Töff kaggi #6

25 Jún


Töffaðasti kagginn í Vesturbænum er án efa þessi skronster svarti Packard Ultramatic Drive frá sirka 1954. Hann kemur bara út á sumrin og er mikill vorboði. Keyri maður framhjá getur maður minnst gamalla tíma þegar mannkynið hafði mikla yfirburðarhugmyndir um hlutverk sitt á jörðinni og taldi sig geta vaðið yfir heimska náttúruna á stífbónuðum ofurbílum. Það eru reyndar risavaxnir einkabílar enn við líði, en enginn þeirra er jafn fágaður og Packardinn og hinir ofurkaggarnir frá þessum tíma.


Talandi um fágun. Sjáðu bara húddskrautið, þennan glansandi fugl, sem er að taka sig til flugs. Verður húddskraut fágaðra en þetta?

5 svör til “Töff kaggi #6”

  1. Frambyggður júní 26, 2012 kl. 1:02 f.h. #

    Einu sinni var útlitið mikilvægt. Nú er það ekki síður mikilvægt en bara ljótara og fábreyttara. Virðulegur og fallegur bíll!

    • Frambyggður júní 26, 2012 kl. 1:05 f.h. #

      Nú er útlitið á kostnað virkni og jafnvel öryggis (óþarflega litlir hliðargluggar o.s.f.r.v.)

  2. bugur júní 26, 2012 kl. 10:58 e.h. #

    óháð þessu, …en ég vil vinsamlega benda þér á, að benda auglýsingastofunni, sem fær þig til að auglýs Kost, að það er LÍTRI af mjólk. Ekki líter.
    Sinntu þessu, ó þú umsjónarmaður okursíðunnar.

  3. drgunni júní 27, 2012 kl. 8:05 f.h. #

    Enda er sagt lítrinn. Þú hlustar bara ekki nógu vel.

Trackbacks/Pingbacks

  1. Töff kaggi #7 « DR. GUNNI - ágúst 27, 2012

    […] Töff kaggi #6 er konungur kagganna í Vesturbænum, þá er þessi prinsinn. Chrysler sirka 1950, veit ekki meir, […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: