10 bestu sundlaugarnar

4 Okt

Það er fínt að fara í sund og á Íslandi er fullt af fínum sundlaugum. Ég hef ekki farið í þær allar svo þessi listi er ekki tæmandi. Á Vestfjörðum er fullt af góðum laugum en minna á Austfjörðum. Ég hef farið í margar sundlaugar fyrir austan og engin þeirra var mikið yfir meðallagi. Baðverðir þurfa ekki að koma með heykvíslar heim til mín þótt þeirra laug vanti á listann. Þetta er allt spurning um persónulegan smekk. Hér koma laugarnar: 20090417142441672832sund_m BOLUNGARVÍK Það sem gerir Bolungarvík að topplaug er góður heitur pottur, sauna og hvíldaraðstaða. Rúnturinn er því að sjóða sig í potti, sjóða sig í sauna, leggjast funheitur á legubekkinn, kæla sig og svo allt upp á nýtt nokkrum sinnum. Þá næst alsæla. Sundlaugin sjálf er inni og fín til svamls og nýlega var settur upp vaðpollur. sundlaugin_sudureyri SUÐUREYRI Næs laug, næs pottar og toppurinn er að kaupa ís eða klaka til að sleikja ofan í potti. reykjanes-sundlaug REYKJANES Í ÍSAFJARÐARDJÚPI 50 x 12.5 af mátulega volgu vatni gerir þessa að stærsta heita potti landsins. Stórfenglegt útsýni og góður stemmari. 5910158092_44b5eac0cc_z HOFSÓS Eitt besta dæmið um brauðmolahagfræðina er nýja glæsilega hipp og kúl sundlaugin á Hofsósi. Stórkostlegt útsýni um Skagafjörð. MG_5665 ÞELAMERKURSKÓLI Volg laug, barnvæn mjög, góðir heitir pottar og massanæs filingur. satellite-pool-seljavallalaug SELJAVALLALAUG Þessi er frægasta túrista laug landsins, víðfræg úr auglýsingum. Stórflott í fjallahring og maður þarf að klöngrast upp að henni. 4f757b8a321c3 HVERAGERÐI aka Laugaskarð. Stór og góð í klassískum anda. Pottar næs og gufubað sallafínt. Magnús Scheving er tíður gestur vegna kalda pottins sem er þarna. Nú eru kaldir pottar komnir víðar svo kannski fer heimsóknum Magnúsar fækkandi. Arbaejarlaug ÁRBÆJARLAUG Allt vaðandi í pottum og dóti. Gömul uppáhaldslaug og alltaf klassísk, ekki síst vegna góðrar útiaðstöðu til fataskiptinga. vesturbaejarlaug_001 VESTURBÆJARLAUG Eftir endurbætur og nýja súpertöff potta fer þessi klassík í stjörnuflokk. img_1947 SELTJARNARNES Pottafjöld og saltvatn í laug. Hér er allt sem góðri laug sæmir. Við Íslendingaræflarnir erum kannski þorskhausar á mörgum sviðum en á sundlaugasviðinu erum við best.

20 svör to “10 bestu sundlaugarnar”

  1. Heiðrún október 4, 2014 kl. 6:28 e.h. #

    Það vantar báðar laugarnar í Kópavogi, Vesturbæjar og Salarlaug. Báðar mjög fínar.

  2. Halla Pálsdóttir október 4, 2014 kl. 6:32 e.h. #

    það vantar Krossneslaug á Ströndum

  3. Ólafur Gunnar Sævarsson október 4, 2014 kl. 7:22 e.h. #

    Besti nuddpottur landsins er í Breiðholtslaug. Mæli með honum.

    • Ólafur Gunnar Sævarsson október 4, 2014 kl. 7:28 e.h. #

      Tel að Breiðholtslaugin sé með bestu sundlaugunum. Þar er að finna tvær stórar rennibrautir og góða barnalaug og innilaug, nýtt gufubað og sennilega besta nuddpott landsins.

  4. Nonni október 4, 2014 kl. 7:40 e.h. #

    Það vantar Lágafellslaug og Salalaug. Sú fyrrnefnda er að mínu mati besta laugin á Íslandi.

  5. Sigurjón Þórðarson október 4, 2014 kl. 11:59 e.h. #

    Það er greinilegt á vali Dr. Gunna á bestu sundlaugum landsins að hann gerir eitthvað annað en að synda þegar hann fer í sund.

    • drgunni október 5, 2014 kl. 3:55 f.h. #

      Já ég aðallega að tjilla. Enda kemur fram að þetta er mitt persónulega val og ekki þar með sagt að það sé ekki fullt af öðrum frábærum laugum.

  6. Kristófer Tómasson október 5, 2014 kl. 12:56 f.h. #

    Hefurðu ekki farið í Neslaug í Árnesi eða Skeiðaláug í Brautarholti. Ef ekki býð ég þér að njóta þeirra á endurgjalds. kv Kristófer

    • drgunni október 5, 2014 kl. 3:56 f.h. #

      Já takk fyrir það. Ég minnist þess ekki að hafa farið í þessar laugar, en mun gera það asap.

  7. Lovísa Dröfn október 5, 2014 kl. 8:15 f.h. #

    Suðurbæjarlaug i Hafnarfirði er og verður mín uppáhaldslaug. Mátulega stór, fínir pottar, gufa, rennibrautir og innilaug að ógleymdum sveppnum! Svo er líka svo fínt grænt útivistarsvæði þar sem er hægt að flatmaga eða leika sér á sumrin…

  8. Eiríkur október 5, 2014 kl. 11:32 f.h. #

    Fínn listi. Ef þú hefur ekki prófað þær þá mæli ég með Patreksfirði, lauginni í Bjarnafirði á Ströndum (og að sjálfsögðu Krossneslaug), Ólafsfirði, Hornafirði og lauginni við Selá í Vopnafirði. Svo er ég sammála mörgum að Lágafellslaug er sennilega besta laugin á höfuðborgarsvæðinu og það er vel þess virði að skjótast í Borgarnes.

  9. Ragnhildur Ben október 5, 2014 kl. 2:01 e.h. #

    Þið gleymið alveg bestu sundlauginni en það er Lágafellslaug í Mosfellsbæ 🙂

  10. Guðrún Svanbjörnsdóttir október 5, 2014 kl. 4:14 e.h. #

    Það vanntar Akureyrarsundlaug

    • Ómar Örn Ómarsson desember 8, 2014 kl. 2:02 f.h. #

      Alveg sammála! Ég fer daglega í hana ef ég er staddur á Akureyri og alltaf stendur hún fyrir sínu og ekki síst í júlí þegar að hitinn fór upp úr öllu þarna 🙂

  11. H. Austmann október 5, 2014 kl. 4:36 e.h. #

    Það er greinilegt að Dr. Gunni hefur hvorki farið í laugarnar fyrir norðan né fyrir austan.
    Þar eru nefnilega frábærar sundlaugar sem vert er að prófa.

  12. Sigríður Jósefsdóttir október 5, 2014 kl. 6:01 e.h. #

    Þrátt fyrir minn vestfirska uppruna, þá verð ég að upplýsa um laug sem mér finnst alveg á pari við laugina á Suðureyri. En það er sundlaugin í Selárdal við Vopnafjörð. Mæli með henni.

  13. Bjarndis S Jóhannsd. október 5, 2014 kl. 6:10 e.h. #

    Hofsós í Skagafirði.

  14. Arnar Bergur Guðjónsson október 6, 2014 kl. 10:41 f.h. #

    Það vantar Krossneslaug þarna inní….

    Klikkið á tengilinn til að sjá

  15. Hulda Gísladóttir nóvember 2, 2014 kl. 9:29 e.h. #

    Vertu hjartanlega velkominn í sundlaugina á Stokkseyri við tækifæri. Hún er frábærlega barnvæn og að auki er kaffiþjónusta (kaffi/djús/vatn) í heitu pottana, sem er ansi notalegt.

Trackbacks/Pingbacks

  1. Topp 10: Bestu sundlaugarnar - Nútíminn - október 5, 2014

    […] birtist fyrst á bloggsíðu Dr. Gunna en er birtur á Nútímanum með góðfúslegu leyfi […]

Færðu inn athugasemd