Fréttir úr Músíklandi

24 Nóv


Stuðranturinn STUÐ VORS LANDS hefur nú fengið hljóðrænan félaga hjá Tónlist.is. Þetta eru sjö lagalistar sem skráðir notendur geta svolgrað í sig á meðan þeir lesa rantinn. 201 lag á sjö lagalistum – beisik.


Fjallabræður halda tvenna tónleika í Háskólabíói í dag, eina kl 17:30 og aðra kl 21:30. Með þeim á sviði verður Lúðrasveit Vestmanneyja og að auki gamalkunnir vinir, Magnús Þór Sigmundsson og Sverrir Bergmann. Miðar fást hér.

Þegar þú hélst að það gætu ekki komið fleiri góðar plötur út í ár koma fleiri góðar plötur út:


Hjaltalín – Letter to (…)
Eins og skratti úr svakalegasta sauðalegg í heimi kemur nú ný plata með Hjaltalín, sem akkúrat enginn var að bíða eftir, en akkúrat allir taka fagnandi. Hún heitir Enter 4 og er svaka fín. Smá Gusgusuð á því (eða eitthvað) og lágstemmdari en það konfektkassapopp sem boðið var upp á síðast. Ef það var útskorið barrokkborð er þessi finnsk hönnun.


Ómar Guðjónsson – Bankað
Gítarleikarinn Ómar Guðjónsson, sem hingað til hefur aðallega fengist við „djass“, kemur nú geysilega á óvart með sunginni sólóplötu, Útí geim, þar sem innihaldið er „popp“. Hér er fyrsta lag plötunnar, skelegt innlegg í umræðuna um aðbúnað á vinnustöðum. Ef fólk vill fleira í sama „vosbúð ungmenna á vinnustöðum“-gír mæli ég með bók Ólafs Gunnarssonar, Ljóst0llur. Ómar flækist nú um landið og boðar fagnaðarerindið með Jónasi Sig. Ég fann hvergi yfirlit yfir tónleikaferðina en það hlýtur að vera þarna einhvers staðar.


Dýrðin – Ísbirnublús
Dýrðin er í geðveiku dúndurstuði á glænýrri ofurpoppplötu, Gull og vitleysa. Ramones og Blondie og allur pakkinn fær hressandi poppgust í fangið í lagkökulandi – bæði á íslensku og ensku. Sveitin lék á Ísafirði í gær, en spilar næst á laugardaginn 1. desember í Dillon á Laugavegi. Þar hita Fivebellies upp.


Svo er það pönksveitin Buxnaskjónar frá Akureyri. Hún var að gefa út plötuna Hin sviðna jörð, sem hægt er að innbyrða í heilu lagi á Gogoyoko.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: