Sarpur | Erðanúmúsík RSS feed for this section

Útstreymi fyrir tilfinningar

7 Okt

Ég á afmæli í dag (52) og fer framhjá enn einn vörðunni í átt að opinni gröf. Er dáldið tvístígandi með hvort ég eigi að brenna mig (hreinlegra – ákveðin hætta þó að ég vakni í ofninum) eða láta troða mér í kassa og grafa í mold. “Ég er ekkert of góð fyrir ormana,” sagði einhver amma eða frænka hans Kidda, og pabba fannst jarðsetning flott dæmi: “Finnst það bara notalegt að verða að einhverju gagni,” sagði hann og fannst hans dána kjöthylki þannig öðlast tilgang sem ormafæða. Hmmm… erfitt val. Vonandi verður komið svona þegar ég fer. Össs, einum of dark að vera að hugsa um þetta. Ég er á lífi, annars væri ég varla að skrifa þetta – eða hvað?!

Mikilvægt er að standa við loforð. Þegar ég varð fimmtugur ákvað ég að fá mér tattú á hverjum afmælisdegi. Og nú er ég kominn með það þriðja. Meistari Fjölnir henti þessu á í gær á svona tíu mínútum. Þetta er lógó Erðanúmúsíkur, fyrirtækis míns, og sást fyrst á prenti 1985. Ég man ekkert afhverju ég valdi hníf að skera hjarta. Örugglega áhrif frá The Birthday Party.

22345174_10215750535183274_1961216458_o
Nú er þetta komið á vinstri löppina og ég kemst ekki í heita pottinn í viku. Var alveg búinn að gleyma því þegar ég ætlaði í pottinn í gær eftir leikinn. Hafði nefnilega lofað að raka af mér skeggið ef Ísland ynni Tyrki. Staðan var 2-0 þegar þessu var lofað (á Twitter) og svona alveg séns að ég þyrfti ekki að raka mig. Svo voru þessir Tyrkja-ræflar ekki mikið að standa sig og ég myndi segja að strákarnir væru nú búnir að hefna bæði fyrir Tyrkja-Guddu og Soffíu Hansen. Og Finnarnir! Þeir sömu og unnu okkur í Helsinki fyrir svona mánuði; þeir skiluðu þeim sigri í Scandinavískum bróðurkærleika og nú er Meistari Pyry Soiri hreinlega orðin þjóðhetja hér.

Samkvæmt finnskum heimildarmanni mínum vissi Pyry ekki einu sinni að hann hefði potað boltanum inn fyrr en völlurinn þagnaði í undrun. Látum Translate.Google í málið. Athugið að upprunalegur texti er á sænsku því í Finnlandi er sænskur minnihluti, aðeins fleiri en allir á Íslandi:

“Finnland fær að huga að frumkvöðlum Pyry Soiri til þess að fá góðan árangur. „Förstås finnst það gott,“ segir Soiri eftir 1-1 gegn Króatíu.
Með um það bil tíu mínútur eftir að spila gegn Króatíu var Finnland undir með 0-1. Chefstränaren Markku Kanerva gaf Pyry Soiri skilaboð um að halda áfram með „fara inn og spila, hjálpa til í áfalli“.
Það var bara það sem debutanten gerði.

Tyst ég Rijeka
Soiri got a praise on a post that sailed over the Croatian defense line. Það þýddi 1-1 – frábær fyrir Finnland, hörmung fyrir Króatíu.
– Ég sá strax að bollen fór inn, en eftir það varð það rólegt í eina sekúndu. Það var þá sem ég vissi hvað hafði gerst, segir Soiri til Yle.

– Það var gott og síðan fékk ég útstreymi fyrir tilfinningarnar, segir Soiri.

Ef þetta verður svona í þessum nýja Google síma þá held ég að þeir ættu að kalla hann frekar Giggle Google. Hvernig á maður að geta talað við einhvern undir svona flissvænni steypu?

22292292_10215750417060321_79977653_oÉg á afmæli og lít svona út. Ekkert að því. Og skegg er bara skegg. Þetta vex svo hratt að ég verð kominn með ágætan hýjung á kosninganótt eftir 3 vikur. Verð ekki lengur Barbapabbi á sigurhátíð XS!

22323652_10215747865356530_1325972845_oSvo skruppum við Kiddi á Bessastaði á árlegt RIFF dæmi. Guðni er algjör meistari eins og alþjóð veit.  Kannski verður band úr þessu? Forsetatríóið á Katalínu?

Eliza Reid, minn gamli prófarkarlesari, þurfti því miður að fara á annað gigg, svo ég gat ekki spurt hana hvort hún væri tilkippileg í annað verkefni í vor.

Allavega. Þessi frábæri laugardagur er varla byrjaður og ég á afmæli og þarf að gera eitthvað skemmtilegt. Ætti nú ekki að vera mikið mál.

Dr. Gunni í sjoppu – forsala

28 Sep

drge27
Sú staðreynd er yfirvofandi að ég verði fimmtugur. Ekki hafa áhyggjur af mér, ég er þegar búinn að ljúga að sjálfum mér að þetta sé ekkert mál, og að það sé um sjötugt sem fyrst fari eitthvað að bera á ellihrumleika. Til að halda upp á þetta tölulega tákn kemur út platan Dr. Gunni í sjoppu á afmælisdaginn, 7. október. Platan er tíu tommu vinýl-hljómplata í vönduðu litprentuðu umslagi. Aðeins verða búin til FIMMTÍU EINTÖK og verða þau tölusett og árituð af höfundi. Verð á stykkinu er 5000 kall, sem er náttúrlega ekkert okur þegar haft er í huga hvað kostar að búa til svona fá eintök. 

Það eru tíu lög á plötunni:

HLIÐ A:
01 1$ (með óþekktum götusala í New York!)
02 ROKK! (Sigga Beinteins syngur!)
03 HEIÐA DÖGG (Þorsteinn Eggertsson gerði textann!)
04 BAUGUR MÓNAKÓ PARTÍ
05 STÍF-STEF-STEFÁN (Videósílin flytja!)

HLIÐ B:
01 HESTAR
02 ROLLUR
03 GÚMMÍÖND (Dj. Flugvél og geimskip syngur og útsetur lagið!)
04 SJÖUNDI OKTÓBER
05 NEW YORK BORG KL. 4 UM NÓTT (Shady Owens syngur!)

(Uppfært 29. sept) PLATAN ER UPPSELD!!!

Hér er platan þjöppuð niður í eina mínútu til að gefa smjörþefinn:

SNARL 4 á þrotum

16 Nóv

Safndiskur ársins, SNARL 4 – Skært lúðar hljóma – er á þrotum hjá útgefanda (mér). Nýtt upplag er væntanlegt á morgun. Diskurinn kostar alls ekki meira en 2000 krónur og hægt er að kaupa hann í Lucky Records, Smekkleysu, 12 tónum, Bókabúð Máls og menningar og bráðlega í Eymundsson á Akureyri. Nú og einnig hjá mér (hann kostar 2000 krónur út um allan heim). Það eru 25 lög á disknum og myndbönd til af sumum lögunum.


Pink Street Boys eru tilbúnir með plötu (bestu plötu ársins?) og leita að útgefanda.

Ég veit ekkert um hljómsveitina Brött Brekka nema að hún er góð.

Börn gerðu hina fínu plötu Börn fyrr á árinu.

Vafasöm síðmótun er leynihljómsveit sem gerði geypigóða EP plötu fyrr á árinu, Íslenzk þjóðmenning. Sveitin syngur um Hönnu fokking Birnu á Snarli 4 en um Sigmund Davíð á EP plötunni.

Sindri Eldon hefur gefið út plötu með mörgu góðu páverpoppinu. Sorrí finn engan link á hana.


Death of a Scooba Fish (hvað er Scooba Fish? Það er ekki til!) er sólóverkefni Aðalheiðar Örnu Björgvinsdóttur. Einu sinni var hún í hljómsveit með Nönnu í OMAM. Ég held að hér sé eitthvað gott á leiðinni.

Kvöl er njúveif og gerði EP plötu fyrr á árinu hjá Ronju Records.

Mafama er frá Akureyri og eru handan við hornið með fyrstu plötuna sína.

Knife Fights gerðu frábæra plötu fyrr í ár, I Need You To Go To Hell.


Pönkbandið Elín Helena frá Selfossi gerði drulllluþéttu plötuna Til þeirra er málið varðar í vor.

Just Another Snake Cult hefur gert allskonar æðislegt.

Mugison er með lagið Afsakið hlé á Snarli 4.

http://www.youtube.com/watch?v=3UdlhLmg3hk
Skerðing
frá Akranesi er æðisleg hljómsveit sem gerði plötu fyrr í ár sem heitir Músagildran.

Nolo strákar eru í sífelldu stuði og hafa gert margt gott.


Sushi Submarine flokkurinn er upp og komandi.

Kælan mikla hefur gefið út disk í 50 eintökum sem fæst í Lucky. Tékk itt. Besta bandið í dag, segja menn.

Fræbbblarnir eru elsta bandið á Snarli 4. Sveitin hefur lengi verið að vinna að nýrri plötu sem við fáum vonandi asap.

Dr. Gunni (ég) á stysta lagið á Snarli 4. Það verður án efa á tímamótaplötunni L sem kemur út 7. okt 2015.

Lífið leikur eðlilega við Dj. Flugvél og Geimskip. Hún er að fara til Japans og er að vinna að nýrri plötu á vegum Mengi.

Insol er ekkert basol. Meistarinn mun vonandi koma með nýja plötu bráðlega.

Harry Knuckles er pá pá. Finnið hann hjá Lady Boy Records.

Panos from Komodo er illilega tengt Godchilla en sú sveit hefur gert þrekvirkið Cosmatos.

RadRad er leynimaðurinn Guðmundur Ágúst. Finnið hann hér.

Grísalappalísa og Megas ljúka Snarli 4 með æðislegheitum. Óþarfi að segja ykkur eitthvað um þá. Ég vona innilega að þetta skröltandi góða samstarf muni enda á plötu.

Psst… Snarl 4 er komin út

4 Nóv

snarl4ö
Safndiskurinn SNARL 4 – SKÆRT LÚÐAR HLJÓMA er komin út hjá ERÐANÚMÚSIK. Þetta er fyrsta SNARL útgáfan síðan 1991.

Á SNARL 4 eru 25 lög með jafn mörgum flytjendum, þessum í stafrófsröð:

Brött brekka
Börn
Death of a Scooba Fish
Dj. Flugvél og geimskip
Dr. Gunni
Elín Helena
Fræbbblarnir
Grísalappalísa & Megas
Harry Knuckles
Insol
Just Another Snake Cult
Knife Fights
Kvöl
Kælan mikla
Mafama
Mugison
Nolo
Panos From Komodo
Pink Street Boys
Prinspóló
Radrad
Sindri Eldon
Skerðing
Sushi Submarine
Vafasöm síðmótun

SNARL 4 kemur út á CD, sem er lúðalegasta og aðgengilegasta formatið í dag, rétt eins og kassettan var þegar síðustu þrjár SNARL útgáfur komu út. Diskurinn er til sölu í LUCKY RECORDS, SMEKKLEYSU og í verzlunum 12 TÓNA á Skólavörðustíg og Hörpu. Einnig má panta SNARL 4 hjá útgefanda. Fast verð er á SNARL 4 – 2000 Krónur.

Nýtt úr tónlistarlífinu

29 Okt


Punghljómsveitin Elín Helena gerði sjúklega nett albúm fyrr á árinu, Til þeirra sem málið varðar, og hefur nú hnoðað í nýtt lag – Ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga… – sem verður einmitt á tímamótasafndisknum SNARL 4, sem kemur út um helgina. Að þessu tilefni vill Elín Helena koma eftirfarandi á framfæri: Samfélagið gliðnar í sundur og hljómsveitin Elín Helena er orðin snaróð vegna þessa og hefur því hlaðið nýju lagi í haglabyssuna og blásið til tónleikahalds til að finna brjálæðinu viðeigandi vettvang. Ádeilulagið „Ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga…“ er splunkunýtt úr herbúðum hljómsveitarinnar og kemur út á safnplötunni Snarl 4 – Skært lúðar hljóma, sem er væntanlegt í lok vikunnar. Um er að ræða safndisk með 25 glænýjum lögum með þeim hljómlistaratriðum sem hæst standa á Íslandi í dag. Lagið er beinskeytt og tekur á óheppilegri orðræðuhefð sem nú gengur yfir íslenskt samfélag. Um lagið hafði Skúli Arason, trommari þetta að segja: “Það er auðvitað mjög óheppilegt að fólk skuli segja ósatt, en það myndi henta okkur miklu betur ef fólk myndi frekar segja satt.”
Næstkomandi föstudag, 31. október, mun Elín Helena spila á tónleikum á Bar 11, ásamt Kælunni miklu (sem á einmitt lag á SNARL 4 líka) og er því til mikils að vænta þar.
Elín Helena mun einnig koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í tvígang. Á dagskrá hátíðarinnar eru tónleikar á Gamla Gauknum á laugardeginum klukkan átta og utandagskrár mun sveitin leika í plötubúðinni Lucky Records við Hlemm klukkan sex á fimmtudeginum.
Elín Helena er svo brjáluð að hún treystir sér ekki til að halda fleiri tónleika á svo stuttum tíma, ellegar er hætt við að höfuðæðar springi – bæði áhorfenda og hljómsveitarmeðlima.


Hin gamla og góða hljómsveit KIMONO hefur gefið út smáskífu hjá glænýrri útgáfu í USA, Theory of Whatever Records. Specters er nýtt lag en á B-hliðinni renna Kimono sér í Þeysara-slagarann Rudolf og gera það frísklega. Specters er forsmekkur af næsta albúmi sem á að koma út á næsta ári. Bráðlega munu svo vinýl útgáfur af CD-um Kimono líta dagsins ljós, en til vinýlsins var stofnað með vel heppnuðum internetsníkjum (e. fundraising) á dögunum. Kimono spilar á KEXI í kvöld (sjá facebook-síðu) og þar verður til upphitunar funheitasta bandið í dag, PINK STREET BOYS, sem á einmitt lag á safndisknum SNARL 4.

grisa_stud7inch
Komin er í framleiðslu 7” vínyl plata þar sem stuðhljómsveitin Grísalappalísa reynir sig við lög úr möppu Stuðmanna. Vonandi nær hún í búðir fyrir jól… Grísalappalísa sendi frá sér tvö lög úr smiðju Megasar í fyrra og nú halda þeir áfram og pressa upptökur sem gerðar voru á ferðalagi þeirra um Ísland nú í sumar með DJ Flugvél og Geimskip, en hún leikur einmitt á þessum nýju upptökum. Grísalappalísa eiga lag með Megasi á SNARL4 og DJ Flugvél og Geimskip á líka lag á SNARL 4, sem kemur út um næstu helgi á CD og 7 kassettum.

Grísalappalísa – Strax í dag

10723566_472216169585570_1463938047_n
Nýjasta meistaraverkið frá Lady Boy Records er kassettan Old Stories með RUSSIAN.GIRLS, sem er hugarfóstur í slími Guðlaugs Halldórs Einarssonar. Tónlistin hefur verið kölluð „electronic lounge music“. Útgáfan er hér til streymis og kaups.

Yfirvofandi: Snarl 4

27 Okt

snarl4ö
Snarl 4 – Skært lúðar hljóma er væntanlegt í lok vikunnar. Um er að ræða safndisk með 25 glænýjum lögum með þeim hljómlistaratriðum sem hæst standa á Íslandi í dag. Reynt verður á geymslugetu CD-disksins því safndiskurinn nánast slefar í fulla leyfilega lengd, 80 mín. Eftirfarandi lög og hljómlistaratriði eru á Snarl 4 – Skært lúðar hljóma:

01 Pink Street Boys – Evel Knievel
02 Brött brekka – Snake Oil Song
03 Börn – Þú skuldar mér að vera sexý
04 Vafasöm síðmótun – Alvöru fokking lönd!
05 Sindri Eldon – Giving Up Giving Up
06 Death of a Scooba Fish – Criminal
07 Kvöl – Watching Me
08 Prinspóló – Draumur um hraun
09 Mafama – Middle of Norway
10 Knife Fights – Don’t Be A Man
11 Elín Helena – Ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga…
12 Just Another Snake Cult – Lost in the Dark
13 Mugison – Afsakið hlé
14 Skerðing – 30 krónur
15 Nolo – Mali
16 Kælan mikla – Ekkert nema ég
17 Sushi Submarine – Slugs
18 Fræbbblarnir – Bugging Leo
19 Dr. Gunni – Rassar í spandex
20 Dj. Flugvél og geimskip – Draugur í kastalanum
21 Insol – Eða viljum við ekki skynja…
22 Harry Knuckles – Untitled 2
23 Panos From Komodo – Walking My Mother
24 Radrad – <þrír
25 Grísalappalísa & Megas – Skrítin birta – Lifandi á Palóma

Diskurinn verður til sölu í góðum plötubúðum á 2.000 krónur og ekki eyri meira. Snarl 4 má kaupa hjá undirrituðum og verður hann sendur út um allan heim á 2.000 krónur. Fáðu leiðbeingar um kaup á Snarli 4.

Sérstök útgáfa á kassettu (til að heiðra sögu Snarl-safnkassetta fortíðar) verður gerð í 7 númeruðum eintökum og fara þau eintök öll til sölu í Lucky Records, einnig á 2.000 krónur. Ekki er hægt að forkaupa kassettuútgáfuna, enda bara 7 númeruð eintök í boði.

Ég á allar kassetturnar með þeim

27 Sep

Tdkc60cassette
„Ég á allar kassetturnar með þeim“ er hnyttinn frasi frá Bo Halldórssyni. Ég heyrði hann fyrst í Popppunkti við fáránlegri spurningu um hljómsveitina Crispy Ambulance. Eins og það þýddi eitthvað að spyrja hljómsveitina Brimkló um Crispy Ambulance!

Í dag er alþjóðlegi kassettu-dagurinn. Á Íslandi er honum helst fagnað af útgáfufærirtækinu Lady Boy Records, sem eitt „fyrirtækja“ hér gefur flest sitt efni út á þessu ódýra formati. Útgáfan fagnar deginum í kvöld á Bravó.

Að auki hefur Touch Tapes gefið út Gilsbakka með Skurken og LP með Futuregrapher.

Sjálfur var ég mikið í kassettunum og gaf mikið út á þessu formati á vegum Erðanúmúsík. Ég gerði einnig þætti á Rás 2 um íslenskar útgáfur á kassettum, hina stórfínu þætti (þótt ég segi sjálfur frá) SNÆLDA, sem enn má hlusta á.

Á árum áður tók maður upp á ótal kassettur, sendi til pennavina og fékk kassettur í staðinn. Svona kynntist maður allskonar tónlist, áströlskum eðalskít, ungverskum eðal, pólskum eðal, finnskum eðal (ég er ekki frá því að eðall sé nýja uppáhaldsorðið mitt). Á ferðum mínum erlendis keypti ég oft kassettur, t.d. í CBGB’s búðinni: örlí stöff með Daniel Johnston; Bless fékk óútgefið Spiderland með Slint á kassettu og hlustaði á í vaninum, fékk líka kassettu með hljómsveitinni Couch Flambeau á þessum suddafína Bless-túr af því ég þótti minna á söngvarann í þessari hljómsveit. Þú getur dæmt um það sjálf/ur.

Í hipsterheimum er nú spurt hvort kassettan sé hin nýja vinýlplata. Sjálfur vil ég meina að 78 snúninga platan sé hin nýja vinýlplata.

PS: Heiða og kó verður í Kolaportinu um helgina. Mætið! Það verða kassettur til sölu!

Snarl 3

23 Ágú

snarl3
Í „tilefni“ af Menningarnótt kemur hér stafræn útgáfa af safnkassetunni Snarl 3 sem Erðanúmúsík gaf út árið 1991. Þetta var lengsta og viðamesta Snarl spólan, 26 hljómsveitir með 26 lög. Allskonar stöff af því sem hæst bar 1991, eða:

01 Jonee Jonee – Eilíf eintala (ég spila á gítar)
02 Leiksvið Fáránleikans – Hanaat (Jói í Vonbrigðum syngur)
03 Sororicide – Unescapable past (Nýbúnir að vinna MT)
04 Ræsið – Veist þú hvað ljóminn (Frá Húsavík)
05 Drulla – Hass í rass (Óttarr Proppé sér um söng)
06 Exit – Spilafíkn (Frá Akureyri)
07 Daisy Hill – Demigod
08 Risaeðlan – Scandinavia Today
09 Paul & Laura – Heilagur maður
10 Reptilicus – Ónefnt (stytt)
11 Rotþróin – Ennið á Línu sprakk
12 Bless – Sunnudagamánuður (Lag eftir MOTO)
13 Dritvík – Comfortable
14 Rut+ – Dæmdur til að dreyma
15 The Human Seeds – Valhalla (Grínband með Braga, Þór og Sigtryggi úr Sykurmolunum og Sjón. Þeir voru að leika sér með þetta þegar Sykurmolarnir tóku upp Stick Around for Joy).
16 Dr. Gunni – Jóhann risi
17 B.R.A. – Adda (Frá Húsavík)
18 No Comment – Eymd (Hlynur úr Strigaskóm plús eitthvað lið)
19 Strangelove – Suicide Tunes (áður kölluðu þeir sig Rosebud og enn síðar Slowblow)
20 Saktmóðígur – Pervertinn
21 Majdanek – Black Snow
22 Graupan – Nei
23 Opp Jors – Farðu í hús (Barði í Bang Gang í unglingaflippi)
24 Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur – Apahöfuð (Frá Selfossi)
25 Lághjú – Vinur (hluti)
26 Down & Out – Garnabæla (Frá Húsavík)

SNARL 3 færðu rafrænt á ZIP-FÆL með því að ÝTA HÉR.

Aðrar safnkassettur frá Erðanúmúsík hafa þegar verið settar hér á ZIP:

Rúllustiginn (1984)
Snarl (1987)
Snarl 2 (1987)

Snarl 2

14 Okt

snarl2

Áfram heldur stafræn endurútgáfa af afurðum Erðanúmúsíkur. Nú er komið að safnkassettunni Snarl 2 – Veröldin er veimiltíta þar sem 15 atriði komu fram með 2 lög hvert. Fyrsta Snarl-spólan hafði gengið vel svo það var um að gera að koma með aðra spólu. Ég man náttúrlega mest lítið um þessi bönd öll en þó þetta:

* Sogblettir eru þekkt stærð og pönkast hér hresst.
* E-X spiluðu gáfumannarokk í anda R.E.M. Innanborðs voru m.a. Pétur Hallgrímsson og Davíð Magnússon. Hljómsveitin kallaði sig fyrst Professor X og lét framleiða smáskífu í Svíþjóð sem kom aldrei til landsins og er því líklega týndasta plata Íslandssögunnar.
* 16 Eyrnahlífabúðir. Reykjavíkurband held ég.
* Daisy Hill Puppy Farm með tvö lög í viðbót úr upprunalegu Jói, Stebbi, Óli-útgáfunni.
* Yesminis Pestis. Annað Rvk-band.
* Óþekkt andlit frá Akranesi. Orri Harðar, Pétur Heiðar o. fl.
* Múzzólíni. Unghressir að vanda.
* Sykurmolarnir voru funheitir þegar þetta var og í samningaviðræðum. Hitti Einar Örn í miðbænum og hann sagði að ég mætti nota þessar tvær læftökur (Káboj og Veik í leikföng) ef ég breytti nöfnunum í Mykjan og Skalli. Eitthvað samningsatriði.
* Blátt áfram innihélt hálfsystur Bjarkar, Ingu, sem var vitanlega stórt sellingpoint erlendis. Því miður kom ekkert meira frá þessu ágæta eitís-indie popp bandi.
* Bleiku bastarnir í hressum fíling.
* Qtzjí Qtzjí Qtzjí komu frá Keflavík og áttu rætur í sveitinni Vébandið.
* Balli og Blómálfarnir frá Reykjavík í miklum bílskúrsgír.
* Gult að innan frá Ísafirði.
* Mosi frændi níðist á Bubba. Mig minnir jafnvel að það hafi þótt „ferskt“ 1987.
* S. H. Draumur með átteiks. Glæpur gegn ríkinu var tekið upp á sama tímu og Helmút á mótorhjóli (Drap mann með skóflu-útgáfan) í Stúdíó Stöðinni með Axel Einarssyni. Ég man ekki margt en man þó að honum fannst bandið ekki ósvipað Icecross sem hann hafði verið í 1972-73. Á þessum tíma vissi ég ekkert hvað Icecross var svo ég tók þessu lofi með fálæti.

Viðtökurnar voru fínar, sérstaklega eftir að sjálft Rolling Stone skrifaði um spóluna í sambandi við forsíðugrein um Sykurmolana. Fólk var að panta þetta erlendis frá. Einn af þeim sem skrifaði og vildi frítt eintak var Kim Fowley, sem ég vissi náttúrlega ekkert hver var á þessum á tima heldur. Held ég hafi samt sent honum eintak.

Hér er Snarl 2 – Veröldin er veimiltíta í allri sinni bjöguðu dýrð.

Og hér er svo fyrsta Snarl kassettan.

Fáðu þér Snarl

31 Maí

snarl
SMELLTU HÉR OG FÁÐÉR SNARL
Enginn sleppur lifandi út úr þessu ruglaði lífi
er bara eitt af fjölmörgum gullkornum sem leynist á safnkassettunni SNARL sem Erðanúmúsík gaf út árið 1987.  Ég hafði gefið út RÚLLUSTIGANN þremur árum áður, var ný kominn heim frá Frakklandi, og fannst nauðsynlegt að koma þeirri grósku sem mér fannst vera í íslenska rokkinu í fast form. Enginn annar var að gera neitt, svo ég varð að gera þetta sjálfur. Setti mig í samband við fimm bestu böndin plús Svart hvítan draum og stuttu síðar var SNARL komið út á kassettu (útgáfuform fátæka mannsins árið 1987) með gullfallegri teikningu eftir Jóa Eiríks (Reptilicus).

SOGBLETTIR spiluðu pönk með textum eftir Diddu (sem einhverra hluta vegna kallaði sig Skruggu á spólunni). Hér er frægasta lag Sogbletta, 5. gír. Skömmu síðar var bandið hætt og Ari Eldon bassaleikari farinn að spila með Bless.

MÚZZÓLÍNÍ sá ég í Músíktilraunum um vorið 1987 og fannst góðir. Þetta voru bara fermingadrengir en mjög skemmtilegir og djúpspakir í textum. Erðanúmúsík gaf skömmu síðar út heila kassettu með bandinu, Slys. Þarna voru innanborðs Doddi trommari (löngu síðar í Trabant), Henrý söngvari, Atli gítarleikari og bassaleikarinn Einar sem löngu síðar var farinn að verja Jóhannes í Bónus fyrir rétti.

GULT AÐ INNAN voru frá Ísafirði og ég held ég hafi aldrei séð þá læf eða einu sinni hitt þá. Venni gítarleikari rekur nú magnaraleiguna Stuð ehf.

S. H. DRAUMUR voru með þrjú læf lög á Snarlinu, þ.á.m. kóver af Love-lagi og lag sem kom hvergi annars staðar út, Of mörg hótel (innlegg í umræðu dagsins í dag!?)

THE DAISY HILL PUPPY FARM voru Jói (síðar í Ham, Unun, Lhooq, Apparat og sóló), Stebbi og Óli. Mér fannst þetta besta bandið á Snarlinu og gaf skömmu síðar út 7″ EP plötu með þeim í samvinnu við Lakeland í Englandi, sem var bara einn strákur sem heitir Simon Lake og ég er ennþá að reyna að finna á Facebook.

PARROR var frá Akureyri og innihélt stórmennin Kristján Pétur, Rögnvald gáfaða, Steinþór (fyrrverandi bassaleikara Fræbbblanna) og Kidda Valla trommara.

Þessi kassetta gekk vel og síðar komu út Snarl 2 og 3 (set þær hingað inn seinna á árinu). Árni Matt var byrjaður að skrifa um popp í Mogganum og var gríðarlega duglegur að plögga þessu stöffi – meinstrím popparar þessara tíma hafa ábyggilega verið drullusvekktir yfir því hvað þetta „öndergránd djönk“ fé mikið pláss í stærsta fjölmiðli landsins.

Snarl plögg í Þjóðviljanum.

Snarl plögg í Mogganum.

Snarl plögg í DV.