Hjálp! Airwaves var að toppa sig!

1 Sep

1598660
Hallilújah! Nú eru rúmir tveir mánuðir í Iceland Airwaves veisluna og Grímur og co kynntu síðustu atriðin inn í gær. Þetta verður hreint froðufellandi æðisleg dagskrá – PJ Harvey, The Sonics, Julia Holter, Warpaint og Lush, svo ég tíni nokkur spennandi atriði til – en til að kóróna snilldina var í gær tilkynnt að finnsku pönkararnir í Pertti Kurikan Nimipäivät verði á meðal atriða. Hallilújah! segi ég nú bara aftur.

Ég sá Pertti Kurikan Nimipäivät fyrst í Bíó Paradís í heimildarmyndinni um þá, Punk Syndrome. Þetta er æðisleg mynd, ég hef sjaldan hlegið jafn mikið í bíó – Fótsnyrtiatriði Kari söngvara ætti t.d. að fá einhvers konar gullmedalíu í fyndni innanhúss. Fyrir þá sem ekki vita er Pertti Kurikan Nimipäivät (nafnadagur Pertti Kurikka) skipuð fjórum Finnum, sem fóru að spila pönk í listasmiðju „þroskaheftra“ árið 2009. Framgangur þeirra hefur verið mikill síðan, bandið hefur spilað víða um heim og gert plötur með hráu og reiðilegu eðalpönki. Bandið tók svo þátt í Eurovision í fyrra og ég var viss um að þeir myndu vinna. Eitthvað ofmat ég andlegt atgervi þeirra sem kjósa í þessari helvítis lágkúruhátíð og bandið komst ekki einu sinni upp úr undanriðlinum. Skömmin er ykkar evrópsku hálfvitar.

Ég sá PKN á tónleikum í Montreal 2012. Við Grímur vorum þar á M for Montreal hátíðinni og eitthvað á röltinu þegar ég sá náunga sem ég kannaðist eitthvað við vera að reykja við hótelanddyri. Mér sýndist þetta fyrst vera einhver meistari úr Kópavoginum en fattaði svo að hér væri kominn Kari Aalto söngvari. Við spjölluðum við kauða og upp úr krafsinu kom að hann væri í Montreal með bandinu vegna heimildarhátíðar. Og það sem meira var: Bandið átti að spila um kvöldið. Við Grímur mættum auðvitað og fengum fáránlega gott pönkið í æð. Og nú koma þeir hingað. Hjálp, einhver þarf að sprauta mig niður!
14102142_10153656316176783_2936855918813466662_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: