Dr. Gunni snýr aftur

29 Apr


(Þessi hljómsveit var stundum kölluð Old Man & The Rent Boys)

Einu sinni var hljómsveit sem hét því gríðarlega frumlega nafni Dr. Gunni.  Grímur, Gummi og Kristján Freyr voru auk mín í sveitinni og okkur tókst að koma út plötunni Stóra hvelli, stórfenglegu meistaraverki sem alltof fáir heyrðu. Það gerðist árið 2003, svo til að halda upp á 9 ára afmæli komum við saman aftur á Gauknum fimmtudaginn 24. maí og tökum nokkur lög.

Þetta eru afmælistónleikar fyrir Wim Van Hooste, Belga sem er forfallinn Íslands-áhugamaður og er sérstaklega áhugasamur um íslenska músík – hefur haldið úti ýmsum netmiðlum þar að lútandi, m.a. Icelandic Music þar sem nú má sjá nokkur ný kóverlög af Rokkinu. Tónleikunum er einnig ætlað að halda upp á 30. afmæli Rokks í Reykjavík og taka öll böndin a.m.k. eitt lag af Rokkinu. Boðið er upp á úrvalsdagskrá, auk Dr. Gunna koma Sudden Weather Change, Q4U, Æla, Mosi Frændi, Morðingjarnir, Hellvar og Fræbbblarnir líka fram.

Subbulega snargeðveikt allt saman.

2 svör to “Dr. Gunni snýr aftur”

  1. Röggi rokk apríl 29, 2012 kl. 10:13 f.h. #

    Ég er búinn að bóka far og mæti galvaskur !!!! Þetta er eitthvað sem maður vill ekki missa af , svo mikið er víst.

    • Grímur Atlason apríl 30, 2012 kl. 11:32 e.h. #

      Rosalega verður gaman – sérstaklega þegar Herra Akureyri mætir!

Færðu inn athugasemd