Forpokaðir frethólkar fortíðar sameinist!

18 Jan

Gamalt fólk eins og ég er margt ægilega mikið að passa sig að verða ekki gamalt fólk sem hnussar yfir uppátækjum ungmenna. Við höfum líka vítin til að varast þau, forpokaða frethólka fortíðar (fff) sem hneyksluðust á djassinum, rokkinu, bítlunum, hippunum, diskóinu, pönkinu, reifinu, jú neim itt. Þess vegna voru framsækin gamalmenni voðalega glöð þegar þetta Vine drasl kom upp, að loksins væri komið fram eitthvað unglingadót sem gamalt fólk væri ekkert inn í. Enginn þorði að láta styggðaryrði falla um vinedraslið af ótta við að vera talinn fff. Kannski er til eitthvað sniðugt vine en ekki hef ég séð það. Og þessi Bieber lúkkalæks sem voru að flækjast hérna eru álíka fyndin og munnþurrkur. Ég mótmæli því harðlega að íslensk unglingafjöld hafi ekki betri húmör en þetta!

Það er algengt í umræðu gamlingja að tala um tæknibreytingar síðustu ára. Mér finnst ég alltaf vera að heyra einhvern segja „já, þetta var náttúrlega allt öðruvísi áður en internetið kom“ og svo er einhverju gamalmennadóti velt upp; faxtækjum, ritvélum og öðru úrsérgengnu drasli. Gamlingjar eru líka duglegir að  tala um þá framþróun í matargerð sem orðið hefur á Íslandi. Það er óhætt að segja að maður man tímana tvenna bæði í því og tækninni. Maður er eins og eldgamla fólkið sem segir oft frá því þegar það fékk epli á jólunum, nema maður rifjar upp þegar maður smakkaði fyrst mexíkóskan mat, indverskan mat, kíví og túnfisk.

Ég les það í pdf Fréttablaðsins (ég er það framsækinn, sjáðu til,  að ég er hættur að fá pappírseintakið sent heim) að Páll Rósinkrans er fertugur í dag. „Það er glatað að eldast“ segir hann í fyrirsögn, sem er fersk hreinskilni því yfirleitt er fólk eitthvað að malda í móinn með þetta og ljúga því að sjálfum sér og öðrum að það sé eitthvað gefandi og eftirsóknarvert að eldast og hrörna. „Mér líður þokkalega. Ég er aðeins farinn að velta fyrir mér dauðanum en ekkert alvarlega. Það er samt frekar glatað að eldast. Ég reyni bara að anda djúpt enda ekkert við þessu að gera,“ bætir Páll við og má taka undir hvert orð. Það sem mér finnst annars „skemmtilegast“ við dauðann er að hann leggst jafnt á alla. Frekar glatað ef ríkt fólk gæti keypt sig frá dauðanum (sem það getur þó etv með betri heilbrigðisþjónustu og stundum í vísindaskáldssögum).

Það er um að gera að heiðra Pál afmælisbarn með eins og einu lagi með Jet Black Joe. Mér fannst bandið ná hátindi sínum á annarri plötunni, hinni tilraunakenndu You Ain’t Here. Textinn á líka vel við á þessum tímamótum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: