Sjaldgæfasta plata Íslandssögunnar?

26 Feb

Ég var að fletta plötum í Notað og nýtt, hinni fínu antík/skransölu á Skemmuvegi 6, þegar eigandinn, Arnar Laufdal, kom með nokkrar plötur (sem höfðu verið „á bakvið“) og spurði hvort það væri eitthvað vit í þessu. Þarna var Fourth Reich Þeysara með íslenska umslaginu sem ég sagði að hann gæti fengið 10þús fyrir á góðum degi og svo tvær dularfullar „test pressur“ sem eigandinn sagði að væru Geislavirkir Utangarðsmanna á ensku og Þeysarar á ensku líka. Hann lánaði mér þetta heim til frekari sagnfræðirannsókna.

„Test pressa“ er nokkuð velþekkt fyrirbæri meðal plötu-safnara. Þetta eru prufu-plötur sem eru það fyrsta sem kemur úr vinýl-pressum. Oftast með hvítum miða og ekki í umslagi, heldur bara plein hvítum poka.

Dularfullu plöturnar úr Notað og nýtt eru einmitt í hvítum „nærbuxum“. Þær virðist hafa komið til Íslands með einhverjum frá Svíþjóð því önnur þeirra er merkt „Provskiva fran Grammoplast Spanga 08/761 7060“ – sem sagt plöturnar eiga uppruna sinn í Grammoplast plötupressunni í Spanga, sem er úthverfi í Stokkhólmi.

Önnur platan er As Above með Þey – enska útgáfan sem kom út hjá enska smámerkinu Shout 1982. NEMA þetta er test pressa af sænskri útgáfu sem kom aldrei út og er platan merkt „Hot-1007“ bæði á label miða og á „matrixi“ („matrix“ er svæðið á enda plötunnar þar sem nálin „fer út af“).

Hin test pressan er jafnvel enn sjaldgæfari því þetta er test pressa af plötu sem KOM ALDREI ÚT og ég vissi ekki einu sinni að væri til. Við erum að tala um einu LP plötu Utangarðsmanna „Geislavirkir“ Á ENSKU, sem sé „RADIOACTIVE“ með „THE OUTSIDERS“ eins og einhver hefur skrifað á „nærbuxurnar“:

2015-02-26 17.23.172015-02-26 14.00.20
Á label miða er skrifað „HOT-1000“ en á matrix er grafið „HIM-001“.

Ég endurtek: ÞESSI PLATA KOM ALDREI ÚT og því er auðvitað um sögulegan fund að ræða. Steinar Berg reyndi á sínum tíma að koma þessu út hjá CBS og kannski fleiri merkjum, en ég vissi ekki að það hafi farið svo langt að platan væri skorin í prufuplast. Ég hef auðvitað gert stafrænt sýnishorn fyrir sjálfan mig. Hiroshima á ensku, gjöriði svo vel:

The Outsiders – Hiroshima

Arnar (898-0100) selur plöturnar hæstbjóðanda. Sjálfur kaupi ég ekki plötur á meira en 2000 kall svo ég er úr leik!

Lögin á RADIOACTIVE með THE OUTSIDERS:
01 Hiroshima (á ensku)
02 The Big Sleep (Viska Einsteins á ensku)
03 Nuclear Reggae (Blóðið er rautt á ensku)
04 Temporary Kick + Let’s Go (Sama og á Geislavirkir)
05 Girl like you (Ég vil ekki stelpu eins og þig á ensku)
06 The Big Print (sama og á Geislavirkir)
07 Tango (á ensku)

08 Migrant Worker (Kyrrlátt kvöld á ensku)
09 Chinese Reggae (sama og á Geislavirkir)
10 It’s A Shame (sama og á Geislavirkir)
11 Popstar (Poppstjarnan á ensku)
12 915 Connection In Berlin (Samband í Berlín á ensku)
13 Sigurður var sjómaður (eina lagið á íslensku á plötunni)
14 Beware of Immitation (Rækjureggae ha ha ha á ensku)

8 svör to “Sjaldgæfasta plata Íslandssögunnar?”

  1. Guðsteinn Grétar febrúar 27, 2015 kl. 12:10 f.h. #

    Er enginn möguleiki á að restin af lögunum verði gerð opinber?

  2. Serafim febrúar 27, 2015 kl. 2:34 e.h. #

    Was’nt the big sleep, popstar and the migrant worker included on the remastred re-release of geislavirkir not long ago ? some one has these tracks in superior quality

    • drgunni mars 2, 2015 kl. 8:46 f.h. #

      Yes the master tape probably exists somewhere, and yes, the tracks you mention did appear on the deluxe version of Geislavirkir.

  3. Frambyggður febrúar 28, 2015 kl. 11:51 e.h. #

    Þetta er mjög merkilegt. Kannski er þetta eina eintakið sem er til, studio segulböndin kannski ekki til lengur einusinni? Það er þá vonandi að þetta eintak skemmist ekki!

    • Guðrún Rósa mars 6, 2015 kl. 1:08 e.h. #

      þetta þarf að gefa út !

  4. Serafim apríl 20, 2015 kl. 7:27 e.h. #

    check this out !
    http://www.discogs.com/Outsiders-Utangar%C3%B0smenn-Radioactive/release/6750000
    this appeared after you posted this blog

    fake or real ?

    • drgunni apríl 21, 2015 kl. 2:15 f.h. #

      Well it is real, but it should add that there is only TEST PRESS in existance as far as I know.

Trackbacks/Pingbacks

  1. Sjaldgæfasta plata Íslandssögunnar fannst fyrir tilviljun - Nútíminn - febrúar 26, 2015

    […] Prufuútgáfa af plötunni Geislavirkir með Utangarðsmönnum á ensku fannst á skransölu á Skemmuvegi á dögunum. Það er því um að ræða plötuna Radioactive með The Outsiders. Platan kom aldrei út en dr. Gunni segir frá þessum sögulega fundi á bloggsíðu sinni. […]

Færðu inn athugasemd