Sarpur | september, 2022

Abbababb! textar & píanókennsla

24 Sep

Abbababb! kvikmyndin gerir það gott í bíó þessa dagana. Eðlilega. Frábær mynd hjá Nönnu Kristínu. Nokkuð er verið að hafa samband við mig til að biðja um texta og hvernig á að spila lögin. Ef við byrjum á titillaginu, þá gerði ég smá sýnikennsluvideó. Þess má geta að lagið gekk upphaflega undir nafninu Sundhetta Maós því mér fannst það svo kínverskt eitthvað.

Hér koma svo textarnir eins og þeir voru á geisladisknum 1997 – bara samt lögin sem eru í myndinni – og svo í restina tveir textar úr leikhús-útgáfunni, sem eru í myndinni. Textarnir eru allir eftir mig og lögin líka, nema Ó kisa mín, sem er eftir Heiðu. Ég nenni ekki að skrifa hljómana við lögin, þetta er allt voða einfalt og auðvelt að pikka þetta upp ef fólk kann smá.


Systa sjóræningi
Ú-hú!
Systa sjóræningi, sigli um á skipi
með gullhring í nefi, hún er sko hugrökk.

Systa sjóræningi
lenti í fárvirði
rétt slapp á gúmmíbáti því skipið það sökk.

Systu rak á galdraeyju
eins gott að Systa átti teygju-
byssu og var hörkutól
því á eynni heyrðust gasaleg gól.

Ú Ú – la la la la la la…

Þarna var gleraugnaslanga
með sprunginn botnlanga
fjólublár fíll á hól
og áll í bleikum kjól
risastór smákrakki
sat þarna í hásæti
með rosalega bleiu
og spilaði á munnhörpu.

Hvað ert þú að vilja hingað?
spurði smákrakkinn.
Skipið mitt sökk nú bara,
svaraði Systa.
Ja, nú bar vel í veiði,
sagði smákrakkinn.
Því ég var að enda við að gera á mig
og nú verður þú að skipta á mér.
Ég held nú síður!

Systa sjóræningi
hljóp í burtu á harðaspretti
Stakk sér og burtu syndi – hafið á enda.

Systa sjóræningi
siglir nú á öðru skipi
í nýju ævintýri – mun bráðum lenda.

Systa lenti á galdraeyju
og vildi ekki skipta um bleiu
Nei, nei, nei, nei, nei
blei, blei, blei, blei, blei.

Ú Ú – la la la la la la…


Hr. Rokk og fýlustrákurinn
Hr. Rokk hitti fýlustrákinn í strætóskýli um daginn. Hr. Rokk er alltaf í góðu stuði en Fýlustrákurinn ber sko nafn með rentu og er alltaf í fýlu. Þegar Fýlustrákurinn sá hvað Hr. Rokk var í góðu stuði fór hann strax að kvarta og kveina.

Ég vildi að ég væri sköllóttur
Þá gæti ég notað hárkollur
Og þyrfti aldrei að klippa mig
Og ekki að þvo mér um hárið.

Þetta leist nú Hr. Rokk ekkert á þetta og hann söng:

Heyrðu góði minn
mikið bullar þú í dag
má ekki bjóða þér upp á ís?
Eða viltu kannski éta það sem úti frýs?
Hér er kominn góður gestur
Já hann er hérna hjá mér sestur
og nú ætlar hann að taka gítarsóló… Úhú!

En Fýlustrákurinn fór aftur að kvarta og kveina:

Ég vildi að ég hefði engar tennur
Þá fengi ég gervitennur
Og þyrfti aldrei að tannbursta mig
Og fengi heldur ekki tannpínu.

Nei heyrðu væni minn
mikið ertu erfiður
má ekki bjóða þér bitafisk?
Eða viltu kannski frekar hafa tóman disk?
Hér er kominn annar gestur
Og þessi er sko langbestur
og nú ætlar hann að taka smá trommusóló… Úhú!

Jæja, hvað segirðu þá?
Mér finnst þetta alveg hundleiðinlegt!
Jæja, þú um það. Ég verð þá bara áfram í stuði
en þú áfram í fýlu.
Og vertu svo sæll og blessaður.


Rauða hauskúpan

Við erum nokkrir strákar í leynifélagi
við hittumst oft í viku í kofaræksni
leggjum á ráðin, spáum spilin í
þefum uppi glæpi, tökum okkur aldrei frí.

Hauskúpuhringana setjum putta á
þegar kallið kemur förum við á stjá
hírumst bakvið grindverk, njósnum bófa um
ef verða þeir okkar varir, til fótanna við tökum.

Rauða hauskúpan
er okkar leynifélag
mottó okkar er:
Einn fyrir alla!
Allir fyrir einn!
Hin rauða hauskúpa
mun glæpi uppræta!

Hu! Ha! Hu! Ha ha ha ha ha!

Við skríðum inn í garða og guðum glugga á
hjá nágrönnum sem eru dólgslegir að sjá
við njósnum um þá liggja á ljótum dívönum
Glápa á sjónvarpið og klóra sér í rassinum.

Við vonum að þeir fari að fremja stórglæpi
Að brugga bjór og landa, og önnur misferli
En það gerist frekar fátt, okkur finnst það algjört frat
Svo við læðumst að hurðinni og gerum dyrabjölluat.

Rauða hauskúpan
er okkar leynifélag
mottó okkar er:
Einn fyrir alla!
Allir fyrir einn!
Hin rauða hauskúpa
mun glæpi uppræta!

Hu! Ha! Hu! Ha ha ha ha ha!

Rauða hauskúpan
er okkar leynifélag
mottó okkar er:
Einn fyrir alla!
Allir fyrir einn!
Hin rauða hauskúpa
mun glæpi uppræta!

Hu! Ha! Hu! Ha ha ha ha ha!

Við skríðum inn í garða og guðum glugga á
hjá nágrönnum sem eru dólgslegir að sjá
við njósnum um þá liggja á ljótum dívönum
Glápa á sjónvarpið og klóra sér í rassinum.

Við vonum að þeir fari að fremja stórglæpi
Að brugga bjór og landa, og önnur misferli
En það gerist frekar fátt, okkur finnst það algjört frat
Svo við læðumst að hurðinni og gerum dyrabjölluat.

Rauða hauskúpan
er okkar leynifélag
mottó okkar er:
Einn fyrir alla!
Allir fyrir einn!
Hin rauða hauskúpa
mun glæpi uppræta!

Hu! Ha! Hu! Ha ha ha ha ha!

Ó kisa mín

Ó kisa mín
Ég man er ég fann þig
Þú varst köld og skjálfandi
Ó kisa mín
Ó kisa mín
Þú drakkst mjólkina alla
Svo lékum við saman tvær
Ó kisa mín

En mamma og pabbi
Þau vilja ekki hafa þig
Segja að hárin þín
óhreinki húsgögnin
Svo nú er ég hér
Alein í bíl við spítala
pabbi fór með þig
sagði að þú værir bara að fara að sofa

Ó kisa mín
lítil og doppótt
þú sleiktir á mér nefið
Ó kisa mín

Ó kisa mín
malar undir sæng
við kúrðum saman tvær
Ó kisa mín

Mamma og pabbi
vilja ekki sjá þig
segja að hárin þín
óhreinki húsgögnin
svo nú er ég hér
alein í bíl við spítala
pabbi hélt á þér inn
en nú kemur hann aftur
og hann heldur á þér, elsku kisa
og hann segir: Skítt með húsgögnin

Ó kisa mín
nú ertu hjá mér
við verðum alltaf saman
ó kisa mín.


Komdu út að leika

Mamma hans Halla
Kemur til dyra
Má hann Halli koma út?
Hann er að borða
Segir hún mamma hans
Hann er að borða ristað brauð
En viltu ekki koma inn og fá þér líka?

(Viðlag)

Við gleypum brauðið
Svolgrum kakómjólk
Stígvélin setjum lappirnar á
Niðri í fjöru
Er alltaf gaman
Við finnum dósir og skrítnar blöðrur
Og einu sinni fundum við heila rakettu.

Út á hauga
Förum við stundum
Tímum saman grömsum við tveir
Við finnum blöð og handónýt útvörp
Glerhart nammi og götótta skó
En einu sinni fundum við ryðgaðan hníf.

Komdu út að leika
Látum hugann reika
Teljum stjörnurnar og pælum í því
Hver stjórnar heiminum?
En von á geimverum?
Hvar endar himingeimurinn?
Æi, við vitum ekki neitt
Nema að Sirrý er sætust!

Liggjum lúnir
Á blautu grasi
Skýin hlussast himninum á
Étum hundasúrusamlokur
Reykjum njóla og hjört’okkar slá
Það er langbest að vera lítill, ligga ligga lá!


Meira diskó

Við viljum
meira diskó
meira diskó
ú hú hú hú.
Meira diskó…!

Allt er leiðinlegt og fúlt
við höngum tveir við skúlapúlt
og alla daga út og inn
hann malar þarna kennarinn.
Landafræði og danska
bla bla bla og algebra
skólinn hann er hvílík kvöl
en við eigum engra kosta völ.

Við viljum
meira diskó
meira diskó
ú hú hú hú.
Meira diskó…!

(Komdu með og vertu sætur,
hreyfðu þína fráu fætur.)

Allt er ömurlega skítt
aldrei gerist nokkuð nýtt
við slæpumst kókið þambandi
rosalega ógnandi.
Pínum ketti, krakka felum
hrekkjum, stríðum og stelum
við erum stóru strákarnir
já nú skaltu bara passa þig!

við viljum
meira diskó
meira diskó
ú hú hú hú.
Meira diskó…!


Ástin er rokk og ról

Stundum virðist allt komið klessu í
og margir gera sér rellu út af því
þeir ættu nú bara að fara í frí
eða í partí.

Fúlmenni og fantar voru komnir á kreik
og allt virtist komið í algjöra steik
en þá var Rauða hauskúpan ekkert smeyk
og stóð sko keik.

Ástin er rokk og ról
hún er okkar skjól
hún er okkar besti kostur.
Ástin er rokk og ról
við þörfnumst hennar alla daga í myrkri jafnt sem sól.

Þegar þú horfir á mig verð ég alelda
Sammála, augun þín eru olía
Nú er allt æðislegt, gjörsamlega
meira að segja algebra.

Ég var bjáni að sóa mínum tíma
í að slæpast og hanga og hrekkja og stríða
ég hef líka fundið ástina.
Ástin mín er að græða peninga – ha ha ha!

Ástin er rokk og ról
hún er okkar skjól
hún er okkar besti kostur.
Ástin er rokk og ról
við þörfnumst hennar alla daga í myrkri jafnt sem sól.

Og einu sinni enn!

Ástin er rokk og ról
hún er okkar skjól
hún er okkar besti kostur.
Ástin er rokk og ról
við þörfnumst hennar alla daga í myrkri jafnt sem sól.