Sarpur | október, 2014

Hrekkjavöku stuð

31 Okt

298615_10151225112026438_669041299_n
Hrekkjavaka er gott mál. Hvað sem brýtur upp hversdaginn er gott mál. Hér eru nokkur góð Hrekkjavökulög.


Bob Mcfadden & Dor – The Mummy. „Ég er múmía“ gengur nú ljósum logum í auglýsingu frá Ruby Tuesday, en þetta er orginallinn.


Kóver versjónið með The Fall er ekkert slor.


13 Hrekkjavöku-lög frá „jazz-öldinni“. Eðal efni.


Blóðrautt sólarlag, titillag Gunnars Þórðarsonar úr hrollvekju Hrafns Gunnlaugssonar. Eðal hryllings-diskó frá meistara Gunnari, því miður er þetta í mónó, en það er samt ekkert sóðó.


Q4U og Creeps. Pönkið átti slatta af hryllingi, Fræbbblarnir og „20. september 1997“, Purrkur Pillnikk og „Fullkomnun“ og jafnvel Þeyr og „Úlfur“.

Góðar hræðilegar stundir…

Árið er aftur í loftið

30 Okt

Poppnördaþátturinn ÁRIÐ ER er aftur á leið í loftið. Fréttatilkynning þar að lútandi:
Laugardaginn 4. maí 2013 fór í loftið fyrsti þátturinn í heimildaþáttaröðinniþáttaröðinni Árið er… Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum á Rás 2. Í þáttunum voru helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu, auk þess sem drepið var á helstu dægurmálum samtímans hverju sinni. Þættirnir voru á dagskrá í viku hverri út árið þar sem íslensku tónlistarárin 1983 til 2005 voru krufin til mergjar. Rykið var dustað af gömlum upptökum úr safni Rásar 2, auk þess sem boðið var upp á ný viðtöl við tónlistarmenn og aðra sem muna gamla daga.
Þegar kom að árinu 2002 var útgefið efni af íslenskri tónlist orðið það mikið að ákveðið var að hvert ár fengi tvo þætti uppfrá því en vegna niðurskurðar og uppsagna á RÚV undir lok árs 2013 var tónlistarárið 2005 það síðasta sem tekið var fyrir.
Í sumar var hins vegar ákveðið að halda þáttaröðinni áfram og sunnudaginn 2. nóvember kl. 16.05 fer fyrri hluti umfjöllunar um íslenska tónlistarárið 2006 í loftið og þættirnir verða á dagskrá til febrúarloka 2015 þegar fjallað verður um árið 2013. Hver þáttur er rúmlega 100 mínútur að lengd í útsendri dagskrá á sunnudögum kl. 16.05 og endurfluttur á þriðjudagskvöldum kl. 22.05 en boðið verður upp á 20 til 50 mínútur af aukaefni í viku hverri í sérstökum podcastútgáfum af þáttunum í Hlaðvarpi RÚV.
Árið 2006 er mikið umbrotaár í íslenskri tónlist og margir nýliðar sem eiga eftir að gera góða hluti síðar stíga fram – lognið á undan storminum. Risar á borð við Björk, Sálina hans Jóns míns, Hjálma, Pál Óskar, Mugison, Emilíönu Torrini, Gus Gus, Bubba Morthens og Sigur Rós eru ekki með nýjar plötur þetta árið þó tveir síðastnefndu flytjendurnir komi við sögu í 2006 þáttunum.
Lay Low, Pétur Ben, Toggi, Mammút og Hafdís Huld gefa öll sínar fyrstu plötur og við kynnum til leiks nýliða á borð við Hjaltalín, Sprengjuhöllina, FM Belfast, Ingó Idol (síðar Veðurguð) og Hermigervil.

Fyrirferðamestar eru þó umfjallanir um tvær raunveruleikastjörnur sem stela senunni þetta árið. Eurovisionævintýri Silvíu Nætur er áberandi í fyrri hlutanum sem verður frumfluttur á Rás 2 sunnudaginn 2. nóvember og Magni „Rockstar Supernova“ Ásgeirsson í seinni hlutanum.
Myspace kemur sterkt inn á veraldarvefnum. Lay Low er uppgötvuð þar og heimsfrægur erlendur upptökustjóri gerir hosur sínar grænar fyrir Diktu eftir að hafa kynnst tónlist þeirra á Myspace. Þá prýðir Íslenskt lag fyrstu auglýsinguna fyrir iPhone símann sem er kynntur þetta árið.

Auk þess er útrás Nylon í Bretlandi gerð skil, endurkoma Svölu Björgvins í danstónlistina rifjuð upp og sagt frá ævintýrum unglingahljómsveitarinnar Nilfisk svo fátt eitt sé nefnt.
Umsjónarmenn eru Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson með aðstoð Stefáns Jónssonar og Sigríðar Thorlacius.

Það er byrjað að gosa

30 Okt

Manni hefur svoleiðis verið haldið uppi á nýju gosi upp á síðkastið að marr er kominn langt aftur úr í að blogga um þetta allt. Best að taka sig á:
2014-09-30 19.01.20
Mikill meistari, Smári, sendi mér flösku af Haji cola alla leið frá Berlín. Haji cola er kóla drykkur frá Indónesíu sem kynnir sig svo á heimasíðu sinni: „Soft drinks were yesterday, today there is haji: pure enjoyment for the senses, an oasis in the desert. A powerful soft drink fighting the power of the soft drink industry“ – sem sé, einskonar byltingargos. Flaskan minnir bæði á gamla góða spurið og á lava-lampa og Haji kóla smakkast ágætlega, smá karamella í kólanu, hinn fínasti drykkur upp á 3 stjörnur.

Melabúðin er leiðandi í gosi. Þar fékk ég Rose Lemonade frá enska merkinu Fentimans. Það er á 7up línunni með vægum keimi af rósavatni. Ekkert geðveikt (**). Í Melabúðinni einnig: Rhubarb og ginger Posh Pop frá enska merkinu Breckland Orchard. Engiferið og rabbabarinn renna saman í karmellaðan unað svo úr verður hinn fínasti drykkur (***).

Ég var í gróðrarstíu gossins, USA og bragðaði sitthvað.
2014-10-12 22.06.43
Tower root beer er einn aðalrótarbjórinn á New England svæðinu. Hann er barasta alveg fínn (***), klassískur rótarbjór og í fínu lagi.

2014-10-14 11.31.37
Fyrir Hrekkjavöku verða Kanar alveg graskers-óðir. Einn angi þess er Pumpkin Pie Soda frá Maine Root Handcrafted Soda (gæði). Bragðist þetta spes og spennandi (***).

2014-10-18 15.36.14
Gos frá Stewart’s er víða að fá á Austurströndinni. Gæða efni. Birch beer segja þeir að sé ólíkt Root Beer og Sarsaparilla, en ég er með svo vanþróaða bragðlauka að mér finnst þetta allt svipað. Fínasta stöff, sem sé (***).

2014-10-20 09.26.21
Jones er annað austurstrandargos sem víða fæst. Tékkaði á Strawberry Lime Soda sem er handónýtt (*), þungt í maga og bragðvont. Hellti þessu niður.

2014-10-24 15.37.33
Þegar heim var komið var gosveislan enn í fullum gangi á Amerískum dögum í Hagkaupum. Nú í fyrsta sinn bjóða þeir upp á nokkrar tegundir frá Jones, þar á meðal Jones Cream Soda, sem er eins og að drekka sykurpúða, rjóma og kandýflos í einu. Hreinasta sykursæla auðvitað (****). Aldrei áður hafa Amerískir dagar verið eins goslega sinnaðir því úrvalið hefur aldrei verið eins gott. Ekki bara var boðið upp gamla kunningja, Mug og IBC rótarbjór, heldur einnig nýja tegund, Natural Hansen’s creamy root beer. Því miður er þessi tegund alls ekkert spes, dáldið þunnt og flatt, en alveg nógu gott að maður nenni að klára dósina, svo tvær stjörnur.

Nýtt úr tónlistarlífinu

29 Okt


Punghljómsveitin Elín Helena gerði sjúklega nett albúm fyrr á árinu, Til þeirra sem málið varðar, og hefur nú hnoðað í nýtt lag – Ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga… – sem verður einmitt á tímamótasafndisknum SNARL 4, sem kemur út um helgina. Að þessu tilefni vill Elín Helena koma eftirfarandi á framfæri: Samfélagið gliðnar í sundur og hljómsveitin Elín Helena er orðin snaróð vegna þessa og hefur því hlaðið nýju lagi í haglabyssuna og blásið til tónleikahalds til að finna brjálæðinu viðeigandi vettvang. Ádeilulagið „Ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga…“ er splunkunýtt úr herbúðum hljómsveitarinnar og kemur út á safnplötunni Snarl 4 – Skært lúðar hljóma, sem er væntanlegt í lok vikunnar. Um er að ræða safndisk með 25 glænýjum lögum með þeim hljómlistaratriðum sem hæst standa á Íslandi í dag. Lagið er beinskeytt og tekur á óheppilegri orðræðuhefð sem nú gengur yfir íslenskt samfélag. Um lagið hafði Skúli Arason, trommari þetta að segja: “Það er auðvitað mjög óheppilegt að fólk skuli segja ósatt, en það myndi henta okkur miklu betur ef fólk myndi frekar segja satt.”
Næstkomandi föstudag, 31. október, mun Elín Helena spila á tónleikum á Bar 11, ásamt Kælunni miklu (sem á einmitt lag á SNARL 4 líka) og er því til mikils að vænta þar.
Elín Helena mun einnig koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í tvígang. Á dagskrá hátíðarinnar eru tónleikar á Gamla Gauknum á laugardeginum klukkan átta og utandagskrár mun sveitin leika í plötubúðinni Lucky Records við Hlemm klukkan sex á fimmtudeginum.
Elín Helena er svo brjáluð að hún treystir sér ekki til að halda fleiri tónleika á svo stuttum tíma, ellegar er hætt við að höfuðæðar springi – bæði áhorfenda og hljómsveitarmeðlima.


Hin gamla og góða hljómsveit KIMONO hefur gefið út smáskífu hjá glænýrri útgáfu í USA, Theory of Whatever Records. Specters er nýtt lag en á B-hliðinni renna Kimono sér í Þeysara-slagarann Rudolf og gera það frísklega. Specters er forsmekkur af næsta albúmi sem á að koma út á næsta ári. Bráðlega munu svo vinýl útgáfur af CD-um Kimono líta dagsins ljós, en til vinýlsins var stofnað með vel heppnuðum internetsníkjum (e. fundraising) á dögunum. Kimono spilar á KEXI í kvöld (sjá facebook-síðu) og þar verður til upphitunar funheitasta bandið í dag, PINK STREET BOYS, sem á einmitt lag á safndisknum SNARL 4.

grisa_stud7inch
Komin er í framleiðslu 7” vínyl plata þar sem stuðhljómsveitin Grísalappalísa reynir sig við lög úr möppu Stuðmanna. Vonandi nær hún í búðir fyrir jól… Grísalappalísa sendi frá sér tvö lög úr smiðju Megasar í fyrra og nú halda þeir áfram og pressa upptökur sem gerðar voru á ferðalagi þeirra um Ísland nú í sumar með DJ Flugvél og Geimskip, en hún leikur einmitt á þessum nýju upptökum. Grísalappalísa eiga lag með Megasi á SNARL4 og DJ Flugvél og Geimskip á líka lag á SNARL 4, sem kemur út um næstu helgi á CD og 7 kassettum.

Grísalappalísa – Strax í dag

10723566_472216169585570_1463938047_n
Nýjasta meistaraverkið frá Lady Boy Records er kassettan Old Stories með RUSSIAN.GIRLS, sem er hugarfóstur í slími Guðlaugs Halldórs Einarssonar. Tónlistin hefur verið kölluð „electronic lounge music“. Útgáfan er hér til streymis og kaups.

Japönsk Ást í Lucky í dag

28 Okt

love2
Japanska tónlistarkonan LOVE heldur tónleika í LUCKY á Hlemmi kl. 17 í dag, þriðjudag. Ég ræddi stuttlega við LOVE í tölvupósti.

Tell me about Love – who are you, what do you do, where do you want to be in 5 years?
I am a Japanese singer song writer from Osaka Japan.  I write songs, I play guitar and couple of more instruments doing most of my recordings myself in a private studio. I started a female rock’n roll band THE LIPSMAX just last year and it’s been a great start to perform at FUJI ROCK FESTIVAL this summer. I guess there’s gotta be a lot I can do in 5 years…I just want to keep up with my music, maybe at least one or two world tour would be great.  I always wish to be social to what’s going on out there, like I’ve been concerned about the recovery from the earthquake in Tohoku Japan for the last 4 years, thanks to the support from all over the world. I wish to show gratitude and to pay it forward. 

Why are you in Iceland? Is there a story behind it?
The plan started off as a vacation.  I have another job as a DJ at TOKYO FM and I take my days off every once in 2 years…I know it sounds workaholic to you. But then the song I was recently working on seemed to fit the beautiful concept of Iceland and I thought why not make it a shooting trip!  I got my cool SONY camera to remote shoot myself and it’s been a great experience so far. Japan is where the continent plate digs underwater and ends, and this is where it splits and begins. Seems like we have a lot in common, nature-wise, yet there seems to be a lot we can learn from here regarding the nuclear situation in Fukushima.  Oh and Yoko Ono has been a big inspiration and I’m finally here to see the Imagine Peace Tower as well.

What is your impression of Iceland? What for you is the most surprising thing about Iceland?
It’s like another planet to see the endless view in the wild. Moss over lava ground reminds me of the endurance and and humbleness to live through the hard times. Beautiful water, icy mountains and steamy ground makes me feel pure alive. It is surpring to see all the way down to the horizon and find no artificial things in sight, not one! You won’t find a view like this in Japan. It’s a treasure. And people have been so generous and helpful from the moment I arrived, including you Gunni!

LOVE official website

LOVE official youtube channel

THE LIPSMAX

THE LIPSMAX at FUJI ROCK FESTIVAL 2014

TOKYO FM PROGRAM(sorry it’s all in Japanese)

Yfirvofandi: Snarl 4

27 Okt

snarl4ö
Snarl 4 – Skært lúðar hljóma er væntanlegt í lok vikunnar. Um er að ræða safndisk með 25 glænýjum lögum með þeim hljómlistaratriðum sem hæst standa á Íslandi í dag. Reynt verður á geymslugetu CD-disksins því safndiskurinn nánast slefar í fulla leyfilega lengd, 80 mín. Eftirfarandi lög og hljómlistaratriði eru á Snarl 4 – Skært lúðar hljóma:

01 Pink Street Boys – Evel Knievel
02 Brött brekka – Snake Oil Song
03 Börn – Þú skuldar mér að vera sexý
04 Vafasöm síðmótun – Alvöru fokking lönd!
05 Sindri Eldon – Giving Up Giving Up
06 Death of a Scooba Fish – Criminal
07 Kvöl – Watching Me
08 Prinspóló – Draumur um hraun
09 Mafama – Middle of Norway
10 Knife Fights – Don’t Be A Man
11 Elín Helena – Ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga…
12 Just Another Snake Cult – Lost in the Dark
13 Mugison – Afsakið hlé
14 Skerðing – 30 krónur
15 Nolo – Mali
16 Kælan mikla – Ekkert nema ég
17 Sushi Submarine – Slugs
18 Fræbbblarnir – Bugging Leo
19 Dr. Gunni – Rassar í spandex
20 Dj. Flugvél og geimskip – Draugur í kastalanum
21 Insol – Eða viljum við ekki skynja…
22 Harry Knuckles – Untitled 2
23 Panos From Komodo – Walking My Mother
24 Radrad – <þrír
25 Grísalappalísa & Megas – Skrítin birta – Lifandi á Palóma

Diskurinn verður til sölu í góðum plötubúðum á 2.000 krónur og ekki eyri meira. Snarl 4 má kaupa hjá undirrituðum og verður hann sendur út um allan heim á 2.000 krónur. Fáðu leiðbeingar um kaup á Snarli 4.

Sérstök útgáfa á kassettu (til að heiðra sögu Snarl-safnkassetta fortíðar) verður gerð í 7 númeruðum eintökum og fara þau eintök öll til sölu í Lucky Records, einnig á 2.000 krónur. Ekki er hægt að forkaupa kassettuútgáfuna, enda bara 7 númeruð eintök í boði.

Hver er Marta María Jónasdóttir?

26 Okt

10411413_10152469661648775_3298992862732031854_n
Marta María Jónasdóttir, fréttastjóri dægurmála á mbl.is, er oft í fréttunum og á „milli tannanna“ á fólki. Hún svoleiðis hrannar inn klikkunum á Smartlandinu, sem nokkrum finnst ægileg síða sem eigi helst að loka. En hver er þessi Marta María eiginlega? Er ekki kominn tími til að einhver tali við hana?

Hver ertu, hvaðan kemurðu, hvert ferðu?
Ég er ósköp venjuleg 37 ára gömul móðir úr Árbænum sem stundar kraftlyftingar í frístundum og er að gefa út sína fyrstu matreiðslubók sem kemur út hjá Forlaginu í nóvember. Bókin geymir 116 uppskriftir fyrir upptekið fólk sem vill ekki ala börnin sín upp á skyndbitastöðum heldur kýs að elda frá grunni án þess að það taki óratíma. Hvert er ég að fara? Svona dagsdaglega keyri ég aðallega úr miðbænum, með viðkomu á Kaffifélaginu á Skólavörðustíg, og upp í Hádegismóa þar sem ég starfa. Þess á milli er ég í sundi eða á æfingu. Líf mitt er frekar einfalt og látlaust.

Er alkóhólismi sjúkdómur eða bara aumingjaskapur?
Alkahólismi sem slíkur er sjúkdómur en ég mæli eindregið með því að fólk drekki sem sjaldans þótt fólk glími ekki við áfengisvanda. Lífið verður einfaldlega svo miklu innihaldsríkara og betra þegar tappinn er í flöskunni.

Ég skil ekkert í þessu fótósjopp-máli sem fólk er að kjammsa á núna, svo mig langar frekar að spyrja þig – Skapar fegurðin hamingjuna?
Mikið væri nú gott ef fegurðin skapaði hamingjuna en hún gerir það því miður ekki enda er fegurð afstæð. Það sem einum finnst fallegt finnst öðrum ljótt. Mín reynsla er nú samt sú að lífið verður alltaf örllítið skárra þegar það er ekki allt í óreiðu í lífi okkar.

Líður þér ekki illa þegar fólk er að tala illa um þig? Eða forherðistu bara?
Ég heyri minnst af þessu sjálf, þar að segja illa umtalinu, en ég finn mjög vel fyrir velgengni Smartlands Mörtu Maríu. Daglega fæ ég ótal tölvupósta frá ánægðum lesendum og er yfirleitt stoppuð af fólki á förnum vegi sem þakkar mér fyrir skrifin. Synir mínir tveir eru stundum svolítið þreyttir á hvað fólk þarf mikið að tala við mig í matvörubúðinni.

Hvern myndirðu helst vilja taka viðtal við, af lífs og liðnum?
Ég myndi vilja taka viðtal við Jóhönnu Jóhannsdóttur eða Jógu eins og hún er kölluð. Þess má geta að eitt vinsælasta lag Bjarkar heitir í höfuðið á henni.

Og síðasta spurningin: Þú ert send á eyðieyju (mátt samt koma til baka eftir viku) og mátt taka eina plötu, eina bók og eina manneskju með – hvað velurðu?
Þetta er hryllilega erfið spurning. Ég yrði á fá undanþágu og fá að taka tvo með mér, syni mína því ekki get ég gert upp á milli þeirra. Að ferðast með þeim er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. ABBA Gold yrði með í farteskinu og bók með auðum síðum svo ég gæti komið hugsunum mínum í orð og skrifað niður nýjar hugmyndir. Ef okkur leyddist hræðilega gætum við alltaf farið í myllu okkur til dægrastyttingar.

Gamall og gáfaður

26 Okt

Kata-175x269Kata-175x269
Hlustaði á gríðarlega gáfulegar umræður um bókina KATA eftir Steinar Braga í Gufunni í gær. Mig langar að lesa þessa bók enda eru fyrri bækur Steinars „skemmtilegar“. Eftir því sem fólkið röflaði meira um bókina langaði mig þó alltaf minna til að lesa hana því þetta var svo yfirgengilega gáfulegt – eins og keppni í speki, mjög fyndið. Steinar Bragi nær alltaf að búa til sterka og þrúgandi söguramma, en svo er ekkert endilega víst að hann nái að plotta sig í mark. Góður David Lynch-ari engu að síður. Kaupi Kötu pronto.

Ég held að ég sé að verða of gamall og gáfaður fyrir standöpp. Allavega fyrir lélegt standöpp. Ég fór á þennan fræga Comedy Cellar í New York, sem er náttúrlega orðin argasta túristabúlla. Einir 5 af 6 standöppurum voru meðalmenn, þetta gekk allt út á plebbalegan aulahúmor og at í áhorfendum – er einhver hérna frá Frakklandi? Ble ble. Sá eini almennilegi var gamall hommi sem var sniðugur.

En allavega. Gott framtak er nú í gangi í Hörpunni, Reykjavík Comedy Festival. Ég keypti nú bara miða til að sjá Þorstein Guðmundsson, sem var frábær og bar af. Svo komu þrír New Yorkarar, „New York Funniest“, hvorki meira né minna. Sá fyrsti, Ricky Velez, var útúrskakkur og glataður. Hvað er verið að flytja svona drasl inn? Næsti var aðeins skárri, James Adomian, en líka hasshaus. Hassgrín er fúlt nema maður sé hasshaus. Og plebbalegt röfl alltaf í þessu liði. Fóru í Bláa lónið – Hefur einhver hérna farið í Bláa lónið? Ísland, ble ble. Djöfull er maður orðinn leiður á að hlusta á útlendinga röfla um Ísland.

Þriðji var Andrew Schultz, sem var skástur af þessum Könum. Samt: „Samskipti kynjanna“ – nennir maður að hlusta á enn eitt grínið um þá þreyttu borðtusku? Hló svona 2svar af þessum Könum (en oft að Þorsteini), en salurinn virtist nokkuð sáttur, svo eins og ég segi: Kannski er maður bara orðinn of gamall og gáfaður fyrir standöpp, eins og maður er orðinn of gamall og gáfaður fyrir lélegar hryllingsmyndir. Gvuð með vélbyssu gefi að ég verði aldrei of gamall og gáfaður fyrir pönk.

Jón Gnarr: Sigurjón er stórt barn

24 Okt

10733460_10205238642431594_79008531_n
Messanger viðtal við Jón Gnarr: Jæja, hvað er í gangi? Tvíhöfði í útvarpið aftur? Halelúja!

Já það er stefnan. Þetta þykir ekki verra en margt annað. Tvíhöfði er fyrir útvarpi það sem ORA er fyrir matargerð – ástríða.

Hvað erum við að tala um? Fyrir það fyrsta: Verður þetta langur þáttur í gamla góða stílnum? Smásálin og allar græjur?

Frekar stuttir bútar í podkasti en sömu dagskrárliðir og alltaf.

Ú é! Er Poddkast framtíðin?

Nei, einn daginn fær fólk nóg af allri þessari tækni og hendir frá sér öllum „snjall“ símunum og fer bara í sund þar sem hægt er að tala við alvöru fólk. Hlæja smá og fá sér svo pylsu. Þú færð ekki pulsu í iphone. SIRI selur ekki pulsur.

Nei ekki enn. Það kemur kannski. En hvað er þetta með Kjarnann? Ætla þeir að fara í meira poddkast en Tvíhöfða?

Ég held að það sé stefnan að reyna að taka yfir íslenska podkast markaðinn og búa til fyrsta alvöru margmiðlunarþrekvirkisstórvirki. „íslenska alvöru“ (innskot). „margmiðlunarþrekvirkisstórveldið“ átti það að vera, en við munum reyna að styrkja tengslin við þjóðina. Svona reyna að fá þjóðina til að ganga í takt – við Tvíhöfða.

Hólí mólí. Hvenær kemur fyrsti þátturinn?

Vonandi í næstu viku. Sigurjón er orðinn afskaplega spenntur og hlakkar mikið til. Hann er náttúrlega eins og barn. Hann er stórt barn. Stundum hringir hann í mig á nóttunni án þess að hafa neitt að tala um. Honum finnst bara gott að heyra röddina mína. Hún róar hann. Ég hef seyðandi rödd. Fólk á eftir að tala mikið um það þegar það heyrir þáttinn.

Heldur betur! Mikið hlakkar mig til að sofna við seyðandi rödd þína. Illugi Jökulson er fínn, en þú ert enn betri. Ætlarðu svo ekki bara að losa okkur við þessi leiðindi og verða forsetinn? Hvenær er aftur kosið næst?

Hvaða ár er núna?

Tvíhöfði aftur í loftið!

23 Okt

10649048_10205175533373907_2084522308946373551_o
Svokölluð sprengifrétt af fjölmiðlamarkaði hér: Tvíhöfði – besti útvarpsþáttur útvarpssögunnar – snýr aftur bráðlega á vegum KJARNANS, hins eitilhressa fjölmiðils (sem er að færa sig út í útvarp, virðist vera). Meira síðar…