Út um gluggann á lest

28 Nóv

Það er hægt að flækjast um öll Bandaríkin í lestum á vegum Amtrak. Ég flúði íslenska naflakuskið (sem maður verður að gera einu sinni á ári til að drepast ekki úr leiðindum) og fór í nafla alheimsins (NYC). Þar hafði ég ekki efni á öðru en kitru á YMCA á 63. stræti. Dvaldi í 3 nætur, hitti vin minn KJG, gekk eins og óður maður upp og niður Manhattan og át á tveimur matsölustöðum. Delta Grill, sem segist vera með svona Louisana mat (Gumbo, Jambalaya o.s.frv. sem ég hafði aldrei smakkað). Þetta reyndist allt vera sæmilegar kássur en fokdýrar. Át líka á aðalpleisinu í Harlem, Sylvia’s, sem býður upp á „Soulfood“. Þar var fínasta kjúklingastöff í gangi og myndir af Obama að borða þar upp á vegg. Á leiðinni sá ég hinn sögufræga stað Apollo.

Frá NYC með lest til Montreal (Adirondack leiðin). Þeir segja á heimasíðu Amtraki að þetta sé „One of the Top 10 Most Scenic Train Rides in the World“, en nú hafði Sandy skolað öllum haustlitum út á hafsauga og allt var dálítið grátt og guggið. Þetta var samt alveg stórfenglega skemmtilegt og hér koma myndir sem ég tók út um gluggann:


5 svör til “Út um gluggann á lest”

 1. Óskar P. Einarsson nóvember 28, 2012 kl. 11:07 e.h. #

  Scenic. Mæ. Ass! Er þetta frá New Jersey? Alltaf gaman í Amríku, samt!

  • drgunni nóvember 29, 2012 kl. 4:23 e.h. #

   Nei þetta er allt New York fylki…

 2. Sigurjón desember 3, 2012 kl. 11:08 e.h. #

  Þessar myndir minna mann á hina frábæru bók „RFK“ eftir Paul Fusco.

  Sjá: http://www.amazon.com/Paul-Fusco-RFK-Edward-Kennedy/dp/1597110795

 3. Ingimar desember 9, 2012 kl. 9:06 e.h. #

  Og hvað kostar svo að fara með lest frá NYC til Montreal? Gæti verið skemmtileg ferð. Er annars að spá í að taka hringferð næsta sumar, CT til Buffalo, NY til Toronto, ON til Sudbury, ON til Ottawa, ON til Montreal QC til Burlington, VT aftur til CT. Ætti að vera fjör.

  • drgunni desember 10, 2012 kl. 5:54 e.h. #

   Mjög kósí að ferðast í lest um USA. Amtrak er ódýrt – ferðin nyc-Montreal kostaði bara 65$,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: