George Harrison

10 Maí


(George Harrison gerðist ukulele unnandi í seinni tíð. Ég á ukulele-kennslubók þar sem hann skrifar formálann.)
Kláraði loksins að horfa á Living in a material world, heimildamynd Martins Scorsese um Bítilinn Gogga Harr. Hér fær Georg sviðið og á það í þrjá tíma. Helvíti fín mynd bara (4 stjörnur!) og svo vel gerð að manni finnst maður þekkja listamanninn að áhorfi loknu – eða að minnsta kosti vita „hvernig hann var“. Eftirlifandi Bítlar eru meðal annars talandi hausar og Ringo klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Hann tárast í lokin yfir endalokum Georgs og spyr hvort þetta sé Barbara fokking Walters!

Mugison samdi einu sinni lag sem heitir George Harrison. Hér er það læf í Hollandi 2008.

Notað og nýtt á Skemmuvegi 6 er með gott úrval af notuðum vinýl (Drífðu þig!) Gerði ágætis kaup þar í gær á All Things Must Pass, þrefaldri sólóplötu Georgs (3000). Ég átti reyndar eintak fyrir en Heiðu vantaði eintak svo þetta fór þangað. Fyrir mig tók ég Fly, tvöfalda plötu Yoko Ono frá 1971 í topp standi (2000), næstum því óspilað eintak. Við göntuðumst með það eigandinn og ég að líklega væri erfitt að finna mikið spilað eintak af plötum Yokoar. Þarna fann ég líka plötuna John Lennon for President með David Peel & The Super Apple Band frá 1980 (1000). Þetta er rugl plata (David Peel er einhver New York hasshaus) en Yoko og John eru eitthvað smá á henni svo það er pláss fyrir hana í rekkanum.

Maður verður að hafa eitthvað haldreipi í lífinu, er það ekki? Mitt er Bítlatrúin.

2 svör til “George Harrison”

  1. Björn maí 10, 2012 kl. 10:21 f.h. #

    „Maður verður að hafa eitthvað haldreipi í lífinu, er það ekki? Mitt er Bítlatrúin.“
    Sammála og hefði varla getað orðað þettur betur.

  2. Ingimar maí 10, 2012 kl. 7:13 e.h. #

    Foreldrar mínir hlustuðu mikið á Double Fantasy á sínum tíma og mér þóttu Yoko lögin þar bara fín. Svo fyrir ekki löngu síðan keypti ég plötuna sjálfur og enn þykja mér þessi Yoko lög fín.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: