Nammi fortíðar

21 Jan

Nammi fortíðar er vinsælt umræðuefni þegar tveir eða fleiri sem eru „eldri en tvævetur“ (hallærislegt orðalag) hittast. Þá ligna menn aftur augum og nostalgísk upptalning hefst. Manstu eftir, manstu eftir..? Þetta hefur verið svona lengi og fyrirbærið var fyrst skjalfest í meistaraverkinu Sódómu Reykjavík þegar fólk taldi upp gostegundir í nostalgískri nautn.

princepolo
Framleiðendur hafa að nokkru mætt namminostalgíunni, en það mætti vera mun meira gert af því. Hið gos-sagnakennda Valash á Akureyri var endurgert fyrir nokkrum árum í takmörkuðu upplagi og fyrir jólin seldi Kaffitár endurgert Krembrauð á uppsprengdu verði (hverrar krónu virði auðvitað). Í búðum hér er enn selt nammi sem er orðið hundgamalt. Kókosbollan er forn. Líka Conga, Malta, Rommý, Lindubuff og Prins póló náttúrlega – þótt þetta „nýja“ sé  langtum verra en þetta „gamla“.

blackcat
Ýmsar tegundir eru horfnar með öllu. Black cat „Kisutyggjó“ var lakkrís-tyggjó sem margir fá unaðshroll við að heyra minnst á.

Smakk var hálfgert Prins póló vannabí en Pops var miklu betra súkkulaði. Mikið væri ég til í eitt Pops núna.

Gospillur voru unaðslegar. Maður setti þær sjaldnast í vatn heldur saug þær og lét freyða upp í sér. Það voru einhver eiturefni í þeim svo bann var sett á söluna. Forsjárhyggja! Ég hef smakkað nútíma gospillur sem enn fást í útlöndum, heita Fizzies. Auðvitað var ekkert varið í þær. Erfitt að meta hvort það sé vegna þess að þessar nýju gospillur eru verri og öðruvísi en þær gömlu, eða vegna þess að nostalgían hefur byggt upp væntingar sem ekki er hægt að uppfylla. Ef ég kæmist í tímavél núna og fengi Spur og Pops og allt þetta dót fyndist mér það ábyggilega ekkert merkilegt. Það er vegna þess að maður kann ekki að lifa í núinu heldur er alltaf í fortíðinni eða framtíðinni.

10 svör til “Nammi fortíðar”

 1. Hildigunnur janúar 21, 2014 kl. 12:00 e.h. #

  uuu blár ópal!

  og svo Póló (ekki kexið), kjarnadrykkur með gervikjörnum.

 2. Haukur Astvaldsson janúar 21, 2014 kl. 12:35 e.h. #

  Súkkó var samt ekki slor.

 3. Jón Haukur Brynjólfsson janúar 21, 2014 kl. 5:21 e.h. #

  Ég held að Pops fáist enn. Mér finnst ekki svo langt síðan ég borðaði svoleiðis. Í gamla daga var bara plast um mitt stykkið en núna er þetta í lokuðum plastumbúðum. Það er auðvitað mun síðra.

 4. Steini janúar 21, 2014 kl. 11:48 e.h. #

  Gamla Prins Pólóið heitir Esselte núna, þeir keyptu uppskriftina.

  • Frambyggður febrúar 17, 2014 kl. 4:32 f.h. #

   Ok, hlaut að vera. Smakkast líkt gamla Prins Póló.

 5. Skapti janúar 22, 2014 kl. 11:17 f.h. #

  Held að Pops hafi þróast út frá hinu yndislega KÁ sem umvafið rauðu plasti opið í báða enda, miklu þykkara og betra súkkulaði en á Pops. Hætti að neyta salætið eftir að KÁ hætti en lauma mér samt í einn og einn lakkrísbita.

 6. Þorsteinn Óttar Bjarnason janúar 26, 2014 kl. 9:31 f.h. #

  Hvernig er með apótekaralakkrís, fæst hann ennþá?

  • drgunni janúar 26, 2014 kl. 10:45 f.h. #

   Held það. Gáðu bara!

 7. spritti febrúar 4, 2014 kl. 10:07 f.h. #

  Svo má ekki gleyma Trixinu góða sem hefur verið bannvara hér á landi síðan 80ogeitthvað. Algjör nauðsin að smygla með sér pökkum þegar maður er á heimleið frá USA

  • drgunni febrúar 4, 2014 kl. 10:37 f.h. #

   Eða kaupa það bara í Kosti.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: