Fréttir úr tónlistarlífinu

5 Feb


Gangly á dúndurlag í umferð sem heitir Fuck with Someone Else. Ég heyri þetta nú alveg gera rósir á markaði. Einhver leynd hvílir yfir meðlimaskipan Gangly, en það var þó ekki ætlun meðlima, þeim finnst kannski bara töff að þetta sé leyndó fyrst þetta varð óvart leyndó. Nú verð ég að skemma þetta allt fyrir þeim því eftir því sem ég kemst næst er Gangly samvinnuverkefni þriggja úr þremur góðum hljómsveitum: Úlfs úr Oyama, Jófríður úr Samaris og Sindra úr Sin Fang.

Gríalappalísa eru komin með nýtt viddjó við lagið Sambýlismannablús. Það er lélegur díll að vaska upp þótt einhver láti renna í bað.

Antimony eru Siggi (úr Knife Fights), Rx og Birgir. Tónlistin kuldarokk og vidddjó komið á netið:

Cheddy Carter er tilraunakennt hipphopp band með þeim Fonetik Simbol, IMMO og Charlie Marlowe, sem áður hafa unnið saman, m.a. í Original Melody. Laugardaginn 7. febrúar ætlar bandið að frumflytja nýtt efni á Kex Hostel. Tónlistarmaðurinn Vrong mun mýkja hljóðhimnur gesta frá kl. 21:00, áður en Cheddy Carter stígur á stokk. Aðgangur er ókeypis.


Bang Gang er ein þeirra sveita sem ætlar að gefa út plötu í ár. Fyrsta lag er komið í spilun:

Já og svo er Björk búin að gefa út plötuna Vulnicura, sem margir hafa hreinlega verið að missa sig yfir. Henni var lekið svo það er ekki komið viddjó eða neitt, en það sem ég hef heyrt er dúndur-Björk.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: