Upphófst þá ferlegur larmur

3 Okt

2015-10-02 12.51.58-2
Það er engin sérstök lognmolla í lífinu núna. Fimmtugsafmæli á miðvikudaginn 7. okt. Þá ætla ég að spila í Lucky Records kl. 17 og bjóða upp á frían bjór og gos (VÍFILFELL SPLÆSIR!) Þá geta þeir sem keypt hafa plötuna Dr. GUNNI Í SJOPPU sótt eintökin sín. Platan er uppseld í föstu formi en verður til í streymi og niðurhali (nánar auglýst síðar).

H2-151009706
Í gær bárust þær útúrfríkuðu fréttir að ég sé orðinn dómari í Ísland Got Talent á Stöð 2 ásamt Mörtu Maríu, JFM og einum dómara enn sem er leyndarmál þar til eftir helgina! Þetta verður æðislegt!!! (Ítarlegt viðtal!) Ekki verður byrjað að sýna þessa þriðju seríu þar til eftir áramót en við förum að hlusta á stórsnillingana í úrtakinu bráðlega. Ég er gríðarspenntur fyrir þessu!

porsi
Aðalmálið þessa dagana eru þættirnir Popp og rokksaga Íslands á Rúv (Hér er komin vönduð síða þar sem má sjá þætti sem búið er að sína og kitlur fyrir næstu þætti). Fyrsti þátturinn fór í loftið á sunnudaginn og ekki getur maður kvartað yfir móttökunum. Flestum fannst hann meganæs. Svo heldur snilldin áfram annað kvöld (sunnudagskvöld) þegar þáttur 2 verður sýndur. Þá rennum við inn í rokkið sjálft, sem kom og breytti smám saman öllu og lagði grunninn að því poppi og rokki sem grasserar enn.

Annar þáttur – Upphófst þá ferlegur larmur
Í öðrum þætti Rokk og poppsögu Íslands er kastljósinu beint að rokkinu og hvernig það barst yfir Atlantshafið og læddi sér inn í íslensku þjóðarsálina. Í fyrstu var talið að rokkið væri bara „enn ein tískubólan“ í ætt við mambóið, en það hefur löngu sýnt sig að rokkið var í raun bylting, eða stökkbreyting í tónlistarsögunni. Í dag er enn verið að vinna með það rokkhráefni sem vall fram á 6. áratugnum.
Þótt ungir Íslendingar væru ekki lengi að fá rokkæði tók langan tíma fyrir rokkið að ná almennilegri fótfrestu. Reyndar sveitir skipaðar færum djassáhugamönnum létu til leiðast og spiluðu rokk, þrátt fyrir að tónlistarmönnunum hafi fundist það leiðinlegt og ómerkilegt. Til að ná rokkinu sem best voru ungir söngvarar kallaðir til. Það var ekki fyrr en 1959 að fyrsta alvöru íslenska rokkhljómsveitin kom fram, Fimm í fullu fjöri, en þar sungu bæði Guðbergur Auðunsson og Siggi Johnny. Síðar fylgdu aðrar sveitir með ungum mönnum eins og Lúdó og Stefán og Diskó. KK þekkti sinn vitjunartíma og hætti með sextettinn 1962. Stjörnur 6. áratugarins gerðust ráðsettar við tónleikahald á virðulegum stöðum á meðan ungir rokkarar rokkuðu á vafasömum búllum eins og í Vetrargarðinum eða fyrir Kanann upp á Velli, sem á þessum tíma var annar heimur, spennandi og leyndardómsfullur með forboðnum krásum.

Eitt svar to “Upphófst þá ferlegur larmur”

  1. Ingi Gunnar Jóhannsson október 4, 2015 kl. 5:53 e.h. #

    Þetta hljómar mjög spennandi. Missti af fyrsta þætti (er þetta ekki annars á RUV vefnum?) en mun njóta vel í kvöld. Gaman hvað gamli bankagjaldkerinn er að rokka!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: