Ég held þetta hafi verið svona: Einhvern tímann árið 1983 var hljómsveitin OXSMÁ (æðislegasta hljómsveit Íslandssögunnar btw) að glamra í kompu nálægt skemmtistaðnum Safarí á Skúlagötu (staðurinn var til vinstri við þar sem KEX Hostel er í dag). Bubbi Morthens var fastagestur á Safarí, útúrkókaður og ríðandi hægri vinstri eins og lesa má um í ævisögu hans. Bubbi var eitthvað að væflast þarna, kannski nýbúinn að refsa einhverri grúppíunni, rann á hljóðið og bankaði á kompuhurðina. Úr varð smá djamm og svo vel vildi til að upptökugræja var á svæðinu. „Me & My Baby“ með Bubba og Oxsmá varð útkoman og var gefin út skömmu síðar á „Biblía fyrir blinda“, kassettu Oxsmá frá 1983. Bubbi vissi ekkert af þessu og brást að sögn illa við tíðindunum. Áður en hann fór í mál við Oxsmá voru málin settluð.
Fágætasta Bubba-lag í heimi
4 SepSkert heyrn
3 JúnÉg er með skerta heyrn og heyri nánast engan mun á hljómgæðum. 128 kbps mp3, 320 kbps eða wav eru eitt og það sama fyrir mér. Þetta fékk ég á hreint þegar ég tók þetta próf á heimasíðu NPR. Heyrir þú einhvern mun? Þetta Tidal dæmi, sem á að vera með svo gott sánd, getur því átt sig.
Söngvari DRON fallinn frá
21 Apr
Jafnaldri minn Bragi Ragnarsson er fallinn frá. Hann bjó á Álfhólsveginum nálægt mér en samt töluðust við aldrei við og vorum í sitthvorum vinahópnum. Bragi var söngvari í hljómsveitinni DRON (Danshljómsveit Reykjavíkur Og Nágrennis), en sú hljómsveit sigraði fyrstu Músíktilraunir Tónabæjar árið 1982.
Ég hafði ástæðu til að vera fúll yfir þessu. Ekki bara var bassaleikarinn Björn Gunnarsson sem ég hafði spilað með í hljómsveitunum F/8 og Geðfró meðlimur í DRON heldur hafði S/H Draumur keppt á fyrsta undanúrslitakvöldi sögunnar og ekki komist áfram heldur dottið út eins og Vébandið á meðan Reflex og Sokkabandið komust áfram. Ég var lengi grútfúll yfir þessu öllu saman.
Ekki varð mikið úr DRON, eins og stundum gerist með Músíktilraunasigurvegara. Auk Braga og Bjössa voru Einar Þorvaldsson, Óskar Þorvaldsson og Máni Svavarsson í bandinu. Eiginlega var það bara Máni einn sem gerði eitthvað meira í músík. DRON kom þó tveimur lögum á safnplötuna SATT 2 árið 1984 og þau koma hér að neðan.
Þrátt fyrir ótvíræða hæfileika Braga sem söngvara gerði hann eiginlega ekkert meira eftir þetta á söngsviðinu, a.m.k. ekki það sem maður veit af, en hann var reyndar lengi búsettur í Danmörku svo maður getur hafa misst af einhverju þar. Hann var vel liðinn og talinn ákaflega góður drengur.
Hvíl í friði.
DRON – ALLRIGHT (Lag: Máni Svavarsson / Texti: Bragi Ragnarsson)
DRON – PRIESTS (Lag og texti – Einar Þorvaldsson)
Downtown Beirut 1989
19 Apr
Slagorð Sykurmolanna og Smekkleysu Heimsyfirráð eða dauði var ekkert djók á sínum tíma, eða allavega ekkert svo mikið djók. Um sumarið 1989 var meðlimum Bless, Risaeðlunar og Ham flogið til New York City ásamt ljóðskáldinu Jóni Gnarr. Hann er fjarverandi á þessari mynd hér að ofan og var meira og minni fjarverandi alla ferðina. Boðið var upp á þessa fínu dagskrá í fjögur skipti. Aðalgiggið var í Pyramid, eitt var á klúbbi í borginni Albany og tvo voru í smábúllunni Downtown Beirut II. Árni Matt var með í för og skrifaði fína grein um ferðina þegar heim var komið. Trausti Júlíusson var líka með í för og tók fyrsta giggið á Downtown Beirut II upp á kassettu. Dýrðin er hér að neðan.
Ég man að maður var frekar svekktur því New York hlaut að vera skárra en Duus hús, ég meina allavega hlytu fleiri að mæta! Svo var nú ekki, allavega ekki á Downtown Beirut II. Ég man eftir Hallgrími Thorsteinssyni á þessum tónleikum, Árna Matt, hinum hljómsveitunum og svo einhverjum innfæddum sem voru aðallega fúlir yfir því að þær gætu ekki spilað pool því poolborðið var fært til að koma hljómsveitunum fyrir. Þós ver ðe deis mæ frjend.
Bless – Downtown Beirut II, NYC
1. Hei
2. Nothing Ever Happens In My Head
3. Mourn For Me
4. Teppi (Strákur hittir stelpu)
5. Buski
6. Akkerið mitt
7. Ástfangi
8. Algjör þögn
9. Nenn’ekki
10. Köngulóguð
Jón Gnarr les úr Miðnætursólborginni
Jón Gnarr les úr enskri þýðingu á Miðnætursólborginni. Hann var alvarlegt skáld á þessum tíma. Því miður byrjar upptakan í miðjum klíðum.
HAM – Downtown Beirut II, NYC
1. Animalia
2. Whole lotta Love
3. Slave
4. Gefðu mér ást
5. Linda Blair / Auður Sif
6. Voulez-vous
Risaeðlan – Downtown Beirut II, NYC
1. Gun Fun
2. Ó
3. S&M
4. Allah
5. Stríðið er byrjað og búið
(Kassettan klárast)
Sjaldgæfasta plata Íslandssögunnar?
26 FebÉg var að fletta plötum í Notað og nýtt, hinni fínu antík/skransölu á Skemmuvegi 6, þegar eigandinn, Arnar Laufdal, kom með nokkrar plötur (sem höfðu verið „á bakvið“) og spurði hvort það væri eitthvað vit í þessu. Þarna var Fourth Reich Þeysara með íslenska umslaginu sem ég sagði að hann gæti fengið 10þús fyrir á góðum degi og svo tvær dularfullar „test pressur“ sem eigandinn sagði að væru Geislavirkir Utangarðsmanna á ensku og Þeysarar á ensku líka. Hann lánaði mér þetta heim til frekari sagnfræðirannsókna.
„Test pressa“ er nokkuð velþekkt fyrirbæri meðal plötu-safnara. Þetta eru prufu-plötur sem eru það fyrsta sem kemur úr vinýl-pressum. Oftast með hvítum miða og ekki í umslagi, heldur bara plein hvítum poka.
Dularfullu plöturnar úr Notað og nýtt eru einmitt í hvítum „nærbuxum“. Þær virðist hafa komið til Íslands með einhverjum frá Svíþjóð því önnur þeirra er merkt „Provskiva fran Grammoplast Spanga 08/761 7060“ – sem sagt plöturnar eiga uppruna sinn í Grammoplast plötupressunni í Spanga, sem er úthverfi í Stokkhólmi.
Önnur platan er As Above með Þey – enska útgáfan sem kom út hjá enska smámerkinu Shout 1982. NEMA þetta er test pressa af sænskri útgáfu sem kom aldrei út og er platan merkt „Hot-1007“ bæði á label miða og á „matrixi“ („matrix“ er svæðið á enda plötunnar þar sem nálin „fer út af“).
Hin test pressan er jafnvel enn sjaldgæfari því þetta er test pressa af plötu sem KOM ALDREI ÚT og ég vissi ekki einu sinni að væri til. Við erum að tala um einu LP plötu Utangarðsmanna „Geislavirkir“ Á ENSKU, sem sé „RADIOACTIVE“ með „THE OUTSIDERS“ eins og einhver hefur skrifað á „nærbuxurnar“:
Á label miða er skrifað „HOT-1000“ en á matrix er grafið „HIM-001“.
Ég endurtek: ÞESSI PLATA KOM ALDREI ÚT og því er auðvitað um sögulegan fund að ræða. Steinar Berg reyndi á sínum tíma að koma þessu út hjá CBS og kannski fleiri merkjum, en ég vissi ekki að það hafi farið svo langt að platan væri skorin í prufuplast. Ég hef auðvitað gert stafrænt sýnishorn fyrir sjálfan mig. Hiroshima á ensku, gjöriði svo vel:
The Outsiders – Hiroshima
Arnar (898-0100) selur plöturnar hæstbjóðanda. Sjálfur kaupi ég ekki plötur á meira en 2000 kall svo ég er úr leik!
Lögin á RADIOACTIVE með THE OUTSIDERS:
01 Hiroshima (á ensku)
02 The Big Sleep (Viska Einsteins á ensku)
03 Nuclear Reggae (Blóðið er rautt á ensku)
04 Temporary Kick + Let’s Go (Sama og á Geislavirkir)
05 Girl like you (Ég vil ekki stelpu eins og þig á ensku)
06 The Big Print (sama og á Geislavirkir)
07 Tango (á ensku)
—
08 Migrant Worker (Kyrrlátt kvöld á ensku)
09 Chinese Reggae (sama og á Geislavirkir)
10 It’s A Shame (sama og á Geislavirkir)
11 Popstar (Poppstjarnan á ensku)
12 915 Connection In Berlin (Samband í Berlín á ensku)
13 Sigurður var sjómaður (eina lagið á íslensku á plötunni)
14 Beware of Immitation (Rækjureggae ha ha ha á ensku)
Snarl 3
23 Ágú
Í „tilefni“ af Menningarnótt kemur hér stafræn útgáfa af safnkassetunni Snarl 3 sem Erðanúmúsík gaf út árið 1991. Þetta var lengsta og viðamesta Snarl spólan, 26 hljómsveitir með 26 lög. Allskonar stöff af því sem hæst bar 1991, eða:
01 Jonee Jonee – Eilíf eintala (ég spila á gítar)
02 Leiksvið Fáránleikans – Hanaat (Jói í Vonbrigðum syngur)
03 Sororicide – Unescapable past (Nýbúnir að vinna MT)
04 Ræsið – Veist þú hvað ljóminn (Frá Húsavík)
05 Drulla – Hass í rass (Óttarr Proppé sér um söng)
06 Exit – Spilafíkn (Frá Akureyri)
07 Daisy Hill – Demigod
08 Risaeðlan – Scandinavia Today
09 Paul & Laura – Heilagur maður
10 Reptilicus – Ónefnt (stytt)
11 Rotþróin – Ennið á Línu sprakk
12 Bless – Sunnudagamánuður (Lag eftir MOTO)
13 Dritvík – Comfortable
14 Rut+ – Dæmdur til að dreyma
15 The Human Seeds – Valhalla (Grínband með Braga, Þór og Sigtryggi úr Sykurmolunum og Sjón. Þeir voru að leika sér með þetta þegar Sykurmolarnir tóku upp Stick Around for Joy).
16 Dr. Gunni – Jóhann risi
17 B.R.A. – Adda (Frá Húsavík)
18 No Comment – Eymd (Hlynur úr Strigaskóm plús eitthvað lið)
19 Strangelove – Suicide Tunes (áður kölluðu þeir sig Rosebud og enn síðar Slowblow)
20 Saktmóðígur – Pervertinn
21 Majdanek – Black Snow
22 Graupan – Nei
23 Opp Jors – Farðu í hús (Barði í Bang Gang í unglingaflippi)
24 Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur – Apahöfuð (Frá Selfossi)
25 Lághjú – Vinur (hluti)
26 Down & Out – Garnabæla (Frá Húsavík)
SNARL 3 færðu rafrænt á ZIP-FÆL með því að ÝTA HÉR.
Aðrar safnkassettur frá Erðanúmúsík hafa þegar verið settar hér á ZIP:
OZ-ICE E.P.
20 ÁgúÁ árum áður (fyrir internet) var þétt net tónlistaráhugamanna starfandi og naut póstþjónustunar. Ég datt inn í þetta upp úr 1980 og stóð í stórfeldum bréfaskriftum og músík-skiptum við fólk út um allan heim. Enginn vissi neitt um Ísland fyrir Sykurmolanna en svo varð hipp og kúl-mettun landsins sífellt meiri. Einn af pennavinum mínum var svo áhugasamur að hann ákvað að gefa út plötu. Hann var líka mikill Ástralíu-fíkill (eins og ég reyndar) svo niðurstaðan var 4-laga 12″ platan Oz-Ice þar sem Bless og Daisy Hill (áður Puppy Farm einnig) voru fulltrúar Íslands og 2 bönd fulltrúar Ástralíu. Eitthvað stóð platan á sér svo hún kom ekki út fyrr en 1993. Bless hafði tekið upp sitt lag 1991. Þetta var seinasta útgáfa bandsins, ég var kominn á bassa, Pétur Heiðar Þórðarson spilaði á gítar og Logi Guðmundsson var á trommur. Mér heyrist ég þó spila á gítar í þessari upptöku af laginu Sukk og svín. Tekið upp í Gný minnir mig. Bara þetta eina lag. Í öðru sessjóni tók svo sama læn-upp upp lagið „Heimavistin helvíti“ sem kom á Skífu-safnplötunni „Úr ýmsum áttum“, sem þótti nokkuð nýjabrum, sérstaklega þar sem „útgáfu-risinn“ borgaði fyrir upptökuna.
En allavega. Þessi tólftomma kom varla út. Ég fékk send örfá eintök og svo veit ég ekki meir. Varla hafa verið gerð fleiri en svona 500 stk. Ég er búinn að smella plötunni á stafrænt form, svo gjössovel bara…
1. BLESS – SUCK AND SWINE
2. DAISY HILL – RIVER PHOENIX
3. THE CRUSOES – CLOSER
4. PORCELAIN BUS – I’M NOT INSANE
Skilaboð útgefanda, sem var Simon Proudman, minnir mig. En svo var annar pennavinur, Charlie Wertheim, sem kom eitthvað nálægt þessu líka.
Þetta er lag sumarsins!
2 ÁgúÞað hefur verið venja að hvert sumar eigi sér lag, sem maður vill heyra aftur og aftur. Í fyrra gat ég eignað mér sumarlagahitt með Glaðasta hund í heimi, en á Youtube stefnir nú óðfluga í að lagið fái sömu view-tölu og íbúatala Íslands. Í fyrra varða líka Kött Grá Pjé og Toggi Nolem með Aheybaró, sturlaðingslega gott lag sem maður nennir ennþá að hlusta á.
Pródúserinn Nolem er nú í Mafama og lagið Sonny er eitthvað að meikaða. Ágætis lag en ekkert sumarsmelladæmi. Einhverjum gæti fundist að Hossa Hossa með Amaba Dama sé sumarhittarinn, en mér finnst viðlagið í því einum of þunnt til að standast álag. Þetta er nánast næsti bær við Who let the dogs out.
Ég var satt að segja farinn að halda að það kæmi enginn sumarsmellur í ár. En þá kom Prinspóló. Prinsinn hefur þegar gert Sorrí, eina af bestu plötum ársins, en titillagið við París Norðursins, nýjustu myndar Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, er hreinasta snilld. Þetta er svona lag sem maður vill hlusta á aftur og aftur og helst leyfa öllum í kringum sig að heyra líka. Haukur S hefur komist að sömu niðurstöðu á Starafugli. Þar má líka lesa hinn frábæra texta.
Prinspóló – Paris norðursins
Mexico með Gus Gus
13 Jún
Gus Gus – Sustain
Mikil fengur er í nýrri Gus Gus plötu, enda var hestaplatan sem kom út fyrir þremur árum dúndurgóð. Nú er komin út 9 laga platan Mexico þar sem haldið er á ýmis teknósk mið, með og án stengja. Nokkur munur er á fíling laga eftir því hvort Högni, Daníel eða Urður er í aðalhlutverki, en allir fá eitthvað fyrir sinn snúð. Lögin eru:
01 Obnoxiously Sexual
02 Another Life
03 Sustain
04 Crossfade
05 Airwaves
06 God Application
07 Not The First Time
08 Mexico
09 This is what you get when you mess with love
Umslagið er töff. Ég smelli laginu Sustain inn í streymi. Getur einhver sagt mér úr hvaða gamla diskólagi bassalínan í þessu lagi kemur?
Frábær hljómsveit – 30 árum síðar
22 Maí
Þau undur og stórmerki gerðust nýverið að ég keypti geisladisk í búð. Sjálfur Ási í Faco, Fálkanum, Gramminu og nú Smekkleysu afgreiddi mig með eintak af diski Fan Houtens Kókó, Gott bít. Þegar þetta var afstaðið settist ég á bekk í sólinni, reif plastið af og skoðaði diskinn og umbúðirnar. Allt þetta olli hugrenningartengslum við löngu liðinn veruleika þegar svona hegðun var reglubundin. Nú fer „neysla“ tónlistar jú að mestu fram með músasmellum, og þá helst á Spotify. Ýmsum gæti fundist það mikil afturför, sem það eflaust er.
Á geisladisknum Góðu bíti má finna lög af kassettunum Musique élémentaire og Það brakar í herra K frá 1981 og auk þess hljóðritanir frá 1982 sem sumar voru gefnar út á safnkassettunni Rúllustiganum en aðrar sem aldrei hafa verið gefnar út áður. Allar upptökurnar eru „læf“, ýmist frá tónleikum 1981 eða gerðar í æfingahúsnæði – segir Fan Houtens kókó á facebooksíðu sinni.
Kókóið var hreinlega frábær hljómsveit og þetta stöff stenst tímans tönn „eins og bringuhár Bjarna Felixsonar“. Ég var mikill aðdáandi og á kasseturnar ennþá. Hér er best off af þeim plús nokkur óútgefin lög sem eru hreinlega betri en „flíruleg rotta og hún“. Kókóið spilaði „og kremur spriklandi kjötbollu“ en var graflöxuð í því besta af póstpönkinu – stöff eins og Cabaret Voltaire, Wire, YMG, Devo og Suicide er súrrað í Breiðholtsmalbiki örlí eitísins þegar allt var allt öðruvísi en núna (eins og vill henda). Þrusugott stöff fyrir alla með eyru.
Tónlistin leggst á eins og „eyrað upp við ofninn“. Ég hef verið að raula stuðlög eins og „Matseðill Ísidórs Greifa“, „Eru kattaskins nýmóðins“ og „Samba fyrir æðarblika og skjálfani neglur (tsja – tsja – tsja)“. Og náttúrlega öll hin líka. Bæklingur er tipp topp. Allir textar. Líka fullt af myndum, skrá yfir tónleika og saga sveitarinnar, skrifuð af Trausta Júlíussyni, cand mag. Gæti varla verið betra.
Úr vöndu er að ráða við að velja stuðlag til sýnis. Sjálfir hafa þeir sett Allir vilja Bebop á Youtube. En ég bregð á það ráð að skjóta hér að meistaraverkinu Grænfingraðir morgunhanar