Þetta er lag sumarsins!

2 Ágú

Það hefur verið venja að hvert sumar eigi sér lag, sem maður vill heyra aftur og aftur. Í fyrra gat ég eignað mér sumarlagahitt með Glaðasta hund í heimi, en á Youtube stefnir nú óðfluga í að lagið fái sömu view-tölu og íbúatala Íslands. Í fyrra varða líka Kött Grá Pjé og Toggi Nolem með Aheybaró, sturlaðingslega gott lag sem maður nennir ennþá að hlusta á.

Pródúserinn Nolem er nú í Mafama og lagið Sonny er eitthvað að meikaða. Ágætis lag en ekkert sumarsmelladæmi. Einhverjum gæti fundist að Hossa Hossa með Amaba Dama sé sumarhittarinn, en mér finnst viðlagið í því einum of þunnt til að standast álag. Þetta er nánast næsti bær við Who let the dogs out.

Ég var satt að segja farinn að halda að það kæmi enginn sumarsmellur í ár. En þá kom Prinspóló. Prinsinn hefur þegar gert Sorrí, eina af bestu plötum ársins, en titillagið við París Norðursins, nýjustu myndar Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, er hreinasta snilld. Þetta er svona lag sem maður vill hlusta á aftur og aftur og helst leyfa öllum í kringum sig að heyra líka. Haukur S hefur komist að sömu niðurstöðu á Starafugli. Þar má líka lesa hinn frábæra texta.

Prinspóló – Paris norðursins

Eitt svar til “Þetta er lag sumarsins!”

  1. Ási ágúst 2, 2014 kl. 9:53 e.h. #

    Frábært lag og frábær texti. Verður gaman að sjá þessa mynd í haust; vonandi verður hún jafn vel heppnuð og sú sem á undan kom.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: