Undraland

11 Feb


Lísa í Undralandi, ný leikgerð Möggu Örnólfs með tónlist eftir mig, verður frumsýnd hjá Leikfélagi Akureyrar þann 27. febrúar. Hér er komið fyrsta lag „í spilun“, titil- og opnunarlagið sjálft, Undraland. Ég samdi slatta af músík fyrir leikverkið. Músíkin verður sett á netið í heilu lagi von bráðar. Frábær pródúser að músíkinni var Þórir Andersen, kenndur við hljómsveitina Just Another Snake Cult. Kristján Freyr spilaði á trommur en við Þórir spiluðum rest. Hér syngur „Lísa“ sjálf, Thelma Marín, sem er annars í hljómsveitinni East of My Youth. Aðrir leikarar eru Benedikt Gröndal, Pétur Ármannssson og Sólveig Guðmundsdóttir auk ungra leikara fyrir norðan. Leikstjóri er Vignir Rafn Valþórsson.

Færðu inn athugasemd