Árið er aftur í loftið

30 Okt

Poppnördaþátturinn ÁRIÐ ER er aftur á leið í loftið. Fréttatilkynning þar að lútandi:
Laugardaginn 4. maí 2013 fór í loftið fyrsti þátturinn í heimildaþáttaröðinniþáttaröðinni Árið er… Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum á Rás 2. Í þáttunum voru helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu, auk þess sem drepið var á helstu dægurmálum samtímans hverju sinni. Þættirnir voru á dagskrá í viku hverri út árið þar sem íslensku tónlistarárin 1983 til 2005 voru krufin til mergjar. Rykið var dustað af gömlum upptökum úr safni Rásar 2, auk þess sem boðið var upp á ný viðtöl við tónlistarmenn og aðra sem muna gamla daga.
Þegar kom að árinu 2002 var útgefið efni af íslenskri tónlist orðið það mikið að ákveðið var að hvert ár fengi tvo þætti uppfrá því en vegna niðurskurðar og uppsagna á RÚV undir lok árs 2013 var tónlistarárið 2005 það síðasta sem tekið var fyrir.
Í sumar var hins vegar ákveðið að halda þáttaröðinni áfram og sunnudaginn 2. nóvember kl. 16.05 fer fyrri hluti umfjöllunar um íslenska tónlistarárið 2006 í loftið og þættirnir verða á dagskrá til febrúarloka 2015 þegar fjallað verður um árið 2013. Hver þáttur er rúmlega 100 mínútur að lengd í útsendri dagskrá á sunnudögum kl. 16.05 og endurfluttur á þriðjudagskvöldum kl. 22.05 en boðið verður upp á 20 til 50 mínútur af aukaefni í viku hverri í sérstökum podcastútgáfum af þáttunum í Hlaðvarpi RÚV.
Árið 2006 er mikið umbrotaár í íslenskri tónlist og margir nýliðar sem eiga eftir að gera góða hluti síðar stíga fram – lognið á undan storminum. Risar á borð við Björk, Sálina hans Jóns míns, Hjálma, Pál Óskar, Mugison, Emilíönu Torrini, Gus Gus, Bubba Morthens og Sigur Rós eru ekki með nýjar plötur þetta árið þó tveir síðastnefndu flytjendurnir komi við sögu í 2006 þáttunum.
Lay Low, Pétur Ben, Toggi, Mammút og Hafdís Huld gefa öll sínar fyrstu plötur og við kynnum til leiks nýliða á borð við Hjaltalín, Sprengjuhöllina, FM Belfast, Ingó Idol (síðar Veðurguð) og Hermigervil.

Fyrirferðamestar eru þó umfjallanir um tvær raunveruleikastjörnur sem stela senunni þetta árið. Eurovisionævintýri Silvíu Nætur er áberandi í fyrri hlutanum sem verður frumfluttur á Rás 2 sunnudaginn 2. nóvember og Magni „Rockstar Supernova“ Ásgeirsson í seinni hlutanum.
Myspace kemur sterkt inn á veraldarvefnum. Lay Low er uppgötvuð þar og heimsfrægur erlendur upptökustjóri gerir hosur sínar grænar fyrir Diktu eftir að hafa kynnst tónlist þeirra á Myspace. Þá prýðir Íslenskt lag fyrstu auglýsinguna fyrir iPhone símann sem er kynntur þetta árið.

Auk þess er útrás Nylon í Bretlandi gerð skil, endurkoma Svölu Björgvins í danstónlistina rifjuð upp og sagt frá ævintýrum unglingahljómsveitarinnar Nilfisk svo fátt eitt sé nefnt.
Umsjónarmenn eru Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson með aðstoð Stefáns Jónssonar og Sigríðar Thorlacius.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: