Stanslausar fréttir berast af fjölgun vinýl-perra. Nú er enginn maður með mönnum nema hann eigi plötuspilara. Gamli vinýllinn er sjóðheitur en diskar eru að verða jafn glataðir og VHS spólur. Nema VHS eigi kombakk í nánustu framtíð („miklu lífrænni myndgæði í VHS-inu bla bla“)…
Lucky Records er á leiðinni að flytja í nýtt húsnæði við Hlemm (úr 67 fm2 í 300 fm2) og nú get ég glatt ykkur perrana með því að Trausti Júlíusson vinur minn er enn að selja vinýlplöturnar sínar. Þetta er funheitt eðalefni upp til hópa. Trausti hefur útbúið gríðarlega vandaðan lista sem áhugasamir geta velt sér upp úr. Listann má sjá hér. Neðst er svo emailið hans Trausta til að kaupa brakandi ferskt plast. Og það er sko alvöru plast en ekkert soya plast.