Nýtt úr tónlistarlífinu

29 Okt


Punghljómsveitin Elín Helena gerði sjúklega nett albúm fyrr á árinu, Til þeirra sem málið varðar, og hefur nú hnoðað í nýtt lag – Ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga… – sem verður einmitt á tímamótasafndisknum SNARL 4, sem kemur út um helgina. Að þessu tilefni vill Elín Helena koma eftirfarandi á framfæri: Samfélagið gliðnar í sundur og hljómsveitin Elín Helena er orðin snaróð vegna þessa og hefur því hlaðið nýju lagi í haglabyssuna og blásið til tónleikahalds til að finna brjálæðinu viðeigandi vettvang. Ádeilulagið „Ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga…“ er splunkunýtt úr herbúðum hljómsveitarinnar og kemur út á safnplötunni Snarl 4 – Skært lúðar hljóma, sem er væntanlegt í lok vikunnar. Um er að ræða safndisk með 25 glænýjum lögum með þeim hljómlistaratriðum sem hæst standa á Íslandi í dag. Lagið er beinskeytt og tekur á óheppilegri orðræðuhefð sem nú gengur yfir íslenskt samfélag. Um lagið hafði Skúli Arason, trommari þetta að segja: “Það er auðvitað mjög óheppilegt að fólk skuli segja ósatt, en það myndi henta okkur miklu betur ef fólk myndi frekar segja satt.”
Næstkomandi föstudag, 31. október, mun Elín Helena spila á tónleikum á Bar 11, ásamt Kælunni miklu (sem á einmitt lag á SNARL 4 líka) og er því til mikils að vænta þar.
Elín Helena mun einnig koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í tvígang. Á dagskrá hátíðarinnar eru tónleikar á Gamla Gauknum á laugardeginum klukkan átta og utandagskrár mun sveitin leika í plötubúðinni Lucky Records við Hlemm klukkan sex á fimmtudeginum.
Elín Helena er svo brjáluð að hún treystir sér ekki til að halda fleiri tónleika á svo stuttum tíma, ellegar er hætt við að höfuðæðar springi – bæði áhorfenda og hljómsveitarmeðlima.


Hin gamla og góða hljómsveit KIMONO hefur gefið út smáskífu hjá glænýrri útgáfu í USA, Theory of Whatever Records. Specters er nýtt lag en á B-hliðinni renna Kimono sér í Þeysara-slagarann Rudolf og gera það frísklega. Specters er forsmekkur af næsta albúmi sem á að koma út á næsta ári. Bráðlega munu svo vinýl útgáfur af CD-um Kimono líta dagsins ljós, en til vinýlsins var stofnað með vel heppnuðum internetsníkjum (e. fundraising) á dögunum. Kimono spilar á KEXI í kvöld (sjá facebook-síðu) og þar verður til upphitunar funheitasta bandið í dag, PINK STREET BOYS, sem á einmitt lag á safndisknum SNARL 4.

grisa_stud7inch
Komin er í framleiðslu 7” vínyl plata þar sem stuðhljómsveitin Grísalappalísa reynir sig við lög úr möppu Stuðmanna. Vonandi nær hún í búðir fyrir jól… Grísalappalísa sendi frá sér tvö lög úr smiðju Megasar í fyrra og nú halda þeir áfram og pressa upptökur sem gerðar voru á ferðalagi þeirra um Ísland nú í sumar með DJ Flugvél og Geimskip, en hún leikur einmitt á þessum nýju upptökum. Grísalappalísa eiga lag með Megasi á SNARL4 og DJ Flugvél og Geimskip á líka lag á SNARL 4, sem kemur út um næstu helgi á CD og 7 kassettum.

Grísalappalísa – Strax í dag

10723566_472216169585570_1463938047_n
Nýjasta meistaraverkið frá Lady Boy Records er kassettan Old Stories með RUSSIAN.GIRLS, sem er hugarfóstur í slími Guðlaugs Halldórs Einarssonar. Tónlistin hefur verið kölluð „electronic lounge music“. Útgáfan er hér til streymis og kaups.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: