Uggvænleg þróun í kólanu

21 Jan

coca19
Vífilfell missir Subway, segir DV. Subway er sem sé hætt með Coca Cola og fer að selja Pepsi í staðinn. Þetta er uggvænleg þróun sem hófst með því að bíóin duttu út eitt af öðru og er nú svo komið að aðeins Laugarásbíó býður upp á Coca Cola með poppinu. Starfsfólk er alltaf afsakandi við mann þegar það segir „Við erum með Pepsi, er það í lagi?“ Auðvitað er það ekki í lagi enda frekar augljóst fyrir fólk með sæmilega bragðlauka að Coca er miklu betra en Pepsi – it’s the real thing, eins og sagt er. Líklega er til eitthvað fólk sem finnst Pepsi betra en Coca, en það er minnihlutahópur, hálfgerð frík. Frík sem þeir aðilar sem selja Pepsi en ekki Coca eru að taka fram yfir meirihlutann vegna þess að Ölgerðin býður betri díla en Vífilfell. Pepsi-aðilarnir eru sem sagt ekki að hugsa um kúnnann og velferð hans í gosinu heldur bara að spara aurinn. Þetta er slappt. Menn reyna eflaust að afsaka sig eitthvað, eins og Gunnar Guðjónsson hjá Subway, sem segir: „„Ölgerðin var með betra tilboð og er með góðar vörur. Þeir eru miklu sterkari í diet- og vatnsdrykkjunum. Þó að þetta rauða kók sé alltaf mjög vinsælt, þá eru þeir sterkari í öðrum drykkjum.“ É ræt!

Hér eru nokkrir aðilar sem selja Coca Cola. Ég mæli með að Coca-istar beini viðskiptum sínum þangað.

Laugarásbíó
Roadhouse
Búllan
American Style
Dominos
Eldsmiðjan
Bæjarins bestu
Borgarbíó á Akureyri
Culiacan, Suðurlandsbraut 4
Hamborgarafabrikkan
Gamla Smiðjan í Lækjargötu 8
Saffran
Hamborgarasmiðjan á Grensásvegi
Noodle Station

Þetta er langt í frá tæmandi listi. Það má bæta við í skilaboðum.

(Myndin hér að ofan er auglýsing úr Almanaki Ólafs S. Thorgeirssonar (útgefið í Vesturheimi 1919). Íslendingar á Íslandi fengu ekki að lepja drykkinn fyrr en 1942. Eftir því sem ég kemst næst kom Sanitas með Pepsi árið eftir og varð Ísland þar með fyrsta Evrópulandið til að selja Pepsi.)

17 svör til “Uggvænleg þróun í kólanu”

 1. Aðalsteinn J. janúar 21, 2014 kl. 5:14 e.h. #

  Vil bæta við bíólistann að Borgarbíó á Akureyri notast enn við kók. Nýja bíó á Akureyri hóf sinn feril með Pepsi, skipti yfir í kók en svo aftur yfir í Pepsi (hefur verið á stöðugri niðurleið síðan, lagði m.a. niður sérstaka miðasölu þannig að maður þarf alltaf að bíða ömurlega lengi í sömu röð og fólkið sem er að kaupa nammi).

 2. Sjonni janúar 21, 2014 kl. 5:27 e.h. #

  Já, nú eru það sósíalistar sem reka Vífilfell og hugsa bara um gæðin en ekki peninginn eins og kapítalistarnir hjá Ölgerðinni.

 3. Sólveig Guðmunds janúar 21, 2014 kl. 5:29 e.h. #

  Culiacan, Suðurlandsbraut 4, er með Coke 🙂

 4. MGS janúar 21, 2014 kl. 6:10 e.h. #

  Ölgerðin gefur veitingastöðum og kvikmyndahúsum pepsi sýrópið í gosvélarnar. Eitthvað sem Vífilfell vill ekki gera, og má mögulega ekki gera enda var fyrirtækið umdeilt talið markaðsráðandi á drykkjarmarkaði, þrátt fyrir yfirburði Egils í öðrum drykkjum en kóladrykkjum.

  Annars er Fabrikkan með kók og vonandi breytist það ekki.

 5. baugur bjargarson janúar 21, 2014 kl. 6:36 e.h. #

  so finnst lika drykkur sem heitir vatn, i øllum bìoum, i krananum inn à klòsti, biddu bara um tòmt pepsiglas i sjoppuni kanskje færdu lika lok og rør. jeg hef smakkada, passar fint med poppi

 6. Klerkurinn janúar 21, 2014 kl. 9:20 e.h. #

  Gamla Smiðjan í Lækjargötu 8 er með Coke og geðveikt góðar pizzur. Sími 578-8555

 7. Dóra J janúar 21, 2014 kl. 10:44 e.h. #

  Hversu margir ætli mæti með sitt eigið alvöru kók í bíó eins og ég?
  Eru bíóhúsin virkilega að spara aur með þessum díl við ölgerðina?

 8. Stína janúar 23, 2014 kl. 5:13 e.h. #

  Saffran

 9. siggeir janúar 25, 2014 kl. 11:33 f.h. #

  Vífilfelli var hent útaf markaðinu af samkeppnisstofnunn. Ölgerðinn er farinn að troða sér alsstaðr inn með mkið meiri samkepnis hamlandi tilboðum en vífillfell hafi nokkurn tíman geta boðið. Ég er þá núna búinn að strika Subway af listanum af stöðum sem ég borða á. fer frekar á Olís og versla það gos sem ég vil með Qiznos samlokuni minni.

 10. Arnar janúar 25, 2014 kl. 2:02 e.h. #

  Hamborgarasmiðjan á Grensásvegi er með Kók

 11. sveinbjorn janúar 25, 2014 kl. 3:27 e.h. #

  Ég átti einmitt skemmtilegar samræður við samstarfsmann í gær um The Pepsi Challenge. Pepsi Challenge, eins og flestir yfir þrítugt muna eftir, var markaðsherferð Pepsi, um allann heim, þar á meðal íslandi, sem snéri að því að leyfa neytendum að prófa kók og pepsi hlið við hlið. Þegar neytendur fengu að sjá merki kók og pepsi á drykkjunum völdu 70-80% neytenda kók, en þegar merkin voru fjarlægð, þá snérust hlutföllin við.

  Staðreyndin er sú að það er ofsalega lítill munur á drykkjunum.

  „kókismi“ er mun meira brand loyalty en raunverulegur smekkur. Þetta eru fyrst og fremst skilyrt tilfinningaleg viðbrögð við það að sjá vinamerkið eða óvinamerkið tengt drykknum, á glasi, krana eða drykkjarumbúðum, en það er preferens á sérstöku bragði.

  Mín upplifun er sú að bragðmunurinn er meiri á kók í hálfslítersplasti vs kók í gleri, en hann er á milli kók í gleri og pepsi í gleri.

 12. drifak janúar 26, 2014 kl. 5:03 e.h. #

  Noodlestation er með kók!

 13. Reynir mars 31, 2014 kl. 10:04 f.h. #

  Bíó Paradís á Hverfisgötu skiptir yfir í kók frá og með deginum í dag, mánudeginum 31. mars. Allir í bíó!!!!

 14. Burkni Helgason febrúar 23, 2015 kl. 2:55 e.h. #

  Meze á Laugavegi býður up á Coke.

 15. Burkni Helgason október 14, 2015 kl. 11:56 f.h. #

  Brooklyn bar, Austurstræti.

Trackbacks/Pingbacks

 1. Kók í Paradís | DR. GUNNI - apríl 1, 2014

  […] og komið hefur fram hefur verið uggvænleg þróun í kóladrykkju innanlands þar sem bæði bíó og matsölustaðir hafa hent út Coca Cola og […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: