Dr. Gunni og Dr. Eldjárn kryfja Bítlana

24 Nóv

2015-11-24 12.53.07
Nýtt Í kasti með Dr. Gunna!!!

Í þessum þætti af Í kasti með Dr. Gunna er spjallað við Bretann Mark Lewisohn, sem er líklega mesti Bítlafræðingur heimsins um þessar mundir.

Hann skrifar nú sögu Bítlanna í þremur bindum og er fyrsta bindið komið út á íslensku og heitir Bítlarnir telja í. Fyrirhugað er að næstu bindi komi út 2020 og 2028.

Þetta er fyrsta þýðingin sem gerð er af bókinni, sem er nú alveg sturluð staðreynd. Bókin er algjört æði, bæði á ensku og íslensku, og stútfull af nýjum atriðum um sögu Bítlanna, bestu hljómsveitar í heimi (staðreynd!!!)

Bítlaaðdáandinn Ari Eldjárn er aðstoðarspyrill Dr. Gunna að þessu sinni og saman fara þeir með Mark í djúpspaka ferð um Bítlagresurnar þar sem bæði innvígðir, innmúraðir og skemmra komnir fá margt fyrir sinn snúð.

Athugið: Viðtalið er á ensku!

Mark Lewisohn kynnir bókina í hádeginu (12) á morgun, miðvikudag, Í IÐNÓ! Svo verður útgáfuteiti og áritun á fimmtudaginn í Eymundsson, Skólavörðustíg, kl. 17. Bítlaaðdáendur látið sjá ykkur í hrönnum!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: