Úr poppvélinni

21 Nóv

Poppið vellur úr vélinni sem aldrei fyrr. Hér er glænýtt efni:

Singapore_Sling_Henrik_1024x1024 (1)
Henrik í Singapore Sling hefur sett út sjöunda ásinn, plötuna Psych Fuck. Þar er trallað á svölunum með krumlurnar í poka. Plötuna má sötra hér.


Tók þátt í Karólínafund og fékk að launum sellerí-brakandi ferskan disk með Meisturum dauðans. Ekki láta dúllulegt útlit barnatrommarans villa yður sýn, hér er skrölt í grugguðu þungarokki og engir fangar teknir í linnulausu rallinu. Mjög flott plata hjá strákunum og miklir hæfileikamenn á ferð sem verður gaman að sjá blómstra og þróast.


Sölvi Jónsson er Dölli. Fyrsta plata Dölla var að koma út og heitir Viltu vera menn? og er plata fyrir 2-150 ára. Dölli gæti verið skyldur Megasi raddbeitingarlega séð og dúllar sér í gegnum 17 hittara á plötunni, sem er á leiðinni að verða költ-hitt as ví spík.

a2055750530_16
Ladyboy hefur gefið út splitt-fimmtommu í 50 eintökum með Pink Street Boys og Godzilla. Platan er uppseld en hægt er að hlusta á rjómalagt sandpappírspoppið hér.

Það er alltaf eitthvað til að hlakka til. Ef það eru ekki jólin þá er það næsta ATP sem á að halda á beisinu 1-3. júlí. Þessi þriðja ATP gefur fyrri hátíðum ekkert eftir og dagskráin er þegar orðin mangólassígóð þótt ekki sé búið að tilkynna nema hluta af jömminu. Spennu og hryllingsgaurinn John Carpenter ætlar að flytja tónlist sína í fyrsta skipti opinberlega. Eftir hann er t.d. þetta:


Þá koma fram hljómsveitirnar Sleep, Thee Oh Sees (aftur – komu fyrsta árið), TY SEGALL and THE MUGGERS (Ty átti eina af betri plötum síðasta árs, Manipulator),  Angel Olsen, Les Savy Fav, Tortoise, Anika, Yasmine Hamdan, Blanck Mass, Mueran Humanos, Örvar Smárason & Gunnar Tynes (múm) spila undir Menschen am Sonntag og Stewart Lee verður með uppistand og grín. Stewart Lee er þessi gaur hér:

Færðu inn athugasemd