Áríðandi uppfærsla af Sigur Rós!

9 Maí


Áríðandi uppfærsla úr innsta hring Sigur Rósar!!! –> Kjartan SPILAR á VALTARI. Kjartan er EKKI hættur í hljómsveitinni. ENGIN ÖNNUR plata er tilbúin og bíður útgáfu.

„Allt“ annað í „fréttinni“ á sér þó stað í raunveruleikanum 😉

Allt er að ske nú um stundir hjá bestu og vinsælustu íslensku hljómsveitinni í heimi, Sigur Rós. Fyrst ber að nefna að nýja platan VALTARI verður gefin út þann 28. maí. Mér skilst að Kjartan Sveinsson spili ekkert á plötunni, enda sé hann hættur í sveitinni. Allavega í bili. Hann nennti víst ekki að taka þátt í frekari hljómleikaþeytingi út um allan heim.

VALTARI er önnur tveggja platna sem Sigur Rós hefur lokið við. Hin, sem ku allt öðru vísi og stærra stökk í þróunarferli sveitarinnar, á að koma út á næsta ári. VALTARI hljómar „eins og snjóflóð sem veltur yfir þig“.

Túrinn hefur verið lænaður upp, þ.á.m. lokar bandið Airwaves í nóv.

Ekki múkk, videó.

5 svör til “Áríðandi uppfærsla af Sigur Rós!”

 1. Breyskur maí 9, 2012 kl. 6:19 e.h. #

  Veit einhver hvort þeir ætli að spila á Íslandi í Júlí?

  Svona til að hita upp, áður en þeir halda af stað.

  Hef lengi langað að sjá þá á tónleikum og þetta er ein mánðuðurinn sem það gengi upp.

  • Kristinn Dagsson maí 9, 2012 kl. 7:39 e.h. #

   Orðið „Holtaþokuvæl“ kemur einatt upp í huga mínum, þegar það kemur fyrir, að ég heyri eins og eitt lag eða annað flutt af þessari heimsfrægu og rómuðu hljómsveit Sigurrós. Vísast hef ég bara ekki nógu þroskaðan smekk fyrir afurðir Sigurrósar.

 2. Kristinn Dagsson maí 9, 2012 kl. 7:40 e.h. #

  mbk
  kd

 3. Kristján Valur maí 9, 2012 kl. 8:44 e.h. #

  Já, beygist valtari sem sagt eins og altari?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: