Archive | Uncategorized RSS feed for this section

Gleðileg jól!

24 Des

20161224_075010
Kæru vinir – Hugheilar óskir um gleðileg jól til sjávar og sveita.

Poppsagan á DVD!

18 Des

15418351_953819338051894_3246524175458615467_o

Allir þættirnir 12 fást nú saman á þremur dvd – glæsipakki sem er til sölu á eftirtöldum útsölustöðum: Heimkaupum (frí heimsending), Hagkaupum, Penninn-Eymundsson, Lucky Records, Smekkleysa Plötubúð og Tólf tónum. Skyldueign á hvert menningarheimili!

Bestu plötur ársins 2016

10 Des

bestu2016
Venju samkvæmt kemur hér persónulegur Bestu plötur ársins 2016 listi ársins. Líklega er ég að gleyma einhverju. Þetta er svona það sem ég hlustaði mest á og fílaði best. 

 1. Emmsjé Gauti – Vagg & velta
 2. Reykjavíkurdætur – RVK DTR
 3. Benni Hemm Hemm – Skordýr
 4. Bambaló – Ófelía
 5. Tófa – Teeth Richards
 6. Snorri Helgason – Vittu til
 7. Cyber is Crap – EP
 8. Suð – Meira suð
 9. Amiina – Fantomas
 10. GKR – GKR
 11. Ýmsir – Myrkramakt II
 12. Mugison – Enjoy!

Ég hlustaði líka á og fílaði eitthvað erlent – aðallega er þó gripið í hitt og þetta og ekki alveg haft tíma og athygli fyrir heilar plötur. Því get bara gert helmingi minni lista.

 1. Solange – A seat at the table
 2. The Avalanches – Wildflower
 3. Savages – Adore Life
 4. Anna Meredith – Varmints
 5. Pavo Pavo – Young Narrator in the Breakers
 6. Car Seat Headrest – Teens of Denial

Allt í allt var 2016 frekar tíðindalaust ár. Rappið náttúrlega í fínni uppsveiflu – mest að gerast þar – rokkið eins og eitthvað gamalt hjakk og lítið spennandi þar. En það eru breytingar í vændum, held ég. Ég hef fulla trú á að 2017 verði sterkt ár í músík. 

Mikið hjólað í á árinu

7 Des

04142014pennyfarthing
Miðað við dv.is og vísi.is var gríðarlega mikið um að einhver hjólaði í einhvern á þessu ári. Það mætti halda að 2016 væri hjól ársins, svo mikið voru menn og konur að hjóla í einhvern. Til upprifjunar eru hér nokkrar íhjólanir-ársins.

Björn Bjarnason hjólaði í Fréttablaðið (í dag)
Ingó hjólaði í Iceland Airwaves
Höskuldur hjólaði í Sigmund Davíð
Donald Trump hjólaði í allt og alla
Eiginkonan úr King of The Queens hjólaði í Vísindakirkjuna
Piana hjólaði í Söru Heimis
Guðjón Þórðarson hjólaði í KR
Einar Mikael töframaður hjólaði í Listamannalaunin
Páll Óskar hjólaði í Franklin Graham predikara
Helgi Hrafn hjólaði í Gústaf Níelsson
Karl Th hjólaði í Jónas Kristjánsson
Karl Th hjólaði líka í Gunnar Smára, Illuga og Eirík Jónsson
Vilhjálmur Birgisson hjólaði í Gylfa Arnbjörnsson
Kári Stefánsson hjólaði í ýmsa, þar á meðal Dag og Bjarna
Benedikt Viðreisn hjólaði í Frosta á Xinu
Árni Johnsen hjólaði í Ragnheiði Elínu
Sértakur hjólaði í Glitni
Sigurður Einarsson hjólaði í Eirík Jónsson
Skúli í Subway hjólaði í Fríhöfnina
Jón Gnarr hjólaði í Davíð Oddsson
Logi Bergmann hjólaði í „fýlupoka“
Benedikt Bóas hjólaði í umfjöllun Símans
Björgólfur hjólaði í Stundina
Þórunn Antónía hjólaði í Bubba
Heimspressan hjólaði í Sigmund Davíð
Forstjóri SS hjólaði í næringafræðinga
Sema Erla hjólaði í Bítið á Bylgjunni
Ásmundur hjólaði í Þórð Snæ
Björn Valur hjólaði í Ólaf Ragnar

Þetta er nú bara brot af þeim íhjólunum sem DV og Vísir buðu upp á í ár, en einnig má geta þess að Guðni Th hjólaði í leikskólann og ung stúlka hjólaði fyrir bíl.

Á degi íslenskrar tónlistar

1 Des

fullveldispunk2
Á degi íslenskrar tónlistar bendi ég á Fullveldispönk! í Hard Rock Café í kvöld. Við erum að tala um tvöfalt kombakk Jonee Jonee og Tappa tíkarrass, klassískt popppönk Fræbbblanna og nýrokk Suðs. Verður gjörveikt. Allir eru til í tuskið og bátana og hér má sjá Jonee Jonee æfa sig á dögunum. MIÐASALA Á MIÐI.IS

******

Á degi íslenskrar tónlistar bendi ég á Karolínusöfnun Heiðu og plötuna hennar FAST. 

******

Á degi íslenskrar tónlistar bendi ég á að 12 þátta-röðin Popp og rokksaga Íslands er enn í forsölu á 5000 kall hér. 3ja diska DVD-pakki er væntanlegur á næstu dögum. Pantið hér.

Tappi tíkarrass snýr aftur!

29 Nóv

tappi-eythor
Það hryggir Pönksafnið að tilkynna að vegna hjartaþræðingar Árna Daníels Júlíussonar munu bæði Taugadeildin og Q4U detta út úr áður auglýstri dagskrá Fullveldispönks!-tónleikana sem fara fram í Hard Rock Cafe nú á fimmtudagskvöldið 1. des. Pönksafnið óskar Árna góðs bata og vonast til að geta boðið upp á eðalböndin Q4U og Taugadeildina snemma á næsta ári.

Í staðinn munu hljómsveitirnar Suð og Tappi tíkarrass (!) koma fram. 

Suð er rokktríó sem sendi frá sér sína aðra plötu á dögunum – Meira suð – og er verðugur fulltrúi „ungu kynslóðarinnar“ á tónleikunum. Tappa tíkarrass þarf vart að kynna, en það er hljómsveitin sem Björk sleit unglingaskónum með og sló í gegn í Rokki í Reykjavík. Björk verður reyndar ekki með að þessu sinni, enda bara fáanleg í stafrænni þrívídd þessa dagana, og því mun upprunalegur söngvari Tappans, Eyþór Arnalds, sjá um söng og leikræn tilþrif. Þetta verða fyrstu tónleikar Tappa tíkarrass síðan hljómsveitin spilaði síðast í Safarí 1985.

Tónleikarnir 1. des hefjast kl. 22, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Dagskráin er eftirfarandi:
Fræbbblarnir 22:00 – 22:30
Suð 22:40 – 23:00
Tappi tíkarrass (í fyrsta skipti síðan 1985!) 23:10 – 23:40
Jonee Jonee (í fyrsta skipti síðan 1982!) 23:50 – 00:30

Miðasala er á midi.is og það kostar einungis 2000 krónur inn.

Latir bílaeigendur

26 Nóv

Það eru stórtónleikar í kvöld á HARD ROCK CAFÉ. Ég myndi alls ekki missa af þeim. Það eru enn örfáir miðar eftir hér: https://midi.is/tonleikar/1/9823/LEONCIE

Þar ætla ég að stíga á svið og syngja lög af plötunni ATVIK sem nú hangir uppi á MOKKA KAFFI og gerir það áfram til 1. des. Allar myndirnar/plöturnar eru seldar, nema tvær. Lögin sem ég ætla að flytja í kvöld eru:

1. Æska hans fór fram í þessu húsi
2. Ég er aumingi
3. Heilbrigð æska
4. Gunni kóngur
5. Gubbabitar
6. 5000 kall
7. Smurðageit
8. Pung
9. Bílaeigendur

Þau verða aldrei aftur flutt.

KRAKK & SPAGHETTÍ ætlar svo að leika sitt ljúfasta krúttrapp. 

mrlusty

Stjarna kvöldsins og aðalatriði er svo auðvitað Leoncie. Hún mætir með sjóðheita glænýja plötu, MR LUSTY (ég hannaði umslagið!) og flytur lög af henni auk bestu laganna af ferlinum. Þetta verður hreinlega stórkostlegt, enda hefur prinsessan verið dögum saman að sauma sviðsföt og pæla í sjóinu. Eftir gigg verður svo „meet & greet“ með Leoncie þar sem aðdáendum býðst að kaupa nýja diskinn og fá hann áritann. Hreinlega stórkostlegt kvöld í vændum…