Björk @50

21 Nóv

0516-BjörkíVeru1986
Björk Guðmundsdóttir er fimmtíu ára í dag. Til hamingju Björk! Það er óþarfi að hafa mörg orð um snilli Bjarkar, áhrif hennar og vægi – allt er það augljós fakta: Hún opnaði dyrnar upp á gátt með Sykurmolunum og Debut og síðan er Ísland og íslensk tónlist ekki lengur aðhlátursefni á bransamessum heldur sífersk uppspretta kúls og hipps. 

Björk hefur aldrei nennt að endurtaka sig og aldrei viljað dvelja í fortíðinni. Hún er alltaf kominn með puttann á púlsinn á einhverju sem er varla orðið til ennþá, á meðan aðrir eru fálmandi á púlsinum á því sem Björk snerti í fyrradag. Hún er „öllu“ íslensku tónlistarfólki skínandi fyrirmynd, gulrótin á stönginni. Hvernig á ég að orða þetta eiginlega? – Já, Björk er æðisleg!

Í tilefni dagsins kemur hér súperdúper sjaldgæfi, framlag Bjarkar til ljóðakassettunar Lystisnekkjan Gloría (Gramm 1986 – 200 eintök). Björk fær aðstoð frá Sigtryggi Baldurssyni í flutningi ljóðanna sem heita Djúp fyrir mig / Lungu / Lifað í vatni (eða: Þið takið frið framfyrir sannleika) / Sálmur 323.

Fyrir sömu jól kom fyrsta smáskífa Sykurmolanna (Ammæli / Köttur). Björk var 21. árs og nýorðin móðir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: