Ekki kaupa mat af Satani

9 Okt

arnalaktos
Nú virðist geysa einskonar andóf í mjólkurkælunum því einhverjum hluta almennings er misboðið. Vörur frá MS og Emmess-ís eru frá satanískum fákeppnisræflum og enginn með snefil af sjálfsvirðingu kaupir af þeim. Í staðinn eru öndergránd merkin Arna, Bíóbú, Kjörís og Kú komin í tísku og fólk snýr öllu við í kælunum til að sparka í helvítis Framsókn og Mjólkurmafíuna.

Fyrst fólk er orðið svona meðvitað er kannski í lagi að hugsa út fyrir landssteinana. Mjólkurmafían er nú kannski bara kósí við hliðina á snarviðbjóðslegum erlendum súperfyrirtækjum eins og Nestlé, Monsanto og Chiquita. Já þegar þú færð þér Chiquita banana ertu óbeint að styðja menn sem ætluðu að kála mannvininum Hugo Chavez.

Það er sem sé vandlifað. Eru skórnir þínir af pyntuðum nautgrip? Lést einhver við vinnslu kaffibollans þíns?

Tja, allavega gott að byrja á að svelta MS en svo er það bara sjálfsþurftarbúskapur og Frú Lauga, æ gess.

lffe6

3 svör to “Ekki kaupa mat af Satani”

 1. Hannes Þórisson október 9, 2014 kl. 3:26 e.h. #

  Já það eru víst bara einhver 10-15 fyrirtæki í heiminum í dag sem ráða yfir nærri 95% af allri matvöruframleiðslu á beinan eða óbeinan hátt. Allir kaupa sér 1 belju og fara bara að mjólka og strokka heima hjá sér!

 2. Bjarni Gunnlaugur október 9, 2014 kl. 10:57 e.h. #

  Svo dreymir alla frelsisunnandi vinstrispekinga þessa lands, blauta drauma um að verða teknir í rass enn á ný af einhverjum útgerðarkóngi sem snýr sér að mjólkurframleiðslu, Það er svo gaman að finna sér vondukalla með bindi til að andskotast út í, að menn sem hingað til hafa þóttst hafa hag litla mannsins í fyrirrúmi heimta frjálsa fákeppni, orðnir meiri frjálshyggjupostular en sjálfur Hannes!
  Svo getur þú herr doktor og aðrir slíkir farið með þessa bæn á kvöldin áður en draumfarir hefjast og ímyndað ykkur að þið séuð eitthvað betri menn eftir:

  “ Niður með M.S. en lifi fákeppni Hagadólganna og megi engir smákauppmenn framar þrífast hér á landi á í skjóli þeirrar heimsku M.S. að láta þá fá vöruna á sama verði og risana á markaðnum.“

 3. Steinarr Kr. október 10, 2014 kl. 1:29 e.h. #

  Mannvininum Hugo Chaves. Brandari dagsins!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: