Bestu pönk-plöturnar

29 Ágú

punk25
Pönk. Hvað er pönk? Attitjúd og hröð, kraftmikil, reið og ögrandi rokktónlist. Ég var aðeins seinn í pönkið. Þegar Vísir birti fyrst fréttir af fyrirbærinu sem þá var orðið fjölmiðlafóður í Englandi gekk öll umfjöllunin út á hvað þetta væru hræðilegir menn, með grænar tennur og hrækjandi og blótandi. Mömmubarnið ég var ekkert að kaupa þetta og ég sagði við einhvern félaga minn að Mezzoforte og Dire Straits væru miklu betri, enda kynnu menn þar að spila á hljóðfæri. Ég var sem sagt svona FÍH vonnabí á tímabili. En, eins og ég hef margoft sagt, frelsaðist ég til pönks í Kópavogsbíói 1979 þegar ég sá Fræbbblana og Snillingana taka sándtékk og svo spila (Fræbbblarnir í læknasloppum, Snillingarnir í lopapeysum). Ó elsku pönkið mitt!

Hér kemur aspergen-aður listi yfir 25 bestu pönkplötur sögunnar, eins og mér finnst í dag og er þá mælt út frá endingu og innihaldi – ekki stöðluðum listum og „almennum“ sannleika. Youtube-linkar fylgja.   

25 The Rezillos – Can’t Stand the Rezillos (1978)
24 The Stranglers – Rottus Norvegicus (1977)
23 Richard Hell & The Voidoids – Blank Generation (1977)
22 Stiff Little Fingers – Inflammable Material (1979)
21 Crass – The Feeding of the 5000 (1978)
20 Dead Boys – Young, Loud & Snotty (1977)

19 The Damned – Damned Damned Damned (1977)
18 X-Ray Spex – Germfree Adolescents (1978)
17 Naked Raygun – Throb Throb (1985)
16 The Ruts – The Crack (1979)
15 X – Los Angeles (1980)
14 XTC – White Music (1978)
13 Big Balls & The Great White Idiot – Big Balls (1977)
12 Dead Kennedys – Fresh Fruits for Fotten Vegatables (1980)
11 Buzzcocks – Another Music in a Different Kitchen (1978)
10 The Stranglers – No More Heroes (1977)

09 The Saints – Eternally Yours (1978)
08 The Clash – London’s Calling (1979)
07 Bikini – Hova Lett… (1983)
06 The Undertones – The Undertones (1979)
05 The Clash – The Clash (1977)
04 The Ramones – The Ramones (1976)
03 The Sex Pistols – Never Mind The Bollocks, Here’s… (1977)
02 The Stooges – Raw Power (1973)
01 Fræbbblarnir – Viltu nammi væna (1980)


3 svör til “Bestu pönk-plöturnar”

 1. Birgir ágúst 29, 2016 kl. 9:42 f.h. #

  Aaaah … Stranglers. Rattus. „Get A Grip On Yourself“. Ég. 10 ára. Agndofa. Hafði aldrei heyrt neitt jafn töff. Fyrstu skrefin í átt að sjálfstæðum tónlistarsmekk? Keypti LP. Á hana ennþá.

  Good times.

 2. Brynjólfur Þorvarðsson ágúst 29, 2016 kl. 10:26 f.h. #

  Var kannski aldrei „alvöru“ pönkari, hef alltaf verð veikari fyrir melódískari tónlist. En sumt fannst mér asgoti gott, Stranglers sérstaklega. Uppáhaldsplatan mín var þó „Flowers of Romance“ með PIL frá 1981. Veit reyndar ekki alveg hvernig sú plata flokkast tónlistarlega séð, eitt var víst að hún var fljót að tæma húsið þegar hún fór á fóninn!

  • Yngvi ágúst 29, 2016 kl. 8:17 e.h. #

   Heyrði Flowers of romance kynnta hjá Guðna Rúnari og Ásmundi í Áföngum og fékk hana daginn eftir í plötubúð eftir ábendingu Ásmundar sem ég hringdi í . En það var enginn nærri sem vildi hlusta á hana með mér.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: