Yfirvofandi: Snarl 4

27 Okt

snarl4ö
Snarl 4 – Skært lúðar hljóma er væntanlegt í lok vikunnar. Um er að ræða safndisk með 25 glænýjum lögum með þeim hljómlistaratriðum sem hæst standa á Íslandi í dag. Reynt verður á geymslugetu CD-disksins því safndiskurinn nánast slefar í fulla leyfilega lengd, 80 mín. Eftirfarandi lög og hljómlistaratriði eru á Snarl 4 – Skært lúðar hljóma:

01 Pink Street Boys – Evel Knievel
02 Brött brekka – Snake Oil Song
03 Börn – Þú skuldar mér að vera sexý
04 Vafasöm síðmótun – Alvöru fokking lönd!
05 Sindri Eldon – Giving Up Giving Up
06 Death of a Scooba Fish – Criminal
07 Kvöl – Watching Me
08 Prinspóló – Draumur um hraun
09 Mafama – Middle of Norway
10 Knife Fights – Don’t Be A Man
11 Elín Helena – Ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga, ljúga…
12 Just Another Snake Cult – Lost in the Dark
13 Mugison – Afsakið hlé
14 Skerðing – 30 krónur
15 Nolo – Mali
16 Kælan mikla – Ekkert nema ég
17 Sushi Submarine – Slugs
18 Fræbbblarnir – Bugging Leo
19 Dr. Gunni – Rassar í spandex
20 Dj. Flugvél og geimskip – Draugur í kastalanum
21 Insol – Eða viljum við ekki skynja…
22 Harry Knuckles – Untitled 2
23 Panos From Komodo – Walking My Mother
24 Radrad – <þrír
25 Grísalappalísa & Megas – Skrítin birta – Lifandi á Palóma

Diskurinn verður til sölu í góðum plötubúðum á 2.000 krónur og ekki eyri meira. Snarl 4 má kaupa hjá undirrituðum og verður hann sendur út um allan heim á 2.000 krónur. Fáðu leiðbeingar um kaup á Snarli 4.

Sérstök útgáfa á kassettu (til að heiðra sögu Snarl-safnkassetta fortíðar) verður gerð í 7 númeruðum eintökum og fara þau eintök öll til sölu í Lucky Records, einnig á 2.000 krónur. Ekki er hægt að forkaupa kassettuútgáfuna, enda bara 7 númeruð eintök í boði.

Færðu inn athugasemd