Sarpur | Plögg RSS feed for this section

Poppsagan á DVD!

18 Des

15418351_953819338051894_3246524175458615467_o

Allir þættirnir 12 fást nú saman á þremur dvd – glæsipakki sem er til sölu á eftirtöldum útsölustöðum: Heimkaupum (frí heimsending), Hagkaupum, Penninn-Eymundsson, Lucky Records, Smekkleysa Plötubúð og Tólf tónum. Skyldueign á hvert menningarheimili!

Á degi íslenskrar tónlistar

1 Des

fullveldispunk2
Á degi íslenskrar tónlistar bendi ég á Fullveldispönk! í Hard Rock Café í kvöld. Við erum að tala um tvöfalt kombakk Jonee Jonee og Tappa tíkarrass, klassískt popppönk Fræbbblanna og nýrokk Suðs. Verður gjörveikt. Allir eru til í tuskið og bátana og hér má sjá Jonee Jonee æfa sig á dögunum. MIÐASALA Á MIÐI.IS

******

Á degi íslenskrar tónlistar bendi ég á Karolínusöfnun Heiðu og plötuna hennar FAST. 

******

Á degi íslenskrar tónlistar bendi ég á að 12 þátta-röðin Popp og rokksaga Íslands er enn í forsölu á 5000 kall hér. 3ja diska DVD-pakki er væntanlegur á næstu dögum. Pantið hér.

Tappi tíkarrass snýr aftur!

29 Nóv

tappi-eythor
Það hryggir Pönksafnið að tilkynna að vegna hjartaþræðingar Árna Daníels Júlíussonar munu bæði Taugadeildin og Q4U detta út úr áður auglýstri dagskrá Fullveldispönks!-tónleikana sem fara fram í Hard Rock Cafe nú á fimmtudagskvöldið 1. des. Pönksafnið óskar Árna góðs bata og vonast til að geta boðið upp á eðalböndin Q4U og Taugadeildina snemma á næsta ári.

Í staðinn munu hljómsveitirnar Suð og Tappi tíkarrass (!) koma fram. 

Suð er rokktríó sem sendi frá sér sína aðra plötu á dögunum – Meira suð – og er verðugur fulltrúi „ungu kynslóðarinnar“ á tónleikunum. Tappa tíkarrass þarf vart að kynna, en það er hljómsveitin sem Björk sleit unglingaskónum með og sló í gegn í Rokki í Reykjavík. Björk verður reyndar ekki með að þessu sinni, enda bara fáanleg í stafrænni þrívídd þessa dagana, og því mun upprunalegur söngvari Tappans, Eyþór Arnalds, sjá um söng og leikræn tilþrif. Þetta verða fyrstu tónleikar Tappa tíkarrass síðan hljómsveitin spilaði síðast í Safarí 1985.

Tónleikarnir 1. des hefjast kl. 22, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Dagskráin er eftirfarandi:
Fræbbblarnir 22:00 – 22:30
Suð 22:40 – 23:00
Tappi tíkarrass (í fyrsta skipti síðan 1985!) 23:10 – 23:40
Jonee Jonee (í fyrsta skipti síðan 1982!) 23:50 – 00:30

Miðasala er á midi.is og það kostar einungis 2000 krónur inn.

Skór prinsessunar

27 Nóv

2016-11-27-00-26-31
Tónleikar Leoncie heppnuðust glæsilega í gærkvöldi. Allir yfirgáfu svæðið með bros á vör eftir maraþon-prógramm prinsessunar sem keyrði í alla hittarana auk nýs efnis, eins og „Mr. Lusty“, sem mun von bráðar toppa alla vinsældarlista.

Þá er að snúa sér að næstu tónleikum: Pönksafn Íslands kynnir: Fullveldispönk! á Hard Rock næsta fimmtudag, 1. des. Fjögur flaggskip úr pönkinu; Fræbbblarnir, Taugadeildin og Q4U, að ógleymdu tríóinu Jonee Jonee, sem nú snýr aftur í fyrsta skipti á tónleikum síðan 1982! Miðasala hafin hér. Algjört möst og unaður.


Ég vek athygli á Karólínu-söfnun HEIÐU sem nú er að safna fyrir útgáfu plötunnar FAST á vinýl. Góð plata og þarft málefni – Allir með! 

Latir bílaeigendur

26 Nóv

Það eru stórtónleikar í kvöld á HARD ROCK CAFÉ. Ég myndi alls ekki missa af þeim. Það eru enn örfáir miðar eftir hér: https://midi.is/tonleikar/1/9823/LEONCIE

Þar ætla ég að stíga á svið og syngja lög af plötunni ATVIK sem nú hangir uppi á MOKKA KAFFI og gerir það áfram til 1. des. Allar myndirnar/plöturnar eru seldar, nema tvær. Lögin sem ég ætla að flytja í kvöld eru:

1. Æska hans fór fram í þessu húsi
2. Ég er aumingi
3. Heilbrigð æska
4. Gunni kóngur
5. Gubbabitar
6. 5000 kall
7. Smurðageit
8. Pung
9. Bílaeigendur

Þau verða aldrei aftur flutt.

KRAKK & SPAGHETTÍ ætlar svo að leika sitt ljúfasta krúttrapp. 

mrlusty

Stjarna kvöldsins og aðalatriði er svo auðvitað Leoncie. Hún mætir með sjóðheita glænýja plötu, MR LUSTY (ég hannaði umslagið!) og flytur lög af henni auk bestu laganna af ferlinum. Þetta verður hreinlega stórkostlegt, enda hefur prinsessan verið dögum saman að sauma sviðsföt og pæla í sjóinu. Eftir gigg verður svo „meet & greet“ með Leoncie þar sem aðdáendum býðst að kaupa nýja diskinn og fá hann áritann. Hreinlega stórkostlegt kvöld í vændum…

Styttist í Leoncie

16 Nóv

leoncie-promo
Nú styttist í stórtónleika Leoncie sem haldnir verða á HARD ROCK CAFE laugardagskvöldið 26. nóvember (ekki næsta heldur þarnæsta). Listakonan mun leika öll sín þekktustu lög og allavega eitt nýtt. Hún er tilbúin með glænýja plötu, MR. LUSTY, sem vonandi verður til sölu á tónleikunum. Leoncie er á leið af landi brott og þetta er því ALLRA SÍÐASTI SÉNS að sjá Leoncie á sviði. Til upphitunar verða KRAKK & SPAGHETTÍ og ég, sem ætla að flytja lög af plötunni ATVIK, sem hangir um þessar mundir uppi á veggjum MOKKA KAFFIS. Miðasala er hafin á MIÐI PUNKTUR IS – 2000 kall. Hik er sama og tap…

Poppsagan á DVD!

12 Nóv

Vegna fjölda áskorana (ég er ekki að ljúga þessu!) verður POPP Og ROKKSAGA ÍSLANDS gefin út á í 3ja dvd-diska pakka – og steymiskóði með svo þú getir horft á þetta í tölvunni þinni, eða hvernig sem þú vilt. Þetta eru allir þættirnir 12 sem byrjað var að sýna í fyrra og voru svo endursýndir í sumar á Rúv. Ég myndi segja „Tólf tímar af snilld!“ ef ég væri ekki svona hlédrægur. Ef þið pantið núna í gegnum Facebook-síðuna eða mig fáið þið pakkann á hlægilegu verði: 5000 kall! Hik er sama og tap!