Það er byrjað að gosa

30 Okt

Manni hefur svoleiðis verið haldið uppi á nýju gosi upp á síðkastið að marr er kominn langt aftur úr í að blogga um þetta allt. Best að taka sig á:
2014-09-30 19.01.20
Mikill meistari, Smári, sendi mér flösku af Haji cola alla leið frá Berlín. Haji cola er kóla drykkur frá Indónesíu sem kynnir sig svo á heimasíðu sinni: „Soft drinks were yesterday, today there is haji: pure enjoyment for the senses, an oasis in the desert. A powerful soft drink fighting the power of the soft drink industry“ – sem sé, einskonar byltingargos. Flaskan minnir bæði á gamla góða spurið og á lava-lampa og Haji kóla smakkast ágætlega, smá karamella í kólanu, hinn fínasti drykkur upp á 3 stjörnur.

Melabúðin er leiðandi í gosi. Þar fékk ég Rose Lemonade frá enska merkinu Fentimans. Það er á 7up línunni með vægum keimi af rósavatni. Ekkert geðveikt (**). Í Melabúðinni einnig: Rhubarb og ginger Posh Pop frá enska merkinu Breckland Orchard. Engiferið og rabbabarinn renna saman í karmellaðan unað svo úr verður hinn fínasti drykkur (***).

Ég var í gróðrarstíu gossins, USA og bragðaði sitthvað.
2014-10-12 22.06.43
Tower root beer er einn aðalrótarbjórinn á New England svæðinu. Hann er barasta alveg fínn (***), klassískur rótarbjór og í fínu lagi.

2014-10-14 11.31.37
Fyrir Hrekkjavöku verða Kanar alveg graskers-óðir. Einn angi þess er Pumpkin Pie Soda frá Maine Root Handcrafted Soda (gæði). Bragðist þetta spes og spennandi (***).

2014-10-18 15.36.14
Gos frá Stewart’s er víða að fá á Austurströndinni. Gæða efni. Birch beer segja þeir að sé ólíkt Root Beer og Sarsaparilla, en ég er með svo vanþróaða bragðlauka að mér finnst þetta allt svipað. Fínasta stöff, sem sé (***).

2014-10-20 09.26.21
Jones er annað austurstrandargos sem víða fæst. Tékkaði á Strawberry Lime Soda sem er handónýtt (*), þungt í maga og bragðvont. Hellti þessu niður.

2014-10-24 15.37.33
Þegar heim var komið var gosveislan enn í fullum gangi á Amerískum dögum í Hagkaupum. Nú í fyrsta sinn bjóða þeir upp á nokkrar tegundir frá Jones, þar á meðal Jones Cream Soda, sem er eins og að drekka sykurpúða, rjóma og kandýflos í einu. Hreinasta sykursæla auðvitað (****). Aldrei áður hafa Amerískir dagar verið eins goslega sinnaðir því úrvalið hefur aldrei verið eins gott. Ekki bara var boðið upp gamla kunningja, Mug og IBC rótarbjór, heldur einnig nýja tegund, Natural Hansen’s creamy root beer. Því miður er þessi tegund alls ekkert spes, dáldið þunnt og flatt, en alveg nógu gott að maður nenni að klára dósina, svo tvær stjörnur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: