Og áfram er gefið út…

10 Sep

2015-08-13 14.43.12
Þrassmetalbandið góðkunna Bootlegs átti sinn fegursta fífil um 1990, en það er engin leið að hætta og því er komin út ný plata, sú þriðja: EKKI FYRIR VIÐKVÆMA (nakinn Frikki pönk á framhlið). Bassaleikarinn Inigmundur Elli kom með plötu (cd sko) sem ég rippaði á símann og fór með í ræktina. Þetta virkar fínt á rassastækkunarvélinni. Kraftmikið og ögrandi og textar beinskeittir og rífandi kjaft. Helv fínt bara! Nú skulum við hlusta á lagið Kúkurpissogæl, sem er alveg brjálað.
BOOTLEGS – KÚKURPISSOGÆL

SVAVAR KNÚTUR er að fara að koma með nýja plötu , BROT. Titillagið er hér að ofan og hljómar nú á „öldum ljósvakans“. Það vinnur vel á og gaman er að Svavar sé nú að nota heilt band í tónsköpuninni og er orðinn meira rokkpoppaður en áður.

Nýlega kom út platan Mixophrygian með samnefndri „hljómsveit“, sem þó er í raun hann Daði Freyr Pétursson. Daði er í hljómsveitinni RetRoBot (sigurvegarar Músíktilrauna 2012) en stundar nú nám í DBs Music í Berlín. Hann segir um hina fínu plötu sína: „Platan er einskonar synthapopp plata þar sem ég sem, útset, spila, syng, tek upp og mixa lögin sjálfur, ásamt því að fá gesti með mér í nokkur lög, tvær söngkonur (Arna Lára í laginu „Forever“ og Sigrún Birna í laginu „Two Of A Kind“), saxófónleikara (Phillip Carlsson í laginu „Disconnected“) og trompetleikara (Vale Schwarzbeck í laginu „Into Silence“) . Magnús Øder sá svo um að mastera.
Platan inniheldur 14 lög sem saman mynda sögu um mann sem öðlast þekkingu á alheiminum, vitund hans klofnar í sundur svo hann hefur nú tvö höfuð á sama líkama og á sama tíma sendist hann yfir í aðra vídd. Þar finnur hann ástina sem hann getur ekki deilt með sjálfum sér svo hann finnur leið til að breyta sér í tvær manneskjur, hvor með sinn eigin líkama. Þegar ástin getur ekki sætt sig við bara annan þeirra ákveða þeir að smíða geimfar og flýja þennan heim til að byrja upp á nýtt á öðrum stað.“

Það er nebbblega það. Plötuna má streyma hér.

a3481154838_16
Plötuna Korriró sem hljómsveitin MÓGIL gaf út 12. ágúst, má streyma hér. Úr fréttatilkynningu: Mógil skapar einstakan hljóðheim og vefur saman klassík, Þjóðlagatónlist og djass. Textar hljómsveitarinnar eru innblásnir af þjóðsögum og náttúru. 
Meðlimir Mógils eru Heiða Árnadóttir söngur, Hilmar Jensson gítar, Kristín Þóra Haraldsdóttir viola, Eiríkur Orri Ólafsson trompet og Joachim Badenhorst klarinett. 
Mógil hefur farið nokkrum sinnum í tónleikaferðalag um Ísland, Belgiu, Holland, Svíðþjóð og Danmörku og spilað á ýmsum tónlistarhátiðum m.a. á jazzhátið Reykjavíkur, Iceland Airwaves, Þjóðlaga hátiðinni á Siglufirði og WOMEX heimstónlistarhátiðinni.


Að lokum er það proggrokk frá Selfossi (!) The Roulette. „Teitur(gítar) og Skúli(trommur) hittust fyrst í lok 2013 með það í huga að stofna band og var stefnan fljótlega tekin í átt að progginu. Eftir aðeins örfáar æfingar var byrjað að taka upp 4 laga EP plötu (sem aldrei leit dagsins ljós). Eftir miklar mannabreytingar hóf sveitin upptökur á sinni fyrstu breiðskífu sem mun koma út seint 2015. Fyrsta lag af plötunni er komið á veraldarvefinn. Lagið sem ber nafnið Midnight Hours var tekið upp í Stúdíó Himnaríki og unnið af Stúdíó Hljómi.“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: