Finnar hafa valið lag í Eurovision

2 Mar

Kynni mín af finnsku hljómsveitinni Pertti Kurikan Nimipäivät (eða PKN) hófust þegar ég sá myndina The Punk Syndrome á norrænni hátíð í Bíó paradís. Þetta er ein besta mynd sem ég hef séð. Liðsmenn eru á ýmsu „rófi“ fötlunar, trommarinn með Downs syndrome (þaðan kemur nafn heimildamyndarinnar), en ég er ekki viss um hvernig hinir eru greindir, enda skiptir það minnstu máli – þetta eru kappar, sem kynntust í listasmiðju fyrir fatlaða og stofnuðu bandið, ötullega hvattir af pönkelskandi starfsmönnum. Heimildamyndin fylgir þeim eftir í nokkra mánuði og er einfaldlega stórfengleg, bæði fyndin og hjartnæm, maður hlær og vöknar um augun. The Punk Syndrome er hægt að sjá í heilu lagi á Youtube og það er besta neysla á 90 mínútum sem ég get hugsað mér.

Ég pantaði fljótlega sjötommu með sveitinni. Næst var ég að flækjast í Montreal með Grími á bransahátíð og sá mann á götu sem ég kannaðist við. Fyrst fannst mér að þetta væri einhver meistari úr Kópavogi en svo rann það upp fyrir mér að þetta væri söngvari PKN.

drgunniogpkn
Ég hef sjaldan orðið eins starströkk og hef ég þó bæði verið nálægt Sting og Elvis Costello. Kari Aalto, eins og söngvarinn heitir, sagði mér að bandið væri að spila um kvöldið, en í Montreal var verið að sýna myndina góðu á kvikmyndahátíð. Þetta voru skemmtilegir tónleikar og ég keypti bol sem stendur aftan á „Can you go on stage with shit in your pants“.

Nú hafa Finnar af afburðamikilli og aðdáundarverðri víðsýni sent PKN sem sinn fulltrúa í Eurovision. Margir sem ég þekki ætla nú í fyrsta skipti að fylgjast með keppninni af áhuga. Þetta er mjög umdeilt og fyrirsjáanleg umræða hefur hafist. Gamla tuggan um að „ekki megi gera grín að þroskaheftum“ er auðvitað komin á stjá, eins og það sé eitthvað verið að gera grín að einhverjum. Það er einfaldlega verið að halda með lítilmagnanum, sem er einmitt það sem allt almennilegt fólk gerir. Já og svo var lagið náttúrlega lang best.

Bandið keppir á fyrra kvöldinu, 19. maí. Veðbankarnir eru víst þegar farnir að spá Finnum sigri í ár. Í myndbandinu hér að neðan hafa karlarnir unnið finnsku keppnina og flytja sitt gríðarlega eurovision-lega lag. Ég veit ekki um ykkur en ég held með Finnlandi í ár!

2 svör to “Finnar hafa valið lag í Eurovision”

  1. Óskar P. Einarsson mars 2, 2015 kl. 11:09 f.h. #

    Myndir af ykkur Kari er algjört „áður en það varð kúl“ dauðans 🙂 Nú verður sko Júróvísjónpartí. ROSALEG kommentin á Youtube frá alls konar „ÞETTA ER NÚ EKKI EINU SINNI LAG“-liði, djöfull verður þetta gaman!

    • drgunni mars 2, 2015 kl. 1:59 e.h. #

      Ha ha – verður þetta ekki fyrst gaman eftir að þeir hafa unnið 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: