Galtardalur 2014

4 Ágú

Verslunarmannahelgin hefur enga þýðingu fyrir mig enda er ég löngu hættur að æla í augun á mér fyrir utan tjald (Þjórsárdalur 1981). Hvað þá að það séu stelpur að kíkja á mig að kúka á kamri (Hápunktur Þjórsárdals 1981) eða að Fótbolta-Magga sé á túr og slóðin sé eftir hana um allt tjaldsvæði (Þingvellir 1981). Hvorugt var þó skipulögð útihátíð heldur tóku sig bara krakkar til og hópuðust á blett til ofurdrykkju. Maður stóð nokkuð í þannig.

Ég var náttúrlega að spila í Viðey 1984 (3 mættir í tjaldi) og svo keyrðum við hringinn í framhaldinu og komum til Atlavíkur á mánudag. Þar var eins og eftir ebólafaraldur og einn dró tjaldið á eftir sér og sagði: Komdu hvutti, komdu.

Svo man ég ekki meira fyrr en á Húnaveri 1991 þar sem Bless spilaði og ég og Biggi Baldurs fórum upp á svið með SSSól og sungum bakraddir í Honky Tonk. Mjög gott stuð.

Núna vorum við í bústað í Galtardal með Ylfu og Halla. Stutt til Flateyrar þar sem ég keypti brandarabækur frá 6. áratugnum í Gömlu bókabúðinni. Á Holti var haldin hin árlega sandkastalakeppni. Minnst um kastala svo sem en margar hafmeyjur og allskonar skrýmsli. Hér er frumlegasta verkið:
2014-08-02 16.10.37
Það vann þó ekki heldur sá sem gerði merki Flateyrar úr sandi (ósanngjarnt).

Ég brá mér upp á fjallið sem blasir við sumarbústaðnum, Bakkafjall (746 m). Þar efst er Mosvallarhorn, sem er ansi ægilegt á að líta.
2014-08-03 11.58.23
Til að mýkja beinin eftir þessa þrekraun fór ég í sundlaugina á Flateyri sem er slappasta laugin á Vestfjörðum með la-la laug og heitum potti í sumarbústaðastærð. Ekki var talið áhættandi að fara í aðrar betri laugar (Bolungarvík/Suðureyri) fyrir drulluskítugum og þunnum Mýrarbolta-lýð. Ég þurfti náttúrlega að setjast í brotinn plaststól á sundlaugarbakkanum og hlunkast niður með braki og brestum þegar hann brotnaði undan mér. Öllum fannst þetta voða fyndið en ég fékk heiftarlegan sinadrátt í fallinu. Hvergi er boðið upp á kalt vatn í þessari eymdarlaug, sturturnar eru handónýtar og enginn bekkur fyrir utan. 0 stjörnur!

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: