Dr. Gunni í sjoppu – forsala

28 Sep

drge27
Sú staðreynd er yfirvofandi að ég verði fimmtugur. Ekki hafa áhyggjur af mér, ég er þegar búinn að ljúga að sjálfum mér að þetta sé ekkert mál, og að það sé um sjötugt sem fyrst fari eitthvað að bera á ellihrumleika. Til að halda upp á þetta tölulega tákn kemur út platan Dr. Gunni í sjoppu á afmælisdaginn, 7. október. Platan er tíu tommu vinýl-hljómplata í vönduðu litprentuðu umslagi. Aðeins verða búin til FIMMTÍU EINTÖK og verða þau tölusett og árituð af höfundi. Verð á stykkinu er 5000 kall, sem er náttúrlega ekkert okur þegar haft er í huga hvað kostar að búa til svona fá eintök. 

Það eru tíu lög á plötunni:

HLIÐ A:
01 1$ (með óþekktum götusala í New York!)
02 ROKK! (Sigga Beinteins syngur!)
03 HEIÐA DÖGG (Þorsteinn Eggertsson gerði textann!)
04 BAUGUR MÓNAKÓ PARTÍ
05 STÍF-STEF-STEFÁN (Videósílin flytja!)

HLIÐ B:
01 HESTAR
02 ROLLUR
03 GÚMMÍÖND (Dj. Flugvél og geimskip syngur og útsetur lagið!)
04 SJÖUNDI OKTÓBER
05 NEW YORK BORG KL. 4 UM NÓTT (Shady Owens syngur!)

(Uppfært 29. sept) PLATAN ER UPPSELD!!!

Hér er platan þjöppuð niður í eina mínútu til að gefa smjörþefinn:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: