Amma Oddný – 125 ára

30 Sep

ammaoddný
Þessi glæsilega unga kona er hún Oddný amma mín. Svona er hennar getið í Íslendingabók:

Oddný Sigurrós Sigurðardóttir
Fædd á Sæbóli, Mýrarhr., Snæf. 30. september 1890
Látin á Akureyri 15. janúar 1984

Ef menn væru risaskjaldbökur væri hún sem sé að halda upp á 125 ára afmælið sitt í dag.

Amma Oddný var röggsöm og ákveðin. Varð hundfúl ef maður vann hana í rommý og stóð stundum út í glugga og kallaði nágrannana aumingja. Það var samt ekkert í illu, held ég, meira svona „blessaður auminginn hann Steinþór – ætlar hann aldrei að gera við bílinn?“

Þess má geta að Oddný Sigurrós Hjálmarsdóttir, systir mín, á líka afmæli í dag. Þær amma eru ekki bara nöfnur með sama afmælisdag, heldur þykja þær einnig mjög líkar. Þegar ég sýndi krökkunum mínum myndina af ömmu voru þau viss um að þetta væri Oddný frænka þeirra (en ekki langamma). Svona er nú DNA-ið skemmtilegt fyrirbæri.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: