjalteyri standa verksmiðjurnar og láta tímans tönn jappla á sér. Hótelið á Djúpuvík selur inn í verksmiðjuna þar og er með leiðsögn. Á Hjalteyri hafa verið haldnar listsýningar. Þegar ég kom síðast (og í eina skiptið) í Ingólfsfjörð var ekkert að gerast í gömlu verksmiðjunni. Maður gat enn gluggað í gamalt bókhald sem lá í möppum. Svona þéttbýlishnignun –  Urban decay – er heillandi. Það er fullt af liði sem gerir sér sér-ferðir til að vafra um hnignunarsvæði. Urban exploration er það kallað. Íslensku eyðibýlin eru partur af þessu, ég væri fyrir löngu búinn að fá mér allar eyðibýlabækurnar ef ég tímdi því.

Nú ætla ég ekki að vera með einhverja svartsýni, en hvað ef túristarnir hyrfu eins og síldin? Ef engir kæmu nema eldfjallaþjóðverjar í lopapeysu með sykurmola í vasanum og Westur-Íslendingar að leita upprunans? Ég býst við að nærtækast væri að leysa húsnæðisvanda almennings með aflögðum hótelum.

Margir kvarta nú sáran yfir túristatorfunum sem flæða yfir landið, í alltof miklum mæli miðað við innviði landsins. Meira að segja túristarnir sjálfir kvarta. Það er alltof mikið af túristum hérna, sagði túristinn. Ég skil ekki afhverju ekki er fyrir löngu búið að koma upp einhverri beinni tekjuöflun í sambandi við þetta. Ég þarf að borga 20$ þegar ég fer til USA (ESTA dæmið) og læt það ekki stoppa mig. Það myndi ekki nokkur maður láta 2000 krónu komugjald (eða hvað það væri) stoppa sig í að koma hingað. Milljón túristar gera tvo milljarða. Er ekki hægt að koma upp nokkrum klósettum fyrir það? Jafnvel einum, tveim göngustígum? Jafnvel breikka vegi (fáránlegt að það sé ekki tvíbreitt báðu megin frá RVK til Borgarness og RVK til Vík). Útrýma einbreiðum brúm á hringveginum. Afhverju er ekkert gert? Hvaða sinnuleysi er þetta árum saman? Er svona leiðinlegt í vinnunni hjá þeim sem eiga að sjá um þessi mál? Allir í kvíðakasti og depurð? Komugjöld strax og ekkert kjaftæði. 

Frá því í maí hef ég verið með puttann á púlsinum. Ég fór að vinna í útivistabúðinni Fjallakofinn í hinu sögufræga húsi að Laugavegi 11 (útsalan byrjar á þriðjudaginn!) og er í torfunni miðri daginn út og inn. Ég er alveg að fíla þetta vel. Kúnnarnir eru sirka 90-95% túristar og flestallir mjög hressir (eins og maður er yfirleitt á ferðalögum). Allskonar fólk, allra þjóða kvikyndi. Margir að fara að hæka Laugaveginn og ef þeir spyrja hvar þeir geti verið sem mest í túristafríu umhverfi bendi ég þeim á Hornstrandir (og sel þeim kort, gaskút og sokka í leiðinni). Ísland er langt í frá sprungið þótt nokkrir staðir séu komnir að þolmörkum. Það er allt í lagi, ég er búinn að labba bakvið Seljalandsfoss, búinn að sjá G&G, Dyrhólaey, Jökulsárlón og búinn að fara nógu oft í Bláa lónið. Þegar við gengum á Seljafell á Snæfellsnesi um daginn sáum við ekki hræðu. Ísland er tómt að mestu fyrir utan nokkra bletti, sem maður skyldi forðast ef maður nennir ekki 20 rútum og 200 Kínverjum í halarófu.

Ég er mjög ánægður með lífið á Laugaveginum núna. Það er iðandi af fólki, nánast eins og stórborg erlendis. Ég man vel eftir því þegar enginn var þarna. Stemmingin á sunnudegi: Maður kom af mynd í MÍR, blaðadrasl fauk um eins og tumbleweed í kabbojmynd, eina lífið var í bílum sem silaðist niður rúntinn, doðinn eins og á auðu bílastæði við moll. Ég sé ekkert eftir þessari stemmingu þótt nostalgían sé fín.

Steinþór Helgi Arnsteinsson spurði nýlega á Facebook: Getið þið nefnt einhverja hluti sem eru afleiðing túristavæðingarinnar sem eru actually beneficial fyrir íbúa miðborgarinnar og Reykvíkinga almennt? KEX, matarmarkaður á Hlemmi, lokun Laugavegsins, Snaps, happy hour á öllum stöðum, uppbygging á Granda… hvað fleira?

Hér eru nokkur svör:

Fleiri veitingastaðir. Fleiri verslanir. Uppbygging miðborgarinnar. Aukin störf. Fjölbreyttari störf.

Það er skemmtilegra og áhugaverðara að fá sér göngutúr um miðbæinn.

Lokun Laugavegs gengur ekki upp sem jákvæð afleiðing nema honum yrði actually lokað, a.m.k. frá Barónsstíg. Það er bókstaflega ekki pláss til að ganga Laugaveginn frá Baróns upp að Vatnsstíg eins og sakir standa.
* Svokallad turista-svig!

Líf kviknar í úthverfunum því lókallinn heldur sig frá átroðningnum í miðborginni. Í framtíðinni fáum við vonandi litla skemmtilega „miðbæi“ víðar og góð kaffihús, pöbba og veitingastaði þar.
* Hugsanlega það besta við þetta alltasaman, Íslendingar eru farnir að sjá möguleikana í öðrum hverfum en 101.
* Algerlega. Lífið sem hefur kviknað í kringum Hlemm og upp í Hlíðar í austurátt og allt gúmmelaðið við höfnina í vesturátt hefur teygt verulega á bænum og heldur vonandi áfram að gera það í báðar áttir.

Fleiri tækifæri fyrir tungumálafólk. 

Íslensk hönnun selst betur og þar af leiðandi er betri grundvöllur fyrir því að starfa sem hönnuður (vöru og fata serstaklega)

Fleiri gestir á öldurhúsum borgarinnar, miðvikudagskvöld og sunnudagskvöld eru að virka betur fyrir eventa t.d.

Nauðsynlegt viðhald á allskonar húsum fær loks spark í rassinn. Pirrandi núna en verður nice þegar það er búið. Þangað til bólan springur og húsin byrja að drappast niður aftur.

Betra mataræði. Enginn getur borðað bæjarins bestu pylsur lengur útaf röðinni.

Fólk á öllum hornum að taka myndir og njóta – og það lætur mann líta oftar upp og njóta þess sem fyrir augum ber. Auðvelt að gera homeexchange !  Hærra íbúðarverð – ef maður vill selja.. Væri óskandi að almenningssamgöngur væru að lagast, bílar væru á leið út og það væri aukin samkeppni í vöruverði….

Auðveldara að selja upp miða á viðburði… Auðveldara að halda úti veitingastöðum… Raunverulega betri gæði í flestu..

Eftir nokkur ár getur maður farið til útlanda án þess að heyra „Wow, you’re from Iceland?!“.

Helvítis túristar! Þeir eru búnir að eyðileggja gömlu góðu draugaborgina mína.

 

 

 

Allskonar í eyrun

15 Ágú

filalag
Fílalag þeirra Bergs Ebba og Snorra Helga
er nú um stundir besta poddkastið hér á landi á. Þar fíla þeir Sprengjuhallarmenn eitt lag í einu og tala yfirleitt um miklu meira en bara það. Þetta er bráðskemmtilegt, „djúpt“ og safaríkt stöff sem aðeins sökkerar láta fara fram hjá sér.


Ein af plötum ársins er Vagg & velta með Emmsjé Gauta. Þetta er þriðja platan hans og engin spurning hans besta. Skothelt popp hipp hopp og hellingur af góðum lögum. Ég hlusta á hana á Spotify en hún er til á CD og krádföndað LP á leiðinni. Gauti er ungur hrútur svo textarnir hrútlykta all vel. Djammið og þynnkan, en nú er nokkuð um „allir vasar fullir af seðlum“-stemmingum, enda nóg að gera hjá Gauta. Enn einn vitnisburðurinn um að íslenska rappið er where it’s at núna.

Annar vitnisburður um það sama er Úlfur úlfur. Þeir hentu í smell fyrir næstu seríu af Orðbragði, sem hefst bráðlega. Hvílíkur metnaður! Afhverju fengum við ekki einhverja til að gera Popppunkts-lag þegar við byrjuðum síðast? Æ, of seint og FM Belfast búnir að vinna.

Það er ekki síst stórfínt við rappsenuna að nánast allir eru á íslensku. Enginn að láta sig dreyma um erlent meik. Þetta er rammíslenskt og heimabruggað fyrir heimamarkað. Þetta er tónlist samtímans. Í núinu.


Íslenska rappið er heldur ekki eintóna. Cyber er klofningsframboð úr Reykjavíkurdætrum  og Cyber hefur gefið út 8-laga ep-ið Crap (Spotify). Dáldið súrari bít og dulari fílingur  en gengur og gerist, en alveg suddagott stöff. Góðir textar – „Úti er andlit á glugga að rúnka sér“ er gull.


Læda slæda með Prinspóló er einn af betri smellum sumarsins. Hér er sungið um eitthvað sem allir kannast við. „It is funny coz it’s true“-dæmi. Gaman að segja frá því að lagið var frumflutt í 40. afmæli Kristjáns trommara í fyrra og ég var á bassa. 

Það barst bréf frá popppönk hljómsveitinni Suð. Hljómsveitin Suð er að fara að gefa út sína aðra breiðskífu í lok september (23.09) eftir margra ára hlé. Platan heitir Meira suð! og hefur að geyma 12 eðal indí pönk rokk lög. Albert Finnbogason sá um upptökur á grunnum og hljóðblöndun og Finnur Hákonarson sá um hljómjöfnun. Annað er verk Suðs og hjálparkokka.
Hér er aðeins um lagið „Á flótta“: „Öll gætum við þurft að leggja á flótta og leita skjóls annars staðar. Hvort sem það er vegna stríðsátaka, kúgunar, mengunarslysa eða náttúruhamfara. Lagið Á flótta er ærlegt 2 mínútna pönk rokk sem minnir okkur á þá einföldu staðreynd að það fólk og fjölskyldur sem eru á flótta í veröldinni í dag eru ekkert frábrugðin okkur hinum.“

Hlö. Át.

Gott grín á alnetinu

12 Ágú

Eftir ekkert svo ítarlega rannsókn hef ég komist að því að besta grínið á (íslenska) alnetinu sé um þessar mundir Twitter-tvít Finns vinnusíma hjá Denverslun og Tvitter-tvít Ungfrú Íslands. Kannski er mér að yfirsjást eitthvað stórfenglegt?

Úrslit Popppunkts 2016

11 Ágú

urslitpp16
Annað kvöld, föstudagskvöldið 12. ágúst, lýkur 9. seríu Poppunkts með því að Grísalappalísa mætir FM Belfast í úrslitaleik. Bæði lið hafa sýnt góð tilþrif og sullað út úr svörum við níðþungum spurningum um íslenskt popp og rokk. Það mætast því stálin stinn. Hér má sjá Grísalappalísu taka „Út á gólfið“ eftir Gylfa Ægisson. Í guðnabænum ekki missa af þessu!

 

Ofsagyrti Hr. ÓRG

7 Ágú

Birgir Baldursson leitar nú logandi ljósi að uppháum buxum. Hann er í uppreisn gegn samanteknum ráðum tískubransans um að allir eigi að vera í mjaðmabuxum. Ég er alveg sammála enda oft strítt heima fyrir fyrir að vera of uppgyrtur. Ég gyrði helst boli ofan í nærbuxur og svo vil ég hafa upphátt ofan á til að halda öllu í skorðum. Ég þoli ekki slappar nærbuxur þar sem allt lafir og maður klemmir pung þegar maður hjólar. Þetta er náttúrlega allt farið að lafa í ellinni og pungurinn ekki eins kókushnetu-stinnur og áður. Eru kannski til botoxsprautur til að stinna pung? Pungkítti fyrir heldri menn?

Hér má einmitt sjá okkur Bigga velgyrta í New York 1989. Ari er sennilega mjaðmaður á því enda of kúl fyrir ofsagyrt.
blessalicedonut1989

Í framhaldi af þessum pælingum birtist stórkostleg mynd á Facebook af fv. forseta vorum ofsagyrtum með Jónínu Ben og Dorritt á Esjunni. Ég sá strax von um nýja tíma ofsagyrtra.
olie

Nú er komið í ljós að myndin er fölsuð. Einhver snillingur hefur ofsagyrt Ólaf, en hann er þó sannarlega velgyrtur á upprunalegu myndinni.
13934779_10207936337939007_5506746129887507194_n

Eftir standa nokkrar spurningar sem gaman væri að fá svör við. Hver gyrti Ólaf svona ofsavel í brók? Hvenær var myndin tekin og við hvaða tilefni? Og síðast en ekki síst: Hvenær getur maður keypt almennilegar uppháar buxur í búðum, en ekki þetta mjaðmadrasl sem nú er allsráðandi?